Morgunblaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 7
borg árið 2020 kom fram að miða mætti að jafn- aði við að lóðaverð væri um 50 þúsund krónur fyrir hvern fermetra á húsnæði í borginni. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að á þétt- ingarreitum sé sú upphæð komin í 100 til 120 þúsund krónur í dag. Sé sú fjárhæð lögð til grundvallar við mat á hagsmunum sem undir eru hjá olíufélögunum og í samhengi við bygg- ingarmagnið sem væntingar eru uppi um að koma í gegn á Ægisíðu 102, má gera ráð fyrir að lóðaverð hefði skilað borginni 1.500-1.800 millj- ónum króna fyrir þá tilteknu eign sína. Borgin fær þó nokkuð fyrir sinn snúð í samn- ingunum þótt hún kasti frá sér lóðaverðinu. Þannig er t.d. kveðið á um fjölda leiguíbúða sem skuli vera í nýbyggingum á lóðunum. Er þar t.d. í tilfelli Ægisíðu 102 miðað við 20% íbúða og að þar af skuli Félagsbústaðir hafa forkaupsrétt að 5% heildarfjöldans á niðursettu verði (miðast það við 470 þúsund krónur, uppreiknaðar miðað við byggingarvísitölu í september 2019). Vílað og dílað um fleira Það eru ekki aðeins bensínstöðvalóðirnar eftirsóttu sem samningar borgarstjórans, eða fulltrúa hans, snúast um. Fyrirtækin vilja tryggja hagsmuni sína á mikilvægum framtíðar- reitum og því eru núverandi lóðir notaðar sem einskonar skiptimynt til að tryggja þá hags- muni. Má þar nefna ákvæði í samningum borg- arinnar við Olís þar sem fyrirtækið fær vilyrði fyrir úthlutun lóðar á Esjumelum, þar sem ætl- unin er að starfrækja „fjölorkustöð“ – bens- ínstöð sem tryggir aðgang að fleiri orkugjöfum eftir atvikum. Er sú úthlutun bundin því skilyrði að annarri bensínstöð verði lokað í miðborginni. Þannig segir einfaldlega í samningnum „Dælur fyrir jarðefnaeldsneyti á lóð á Esjumelum og Egilsgötu 5 verða ekki opnar samtímis.“ Hagar eiga Olís og fyrirtækið hefur lengi haft á prjón- unum mikla uppbyggingu á Stekkjarbakka 4-6, þar sem nú er m.a. verslunin Garðheimar. Þar er í pípunum uppbygging íbúðarhúsnæðis, versl- unar- og þjónustuhúsnæðis, þ.m.t. mat- vöruverslunar. Ekki verður í fljótu bragði séð að hvaða marki uppbygging á þessari lóð tengist fækkun bensínstöðva í borginni en það að samn- ingurinn skuli vera hluti af heildarpakkanum og feli m.a. í sér vilyrði fyrir stórauknu bygging- armagni miðað við núverandi deiliskipulag gefur til kynna að vilyrðið sé tengt öðrum hagsmunum sem borgin telur sig vera að verja eða sækja gagnvart fyrirtækinu. Hvað vissu sumir en aðrir ei? Hin mikla leynd sem hvílt hefur yfir samn- ingaviðræðunum hefur gert það að verkum að afar þröngur hópur hefur haft yfirsýn yfir fram- gang þeirra. Gerir það málið ekki síst áhugavert í ljósi þess að fyrirtækin sem um ræðir eru skráð á markað. Athygli vekur að Skeljungur, sem gengið hefur frá samkomulagi varðandi framtíðarfyrirkomulag 13 lóða, og mun að öllu óbreyttu hafa hagsmuni af því hvernig semst um lóðirnar sem Dælan hefur yfir að ráða, hefur lent í miklum sviptingum á þeim tíma sem við- ræðurnar hafa staðið. Frá því að þær hófust hef- ur verðmæti félagsins vaxið um nærri 50%. Þeg- ar viðræðurnar voru komnar vel á veg í árslok 2020, gerðu svo leiðandi hluthafar, sem höfðu mikla innsýn í stöðu þeirra, öðrum hluthöfum