Morgunblaðið - 09.02.2022, Side 10

Morgunblaðið - 09.02.2022, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022FRÉTTASKÝRING ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Ég reikna ekki með hernaðarátökum á landamærum Úkraínu. En ef allt fer í háaloft þá er sennilega það besta sem litla Ísland gæti gert að senda uppistandarana Jón Gnarr og Ara Eldjárn á vígstöðvarnar, því eins og sálfræðingurinn Jordan Peterson minnti á í nýlegu hlaðvarpi hjá Joe Rogan þá missir fólk allan bardaga- mátt þegar það hlær. Íslendingar og Rússar eru andlega skyldir og ætti íslenskur húmor að eiga upp á pall- borðið hjá þessum frændum okkar í austri. Ótal sinnum hafa herir marserað í gegnum Úkraínu enda landið mitt á milli þriggja stórra valdablokka: í vestri eru Evrópuríkin, í austri Rúss- land og Tyrkirnir fyrir sunnan. Þessari grein fylgir einmitt mynd af málverki Ilya Repin af aldagömlu stríði á þessum slóðum. Málverkið sýnir kampakáta Zaporozhian- kósakka á vígstöðvunum í Austur- Úkraínu, og er eitt af mínum uppáhaldslistaverkum. Það hangir flennistórt uppi á vegg í Rík- islistasafninu í Sankti Pétursborg. Árið 1676 hröktu kósakkarnir á brott herlið Mehmeds IV. Ottómana- soldáns, en þrátt fyrir ósigurinn krafðist Mehmed þess að kósakk- arnir yrðu þegnar hans. Sendi hann kósökkunum bréf ritað í hefð- bundnum stórleiðtogastíl þar sem hann skrýddi sjálfan sig ótal titlum og krafðist tafarlausrar uppgjafar. Kósakkarnir svöruðu soldáninum með bréfi þar sem þeir reyndu að vera eins dónalegir og þeir gátu. Sumar móðganirnar skilja aðeins þeir sem eru ágætlega að sér um landafræði og atvinnulíf Evrópu á 17. öld: „Ó þú soldán, tyrkneski djöfull, návinur og ná- frændi kölska, og ritari sjálfs Lúsífers. Hvers lags furðuriddari sem þú ert – þú sem gætir ekki vegið broddgölt þó þú settist ofan á hann berrasaður. Megi herinn þinn éta djöfulsins skít. Aldrei skalt þú, hórusonur, gera kristna menn að þegnum þínum. Við óttumst herlið þitt ekki agnarögn og munum mæta ykkur hvort heldur á landi eða á sjó. Til fjandans með móður þína líka. Þú þarna babílónski smáþræll, makedónski vagnhjólasmiður, bruggari frá Jerúsalem, geitaserðir frá Alexandríu, egypski grísa- hirðir, armenska svín, pódílski þjófur, tart- arska karlhóra, böðull frá Kamayanets, og flón bæði þessa heims og undirheima, idjót fyrir ásjónu Guðs, barnabarn höggormsins og typpisbeygla. Svínsnef, merarrass, slát- urhúss-hundspott og óskírði ræfill. Ríddu þinni eigin móður. Við Zaparozhiu-kósakkar lýsum því yfir, óbermið þitt, að þú færð ekki svo mikið sem að gæta grísa fyrir kristið fólk. Látum við hér við sitja því við vitum ekki hvaða dagur er í dag og eigum ekki almanak. Tunglið er á himni, árið er Herrans, og sami dagur hér hjá okkur og hjá þér. Kysstu því á okkur rassinn.