Morgunblaðið - 02.03.2022, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
Fermingar-
myndatökur
Einstök
minning
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hækkun vanrækslugjalds á síðasta
ári hefur ekki orðið til þess að færri
hafi trassað að færa ökutæki sín til
skoðunar. Raunar var vanrækslu-
gjaldið lagt á fleiri eigendur öku-
tækja á síðasta ári en gert hafði
verið í þrjú ár þar á undan. Heildar-
tekjur ríkisins af vanrækslugjaldi
hækkuðu verulega vegna þessa og
hækkunar gjaldsins. Þær voru 520
milljónir kr. á síðasta ári. Samtals
hafa verið innheimtir tæpir 5 millj-
arðar króna á þrettán árum.
Hækkað um 5 þúsund krónur
Vanrækslugjald er lagt á eigend-
ur ökutækja sem mæta ekki með
þau í lögboðna skoðun innan gefins
tímafrests. Gjaldið var lengi 15 þús-
und krónur fyrir venjulega einka-
bíla en hækkaði í 20 þúsund í maí á
síðasta ári. Gjaldið er 40 þúsund
fyrir stærri fólksflutningabíla og
vöruflutningabíla.
Svigrúmið er nokkurt. Þannig er
vanrækslugjald lagt á eigendur
ökutækja sem hafa 1 [skoðunar-
mánuður er janúar] sem endastaf
skráningarnúmers og ekki hafa
fært ökutækið til skoðunar fyrir lok
mars. Ef mætt er með bílinn til
skoðunar í apríl er veittur 50% af-
sláttur af vanrækslugjaldinu en eft-
ir það sendir sýslumaður fullt gjald
til innheimtu í heimabanka viðkom-
andi.
Ákveðið var síðastliðið haust að
tvöfalda gjaldið á þá eigendur öku-
tækja sem trassa að láta skoða áður
en tveir mánuðir eru liðnir frá
álagningu hins venjulega van-
rækslugjalds. Með því átti að herða
á mönnum að láta skoða og draga
úr hættu af slíkum ökutækjum í
umferðinni. Var talið að það myndi
ná til um þúsund bíla.
Hætt við aukna refsingu
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
sem annast álagningu vanrækslu-
gjaldsins vildi að eigendurnir yrðu
aðvaraðir áður en til þess kæmi en
hugbúnaður ökutækjaskrár bauð
ekki upp á það. Samgönguráðuneyt-
ið ákvað áður en hækkunin tók gildi
að fella reglugerðina úr gildi vegna
þess að lagagrundvöllur tvöföldun-
arinnar væri ekki tryggur.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas B. Guðmundsson, segir að
hækkun grunngjalds vanrækslu-
gjalds hafi ekki orðið til þess að
færri trössuðu að færa bíla sína til
skoðunar, eins og tölur í meðfylgj-
andi grafi sýna. Bendir í því sam-
bandi á að hækkunin hafi aðeins
verið í samræmi við hækkun verð-
lags.
Hann segist ekki vita hvort áform
séu uppi um að hækka gjaldið á þá
sem draga skoðunina lengst. Segir
Jónas að það sé lögreglunnar að
stöðva þær bifreiðir sem séu óskoð-
aðar í umferðinni en telur að það sé
ekki meðal forgangsmála hjá lög-
reglunni.
Vill geta sent áminningu
Jónas segir að stundum gleymi
fólk einfaldlega þessari skyldu
sinni. Hefur hann áhuga á að senda
eigendum ökutækja ábendingu í lok
skoðunarmánaðar. Það hafi ekki
verið mögulegt með hugbúnaði öku-
tækjaskrár en verið sé að endur-
nýja hann og vonast hann til að það
verði gert í framtíðinni. Það gæti
dregið úr þeim fjölda ökumanna
sem þyrftu að greiða vanrækslu-
gjald.
Færri standa sig þrátt fyrir hækkun
- Fleiri trössuðu að færa ökutæki sín til skoðunar á síðasta ári en árin á undan þrátt fyrir að van-
rækslugjald hafi verið hækkað - Ríkið hefur innheimt tæpa 5 milljarða í vanrækslugjald á 13 árum
Álagt vanrækslugjald á ökutæki 2012-2021
600
500
400
300
200
100
0
120
100
80
60
40
20
0
Milljónir kr. Þúsundir ökutækja
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
345
373 362
392 382
422 423
402
366
521
Milljónir.kr. Fjöldi (þús.)