yf- irtökutilboð á gengi sem var næstum 50% lægra en hæsta gildi sem félagið hefur náð síðan í Kauphöll Íslands. Forsvarsmenn Skeljungs hafa raunar ekki farið í grafgötur um hvaða stefnu þeir hyggist taka í lóðamálum félagsins, en úrslit mála í viðræðum við borgina munu ráða öllu um, hversu mikla fjármuni verður hægt að kreista út úr lóðaleigusamningunum á komandi árum. Leyndó í litlu herbergi Þrátt fyrir að hluti þeirra samninga sem borg- in hefur gert eða hyggst gera í tengslum við fækkun eldsneytisafgreiðslustöðva í borgarland- inu hafi verið gerður opinber er margt á huldu um samningagerðina og hvaða hagsmunir það eru sem borgin telur svo veigamikla að gefa megi frá sér gríðarlega verðmætar lóðir, auk innviðagjalds í stórum stíl. Borgarfulltrúar hafa kallað eftir fundargerðum samninganefndar borgarinnar. Hafa þeir aðeins fengið aðgengi að gögnum í lokuðu gagnaherbergi sem staðsett er í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar geta hinir kjörnu fulltrúar nálgast spjaldtölvu og flett í gegnum gögnin. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að þar sé fátt um fína drætti og lítið haldbært. ggingarlóðir án endurgjalds Morgunblaðið/Sigurður Bogi 250 fm stöð Orkunnar í Suðurfelli 4 stendur á 4.154 fm lóð. Hún er ekki á forgangslista borgarinnar yfir þær stöðvar sem víkja skulu en samt hefur borgin heimilað að lóðinni verði skipt í tvennt. Á annarri þeirra verði tvær eldsneytisdælur en á hinni íbúðar- og atvinnhúsnæði. Ekki verða greidd inn- viðagjöld af uppbyggingunni. Athygli vekur að borgin gerði 50 ára leigusamning um lóðina við olíufyrirtækið árið 2015. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 7FRÉTTASKÝRING Borgarstjórinn í Reykjavík hefur tekið umfjöllun um málefni olíufélaganna óstinnt upp. Hefur hann m.a. haldið því fram að Morgunblaðið hafi dregið fram ýkjukenndar lýsingar á þeim uppbyggingaráformum sem olíufélögin hafa á prjónunum. Í þeim tilvikum hefur blaðið þó einkum vísað í gögn sem fyrirtækin hafa sjálf lagt fram. Má þar nefna Ægisíðu 102. Þar standa nú byggingar sem risu árið 1978, eru á tveimur fastanúmerum og eru samanlagt 1.337,5 fm. Hefur Festi lýst yfir áhuga á að reisa 13 til 15 þúsund fermetra af húsnæði á lóð- inni. Fallið frá innviðagjaldi Athygli vekur að í samningunum við félögin er nær undantekningarlaust fallið frá svoköll- uðu innviðagjaldi sem borgin leggur víða á nýbyggingar, m.a. í nýju Vogahverfi. Verði Festi að ósk sinni um hámarksbyggingarmagn á Ægisíðu 102, verður borgin af 195 milljóna króna inn- viðagjöldum vegna lóðarinnar. Vissulega eru tækifærin sem liggja í lóðum félaganna mismunandi en miðað við þróun fast- eignaverðs og staðsetningu þeirra í mikilvægum hverfum, allt frá Vesturbæ og miðborginni og til Grafarvogs og Bústaðahverfis, er ljóst að verðmætin eru gríðarleg. Lóðirnar eru mis- stórar og mun það einnig hafa áhrif á nýtingarmöguleikana. Stórar lóðir og mikið byggingarmagn Bensínstöð N1 við Ægisíðu er ein þekktasta eldsneytisafgreiðsla landsins. Þar er fyrirhuguð gríðar- leg uppbygging sem lagst hefur misjafnlega í íbúa í nágrenninu. Telja þeir margir mikið í lagt. Morgunblaðið/Þórður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.