“ Ef menn ætla á annað borð að fara í stríð, þá er vissara að hafa húm- orinn í lagi. Rússneskar fréttir selja blöð Ég bjó í Rússlandi í tvö ár og stundaði þar nám við sama háskóla og Vladimír Pútín, Ivan Pavlov og sjálfur Vladimír Lenín. Samt ætla ég ekki að þykjast skilja rússnesku þjóðarsálina sérlega vel eða hafa mikið vit á rússneskum stjórnmálum. Rússneskan mín er orðin afskap- lega ryðguð enda var ég ekki sam- viskusamur námsmaður og notaði tímann í Sankti Pétursborg aðallega til að þræða listasöfnin, hlýða á óp- erur og eltast við laglega unga menn af álíka mikilli áfergju og Katrín mikla. Það litla sem ég veit með vissu er þetta: Rússar eru yndislegt fólk upp til hópa og rússnesk stjórnmál eru lagskipt, flókin og mótast enn þann dag í dag af atburðum sem gerðust fyrir mörgum hundruðum ára. Ef ástandið í Rússlandi er skoðað gaumgæfilega verður að teljast ólík- legt að komi til átaka á landamærum Rússlands og Úkraínu. Gildir einu þótt fjölmiðlar á Vesturlöndum hafi verið að fara á límingunum undan- farnar vikur. Það ágæta nafnlausa blogg Moon of Alabama, sem býður iðulega upp á vandaða og ferska greiningu á heimsmálunum, bendir á að frá árinu 2014 hafi það verið árlegur viðburður að fjölmiðlar hafa flutt æsifréttir af uppsöfnun herliðs og heræfingum Rússa í næsta nágrenni við Úkraínu. Fjölmiðlum á Vesturlöndum þykir fátt skemmtilegra en að skrifa hasar- fréttir um Pútín og Rússland en oft er ekki mikil innistæða fyrir því sem slegið er upp í fyrirsögnunum. Leo Tolstoy varaði einmitt við því að taka of mikið mark á umfjöllun fjölmiðla þegar stríðsátök virðast í aðsigi, því ekkert selur dagblöð jafn vel og stríðsfréttir. Í stórvirkinu Önnu Karenínu notar Tolstoy samtal á milli söguhetjanna Koznyshevs og prinsins Scherbatsky til að deila skoðunum sínum með lesandanum. Þegar hér er komið sögu í bókinni hafa Serbía og Svartfjallaland lýst yfir stríði á hendur Tyrkjum og mikil umræða um það í rússnesku sam- félagi að koma trúbræðrunum á Balkanskaganum til aðstoðar. Rúss- nesku dagblöðin keppast við að flytja æsifréttir af átökunum og hvetja unga menn til að halda rakleiðis á vígstöðvarnar. Koznyshev og Scher- batsky sitja í lest á leið frá Moskvu, og er vagninn fullur af borubröttum unglingum sem ætla aldeilis að láta Tyrkina fá það óþvegið. „Hinar menntuðu stéttir deila ekki lengur sín á milli heldur sýna algjöra samstöðu. Hvers kyns klofningur er farinn út í veður og vind, og allar stofnanir samfélagsins endurtaka sama boðskapinn aftur og aftur. Allir finna þann mikla straum sem hefur hrifið samfélagið og ber okkur öll í sömu átt,“ segir Koznyshev um hvernig þjóðin hefur sameinast í and- stöðu sinni við Tyrkina. „Já, það er rétt að dagblöðin segja öll það sama,“ svarar prinsinn. „En það sama gerist þegar froskarnir kvaka í þann mund sem stormur er að bresta á. Þegar þeir byrja þá heyrist ekkert annað.“ Þegar Alexander „sigraði“ Napóleon Til að byrja að skilja dýpt rúss- neskrar sögu, og þann bakgrunn sem Vladimír Pútín sprettur upp úr, er ágætt að rifja upp uppátæki Alex- anders I. Rússlandskeisara í Napóle- onsstyrjöldunum. Er næsta víst að flestir lesendur viti varla nokkurn skapaðan hlut um Alexander I., en að sama skapi er alveg öruggt að Pútín þekkir sögu hans út og inn. Alexander I. var nokkurs konar Donald Trump síns tíma: hann var óútreiknanlegur, hafði mikið álit á sjálfum sér og var vís til að segja eitt annan daginn og eitthvað allt annað þann