Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.03.2022, Side 6

Morgunblaðið - 02.03.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið neikvætt í ósk lóðarhafa Bú- staðavegar 151 um að fá að reisa íbúðarhús í stað atvinnuhúsa eins og tiltekið er í deiliskipulagi. Umrædd lóð liggur að Reykjanesbraut gegnt Elliðaánum og er við hlið gömlu hesthúsa Fáks og veitingahússins Sprengisands. Fram kemur í bréfi ARKÍS arki- tekta til skipulagsfulltrúa að lóð- arhafar hafi falið þeim að kanna þró- un byggðar við Bústaðaveg 151 B-D. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint fyrir verslun og þjónustu. Sam- kvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 10.873 fermetra atvinnuhúsnæði ofanjarðar á lóð- unum. Þær liggi að íbúðahverfi Gerða og njóti þeirra innviða sem eru til staðar í Háaleitis- og Bú- staðahverfi. Enn fremur tengist lóð- irnar útivistarsvæðinu í Elliðaárdal um undirgöng undir Reykjanes- braut og séu mjög vel staðsettar með tilliti til samgangna. „Mikil eftirspurn er eftir íbúðar- húsnæði á nærliggjandi svæðum. Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði er hins vegar minni. Í ljósi þessa hafa verið unnar tillögur að mögulegu fyrirkomulagi íbúðabygginga á lóð- inni,“ segir í bréfi ARKÍS. Tillögurnar byggi á sambærilegu byggingarmagni og hæðum bygg- inga og heimilað er í gildandi deili- skipulagi, en form og fyrirkomulag bygginga sé sniðið að íbúðahúsnæði. Rétt við fjölfarin gatnamót Tillagan útiloki þó ekki möguleika á blandaðri notkun, til dæmis með atvinnuhúsnæði á hluta jarðhæða. Í umsögn skipulagsfulltrúa kemur fram að skipulagsyfirvöld í Reykja- vík horfi með nokkurri eftirvænt- ingu til uppbyggingar á lóðunum samkvæmt núverandi skipulags- áætlunum. Lóðirnar séu staðsettar á mjög áberandi stað í borgarlandinu þar sem sýnileiki væntanlegra fyr- irtækja/skrifstofa verður ríkjandi í borgarinnréttingunni við ein fjöl- förnustu gatnamót landsins. Stað- setning þessara atvinnu- og þjón- ustulóða sé með öðrum orðum fyrsta flokks. „Hins vegar, ef rýnt er í er nið- urstöður samgöngulíkans fyrir höf- uðborgarsvæðið frá september 2020 sem unnið var af verkfræðistofunni Mannvit[i] og ráðgjafarfyrirtæk- i[nu] COWI fyrir Vegagerðina, er ljóst að við Reykjanesbrautina næst reitnum er áætlað að umferðarmagn árið 2024 verði 80-90 þúsund öku- tæki á sólarhring sem er sambæri- legt og á Hafnarfjarðarvegi í Foss- vogi í dag. Ljóst er að hljóðvist við Reykjanesbraut verður alltaf vanda- mál og mjög erfitt um vik að móta vistleg útisvæði í tengslum við íbúð- arhúsnæði á reitnum,“ segir í um- sögn skipulagsfulltrúa. Því felst hann ekki á tillögur umsækjanda varðandi breytta notkun úr atvinnu- húsnæði í íbúðir á lóðum nr. 151 B-D við Bústaðaveg. Fá ekki að byggja íbúðir við Elliðaár - Talin fyrsta flokks staðsetning atvinnu- og þjónustulóða Tölvumynd/ARKÍS arkitektar Bústaðavegur 151 Hugmyndir arkitektanna að útliti íbúðarhúsanna. Reykjanesbrautin sést til hægri á myndinni. Veðurstofan hefur komið á fram- færi við umhverfis- og samgöngu- nefnd Alþingis áhyggjum sínum vegna langvarandi skorts á fjár- magni til vöktunar á vatns-, vind- og jarðhitaauðlindum landsins. Það gerir stofnunin í umsögn um tillögu til þingsályktunar um þriðja áfanga rammaáætlunar, þótt hún lýsi ekki efnislegri skoðun sinni á því máli. Fram kemur að vatnamælikerfi Veðurstofunnar er grunnkerfi í vöktun á vatnafari landsins. Í rúm- an áratug hafi fjárveiting til al- mennrar grunnvöktunar stofnunar- innar dregist saman um meira en 40%. Á sama tíma hafi umfang samninga við orkufyrirtækin og Orkustofnun um rekstur vatnshæð- armæla