Morgunblaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 8
Hið allra helgasta er mögnuð kapella þar sem dýrmætustu árgangarnir, langt aftur, eru varðveittir við algjörlega fullkomnar aðstæður. Rómverjar voru atkvæðamiklir í Champagne á þriðju öld e. Krist. Þeir létu raunar til sín taka vítt og breitt um álfuna. Þeir færðu svæð- unum verklega þekkingu og öryggi svo lengi sem menn voru reiðu- búnir að lúta þeirra stjórn. Á þessum tíma byggðist borgin hratt upp og helsta byggingarefnið var að finna undir fótum íbúanna. Kalksteinninn hentaði afar vel, auðvelt að höggva til hið gljúpa efni sem til er í óendanlegum mæli á svæðinu. Rómverjarnir hjuggu og hjuggu og komu upp gríðarlegum kalk- steinsnámum undir Reims. Þannig byggðist borgin upp úr djúpinu. En námurnar voru ekki fylltar upp af öðrum jarðefnum. Þær voru lystilega höggnar til, svo þær gætu borið byggðina, ofanjarðar, uppi. Þarna urðu til mögnuð mann- virki sem þjónuðu í kjölfarið sem geymslurými og skjól, ekki síst þegar til átaka kom. Á 18. öldinni hugkvæmdist frá- bærum víngerðarmönnum að nýta hellana undir iðju sína. Hefur þar gjarnan verið vísað til Dom Ruin- art sem frumkvöðuls og enn í dag á húsið sem við hann er kennt kalksteinshella undir höfuðborg- inni, Reims. Þótt þessir hellar séu táknmynd kampavínsgerðarinnar eru aðeins örfá hús sem eiga hella af þessu tagi. Flest byggja þau framleiðslu sína upp í nýtískulegu húsnæði sem kallar á minni fyrirhöfn en víngerð djúpt í iðrum jarðar, oft- ast 25-35 metra undir yfirborðinu. Nýverið sótti ég, enn sem oftar í heimsóknum mínum til Champ- agne, kalksteinshellana sem eru í eigu Charles Heidsieck. Þeir teygja sig hvorki meira né minna en 8 km leið undir borginni og þar eru að jafnaði geymdar 10 millj- ónir flaskna sem bíða þess að líta ljósið og gleðja aðdáendur hússins. Það var árið 1867 sem Charles keypti hellana, þegar fyrirtæki hans var orðið vellauðugt, bæði vegna jarðasölu í Colorado í Bandaríkjunum og einnig mikilla vinsælda vínsins sem það fram- leiddi og framleiðir enn. Hellar þessir henta fullkomlega til víngerðar, þar er stöðugur hiti í kringum 10° allan ársins hring og rakinn skemmir ekki fyrir. Gegn- blautur kalksteinninn tryggir að korkurinn þornar ekki í biðinni löngu. Þessa hella er stórkostlegt að sækja heim. Undraveröld sem er frátekin, skammt undan skarkala heimsins en þó í órafjarlægð. Sum húsin bjóða upp á heimsóknir und- ir yfirborðið, má þar nefna Pom- mery og Taittinger. Charles er feimnari við það, og gerir það heimsóknina ekki minna áhrifa- ríka. Ekki skemmir fyrir þegar hið allra heilagasta er skoðað. Þar liggja bestu árgangarnir og sé maður heppinn fær maður að dreypa á einhverju úr þeirri átt- inni. Þá getur maður sagt, en að- eins í hálfum hljóðum, líkt og Pér- ignon forðum tíð: Komið, komið, ég hef bragðað á stjörnum himins- ins. ses@mbl.is Kalksteinsdóm- kirkjur í undir- djúpum jarðar HIÐ LJÚFA LÍF 8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022SJÓNARHÓLL L ífeyriskerfið á Íslandi er margslungið og því skilj- anlegt að margir gefi því almennt ekki mikinn gaum. Í lífeyriskerfinu liggur hins vegar stór hluti sparnaðar landsmanna og því nauðsynlegt hverjum að það sé auðskiljanlegt og gagnsæi sé á lífeyrisréttindum. Flest erum við þó meðvituð um að lífeyriskerfi eru í grunninn byggð upp til þess að tryggja fólki viðurværi á efri árum og ef það dettur út af vinnumarkaði svo sem vegna örorku. Lífeyriskerfið grundvallast af þremur meginstoðum; almannatryggingum, skyldulífeyrissparn- aði hjá lífeyrissjóðum og valkvæðum viðbótarlífeyr- issparnaði. Þó hið eiginlega markmið stoða lífeyriskerf- isins sé í grunninn það sama er þó grundvallarmunur á eðli þeirra. Hér á eftir er fjallað nánar um skyldu- og viðbót- arlífeyrissparnað. Hver er munurinn á skyldulífeyri og viðbót- arlífeyri? Íslenska lífeyrissjóðakerfið