4 milljarðar kr. alls var álagt
vanrækslugjald á tímabilinu
34 34 35
39
34
41
Heimild:Sýslum. á Vestfjörðum
Um tugur rússneskra frystitogara
hefur undanfarin ár landað í Hafnar-
firði yfir sumartímann og fram á
haust, en skipin hafa verið á karfa-
og grálúðuveiðum djúpt suðvestur af
landinu. Um það hvort hætt verði að
veita skipunum þjónustu í Hafnar-
firði í ljósi stríðsins í Úkraínu, segir
Lúðvík Geirsson hafnarstjóri að það
sé stjórnvalda að taka ákvörðun í
þeim efnum. Farið verði að fyrir-
mælum frá stjórnvöldum berist þau
og staðan verði væntanlega rædd í
hafnarstjórn á næstunni.
Tveir rússnesku togaranna hafa
haft vetursetu í Hafnarfirði í vetur
eins og undanfarin ár. Annar þeirra
var tekinn í flotkví í Hafnarfirði í
vikunni og ráðgert er að hinn verði
einnig tekinn upp áður en vertíð
hefst er líður á aprílmánuð.
Yfir 20 þúsund tonn
Þessi skip eru frá Kaliníngrad, en
önnur skip sem sækja í karfa og grá-
lúðu á Reykjaneshrygg koma frá
Múrmansk og Pétursborg. Þau skip
hafa heimildir til þorskveiða í Bar-
entshafi og að lokinni vertíð þar
halda þau til veiða suðvestur af Ís-
landi.
Skipin hafa landað og millilandað
beint í flutningaskip í Hafnarfirði og
var afli þeirra liðlega 20 þúsund tonn
í fyrra að sögn Lúðvíks. Það magn
sem fer í land í Hafnarfirði hefur
heldur aukist. aij@mbl.is
Farið verður að fyrirmælum stjórnvalda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veturseta Tveir rússneskir togarar hafa verið í Hafnarfirði í vetur. Annar var tekinn í flotkví í vikunni en hinn liggur við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.
Heildarorkukostnaður er hæstur í
Grímsey, 327 þúsund krónur á ári,
en þar er rafmagn framleitt og hús
kynt með olíu. Þessi kostnaður er
áfram lægstur á Seltjarnarnesi,
Flúðum og í Mosfellsbæ eða 153 þús-
und krónur á ári. Þetta kemur fram í
útreikningum sem Orkustofnun hef-
ur gert fyrir Byggðastofnun. Miðað
er við gjaldskrár 1. september 2021.
Reiknaður hefur verið út kostnað-
ur á ársgrundvelli við raforkunotkun
og húshitun á sömu fasteigninni á
nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreif-
býli. Miðað er við 140 fermetra ein-
býlishús sem er 350 rúmmetrar. Al-
menn raforkunotkun, það er önnur
raforka en fer til húshitunar og er
notuð fyrir ljós og heimilistæki. Mið-
að er við 4.500 kWst í almennri raf-
orkunotkun og 28.400 kWst við hús-
hitun án varmadælu en 14.200 kWst
með varmadælu.
Lægsta mögulega raforkuverð
með flutnings- og dreifingarkostnaði
fyrir viðmiðunareignina er hjá Veit-
um í Reykjavík, Kópavogi og austur-
hluta Garðabæjar, á Seltjarnarnesi,
Kjalarnesi, Akranesi og í Mos-
fellsbæ um 78 þúsund kr. „Árið 2020
var lægsta mögulega verð í dreifbýli
53% hærra en lægsta mögulega verð
í þéttbýli en árið 2021 hafði bilið
lækkað niður í 32% vegna aukins
dreifbýlisframlags.“
Lægsti húshitunarkostnaður er á
Flúðum, um 68 þúsund kr., þarnæst í
Brautarholti á Skeiðum og á Sel-
tjarnarnesi um 75 þúsund kr. Lægsti
húshitunarkostnaður er um þriðj-
ungur af kostnaðinum þar sem hann
er hæstur. gudni@mbl.is
Orkan dýrust í Grímsey
- Tvöfaldur munur á kostnaði við heildarorkukaup heimila
- Lægsta raforkuverðið var hjá Veitum við Faxaflóann
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grímsey Þar er notuð olía til að
framleiða rafmagn og kynda húsin.