og veðurstöðvar minnkað verulega. Niðurskurðinum hafi ver- ið mætt með fækkun mæla í vatna- mæli- og veðurstöðvakerfum lands- ins. Því fækki sífellt langtíma- röðum vatns og veðurs sem notaðar eru við grundvallarmat á auðlind- unum og breytileika þeirra. „Á sama tíma skín í gegnum þá tillögu sem send hefur verið til umsagnar [rammaáætlun] að mjög víða vantar grunngögn til að taka ákvarðanir um nýtingu eða verndun. Á það hik- laust við um vatnafræði-, vistfræði- og veðurtengd gögn,“ segir í um- sögninni. Skiptingu kostnaðar við rekstur stórs hluta vatnamælikerfisins er lýst þannig í umsögninni að Orku- stofnun kosti þá mæla sem tengjast mögulegum framtíðarvirkjunum, orkufyrirtæki, þar á meðal Lands- virkjun, kosti mælingar á þeim svæðum sem þau hafa rannsóknar- eða virkjunarleyfi á og Veðurstofan stendur að mælingum vegna grunn- rannsókna á vatnsauðlindinni, þar á meðal mati á flóðum og þurrðum, umhverfisþáttum og langtíma- breytingum vegna loftslagsbreyt- inga. Bendir Veðurstofan á breytingar sem verði við afgreiðslu ramma- áætlunar. Orkustofnun og orkufyr- irtækin muni hætta vatnamæl- ingum í þeim vatnsföllum sem færast í verndarflokk. Það muni hafa áhrif til framtíðar, meðal ann- ars vöktun á mörgum af stærri jökulám landsins. Þær krefjist vökt- unar vegna mögulegra flóða, auk þess sem rennslisraðir séu nauðsyn- legar fyrir vöktun vatnafars lands- ins, mats á afleiðingum loftslags- breytinga á vatnafar og hættumats vegna flóða. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Skaftárhlaup Mælingar Veðurstofu á vatnafari gegna mikilvægu hlutverki. Dregið úr vöktun vatnsauðlindar - Vatnamælingar skornar niður við trog Guðrún Kristjáns- dóttir, fyrrverandi grunnskólakennari, lést á líknardeild Land- spíta 26. febrúar sl., 73 ára að aldri. Guðrún fæddist 8. júní 1948 á Hellissandi. Foreldrar hennar voru Þórdís Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Kristján J. Gunn- arsson, skólastjóri, borgarfulltrúi og fræðslustjóri í Reykja- vík. Guðrún lauk prófi frá Kvennaskól- anum 1968 og starfaði síðan sem grunnskóla- kennari við nokkra grunnskóla í Reykjavík fram til ársins 2013, síð- ast við Rimaskóla. Fyrri eiginmaður Guð- rúnar var Ágúst Svav- arsson byggingartækni- fræðingur sem lést 2019. Börn þeirra eru Erla Björk viðskiptafræð- ingur og Kristján Orri al- þjóðamarkaðsfræðingur. Seinni eiginmaður Guð- rúnar er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrv. borgarstjóri. Andlát Guðrún Kristjánsdóttir Manni, sem féll útbyrðis úr Zodi- ac-báti á siglingu milli Þormóðs- skers og Akraness 24. nóvember 2020, var bjargað úr sjónum eftir um tíu mínútur og var hann þá þrekaður og kaldur. Þrír menn voru í bátnum í verkefni á vegum vitasviðs Vegagerðarinnar. Eftir að öðrum bátsverjum hafði tekist að ná manninum um borð var siglt til hafnar á Akranesi og var báturinn kominn þangað 30-40 mínútum síðar. Bátsverjinn sem lenti í sjónum var færður úr blaut- um fötum en ekki farið með hann til skoðunar og/eða aðhlynningar á sjúkrahúsi heldur var honum ek- ið heim. Maðurinn kvaðst hafa ver- ið kaldur í þrjár klukkustundir og afleiðingar þess reynst alvarlegar. Rannsóknanefnd samgöngu- slysa, siglingasvið, hefur fjallað um málið og í nefndaráliti segir að orsök atviksins megi rekja til óvænts sjólags. Nefndin telur ljóst að ástand mannsins sem lenti í sjónum hafi gefið fullt tilefni til skjótrar og faglegrar aðhlynn- ingar. Þá er talið ámælisvert að ekki hafi verið farið eftir verklags- reglu, m.a. um að tveir bátar væru ávallt í samfloti. Tilefni til faglegrar aðhlynningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.