er svokallað sjóðsöfnunarkerfi. Í því felst í grunninn að hver kynslóð sparar fyrir sig með því að leggja til hliðar fjár- muni í lífeyrissjóðina og myndar því rétt til greiðslu á líf- eyrisgreiðslum í framtíðinni en jafnframt stofn til greiðslu útsvars og tekjuskatts á þeim tíma. Það sem markar ís- lenska lífeyrissjóðskerfinu sérstöðu er þó sú samtrygging sem í kerfinu felst en með því að greiða skylduiðgjald í líf- eyrissjóð safnar sjóðfélagi réttindum í samtryggingu. Með samtryggingu er sjóðfélögum gert kleift að dreifa áhættu í hópi sjóðfélaga og sameinast þannig um að tryggja hver öðrum ævilangan ellilífeyri sem og örorku- og makalífeyri. Ákveðin vernd er því fólgin í fjöldanum sem deilir með sér áhættunni af sveiflum á mörkuðum, langlífi og öðrum forsendubreytingum. Skyldulífeyr- issparnaður myndar þannig grunn sjóðfélaga að fram- færslu frá starfslokum og til æviloka óháð því hve gamall hann kann að verða. Auk þess að greiða skyldulífeyri stendur launþegum til boða, valfrjálst, að greiða í viðbótarlífeyrissparnað. Laun- þegi getur greitt allt að 4% af launum sínum í slíkan sparnað og fær þá að jafnaði 2% mótframlag frá launa- greiðanda. Viðbótarsparnaður er ólíkur skyldusparnaði þar sem í stað ávinnslu lífeyrisrétttinda í samtrygging- arsjóði safnar sjóðfélagi séreign sem erfist að fullu. Auk þess eru útgreiðslur sveigjanlegri og geta hafist við 60 ára aldur eða við örorku. Þá ber einnig að nefna úrræði stjórnvalda síðustu ár þar sem veitt er heimild til skatt- frjálsrar úttektar á uppsöfnuðu viðbótariðgjaldi vegna fyrstu íbúðarkaupa ásamt ráðstöfun viðbótariðgjalds inn á höfuðstól fasteignaláns. Við starfslok er algengt að ráð- stöfunartekjur fólks lækki og getur viðbótarlífeyris- sparnaður því verið mikilvæg viðbót vilji fólk leitast við að halda sambærilegum ráðstöfunartekjum fyrstu árin eftir starfslok. Þá má heldur ekki gleyma að vegna sveigj- anleika í útgreiðslum viðbótarlífeyrissparnaðar er mögu- legt að stýra útgreiðslum eftir hent- ugleika. Þannig má t.d. stýra greiðslum með þeim hætti að ráðstöf- unartekjur séu hærri á fyrri hluta líf- eyrisaldurs sem hugnast mörgum. Samspil á milli skyldulífeyris og viðbótarlífeyris Eftir að hafa reifað skyldulífeyris- sparnað og viðbótarlífeyrissparnað sitt í hvoru lagi er ekki úr vegi að skoða samspil milli hvors tveggja. Skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð má í mörgum tilfellum skipta á milli samtryggingar og séreignar kjósi sjóðfélagi svo. Í flestum tilfellum er þá um að ræða svokallaða tilgreinda séreign sem lýtur ákveðnum útgreiðslureglum en er að fullu erfanleg rétt eins og viðbótarlífeyrissparnaður. Nokkrir sjóðir bjóða svo upp á fleiri útgáfur af skiptingu milli samtryggingar og séreignar þar sem hlutfall skyldu- iðgjalds sem ráðstafað er í séreign er mishátt. Með þess- um ráðstöfunum er erfanleiki lífeyrissparnaðar aukinn sem og sveigjanleiki í útgreiðslum. Verum meðvituð um framtíðarhag Í hverjum einasta mánuði er dreginn hluti af launum okkar í lífeyrissparnað. Það er mikilvægt að gefa sér tíma í að skoða hvernig sparnaðinum er ráðstafað, hvaða möguleikar eru í boði og hver þeirra henti með tilliti til þeirrar áhættu sem vilji er til að taka. Í því samhengi er rétt að hafa í huga framtíðarmarkmið að baki lífeyris- sparnaðar og hversu langt er í starfslok. Flest höfum við val, þó mismikið, og því ættum við að gera sjálfum okkur þann greiða að halda okkur vel upplýstum, taka meðvit- aða ákvörðun og láta okkur lífeyrinn varða. LÍFEYRISMÁL Eva Rós Birgisdóttir sérfræðingur í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka Látum okkur lífeyrinn varða ” Ákveðin vernd er því fólgin í fjöldanum sem deilir með sér áhættunni af sveiflum á mörk- uðum, langlífi og öðrum forsendubreytingum. Bætt hreinlæti í nýjum heimi Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.