næsta. Voru margir leiðtogar Evrópu á þeirri skoðun að Alexander I. væri ekki með öllum mjalla og ekki treystandi. Samt var hann ómissandi í stríðinu gegn Napóleon. Í huga Alexanders var það honum að þakka að Napóleon galt afhroð þegar hann reyndi að ráðast inn í Rússland. Í mörg ár höfðu leiðtogar Evrópu lagt drög að áætlun um að ráðast allir í einu á Napóleón næst þegar hann gæfi á sér höggstað, sem var jú það sem gerðist eftir innrásina í Rússland – en í huga Alexanders átti hann heiðurinn af aðgerðunum gegn Napóleon. Alexander leiddi sjálfur sókn rúss- neska hersins inn í Evrópu, í humátt á eftir herliði Napóleons, á meðan herir vinaþjóðanna gerðu það sama. En þegar París var í sjónmáli ákvað Rússlandskeisari að ná frönsku höfuðborginni á sitt vald – þvert á það sem bandalagsríkin höfðu sam- mælst um. Þess vegna var það Alex- ander sem handsamaði Napóleon og ákvað upp á sitt eindæmi, fyrir hönd alls hópsins, að láta undan flestum kröfum Frakkakeisara þegar hann var sviptur völdum. Alexander hrósaði sigri og fékk sínu framgengt með því að fylgja ekki reglunum og vera óútreiknan- legur. Er ekki laust við að megi greina þennan sama hugsunarhátt hjá mörgum leiðtogum Rússlands allt fram til okkar daga, hvort sem um var að ræða Stalín, Krútsjev, Jeltsín eða Pútín. Ef það er eitthvað sem segja má að einkenni Pútín, þá er það einmitt að enginn veit fyrir víst hverju hann gæti tekið upp á. Hann hefur lesið sögubækurnar vel. Enginn vill vera í hernum En Pútín er heldur enginn kjáni og honum liggur ekkert á að ná Úkraínu á sitt vald (að hluta eða í heild) ef það er nokkur hætta á að innrásin mis- lukkist. (Það er síðan efni í aðra grein að hvaða marki slík innrás væri réttlæt- anleg). Er ágætt að minna lesendur á að rússneski herinn er ekki neinn af- burðaher, og rússneska stjórnkerfið ekki beinlínis í fremstu röð. Margt getur farið úrskeiðis. Um herinn er það að segja að her- skylda er í Rússlandi, en aðeins þeir sem eru í neðstu lögum samfélagsins skrá sig í herinn enda vistin í herbúð- unum ömurleg. Þeir sem eiga ein- hverja örðu af pening komast hjá herskyldunni með því t.d. að múta lækni til að gefa út vottorð um ein- hvers konar heilsubrest. Um stjórnkerfið læt ég duga að segja lesendum frá litlu skilti sem ég rak augun í við farangursgeymslu stórrar lestarstöðvar í Moskvu. Þar var ritað með stórum stöfum: Opið 24 tíma á sólarhring, en síðan var bætt við með smærra letri: Lokað af tæknilegum ástæðum frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Það er ótalmargt sem ekki virkar sem skyldi í Rússlandi af tækni- legum ástæðum. Hvað er að marka kvakið í froskunum? Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Playa del Carmen ai@mbl.is Pútín er sá síðasti í röðinni af ótal rússneskum leiðtog- um sem hafa lagt sig fram við að vera óútreiknanlegir. Tolstoy minnir á að varast ætti að gera of mikið úr æsifréttum af bröltinu við landamæri Úkraínu. Málverk / Ilya Repin Málverk Ilya Repin af sigurreifum kósökkum í austursveitum Úkraínu. Þar hafa herir marserað í gegn ótal sinnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.