Morgunblaðið - 02.03.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.03.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 Elísabet Sveins- dóttir markaðs- stjóri gefur kost á sér í 3. sætið í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi. Fram kemur í tilkynningu frá Elísabetu að hennar hjartans mál sé almenn velferð íbúa bæjarins með áherslu á styrka fjármálastjórn. Grunnurinn að heilbrigðu bæjarfélagi sé styrk fjármálastjórn eða 0% sóun fjár- muna því þannig sé hægt að gera svo margt annað sem auki velferð og velsæld íbúa. Hana dreymi sömuleiðis um að umhverfis- og sjálfbærnimál verði sett af ein- hverri alvöru á dagskrá. Sækist eftir 3. sæti á D-lista í Kópavogi Elísabet Sveinsdóttir Sara Dögg Svan- hildardóttir bæj- arfulltrúi leiðir lista Viðreisnar í Garðabæ í sveit- arstjórnarkosn- ingunum í maí. Tillaga upp- stillingarnefndar um lista var sam- þykkt á fé- lagsfundi á mánudagskvöld. Í öðru sæti á listanum er Guð- laugur Kristmundsson markaðs- stjóri og Rakel Steinberg Sölva- dóttir frumkvöðull er í 3. sæti. Haft er eftir Söru Dögg í tilkynn- ingu að Viðreisn í Garðabæ muni leggja sterka áherslu á fjölskyldu- vænt, umhverfisvænt og fjölbreytt samfélag. Sara Dögg leiðir lista Viðreisnar Sara Dögg Svanhildardóttir 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Opinn fundur þingmanna og ráðherra Framsóknar um stórumyndina í heimsmálunum. Fimmtudaginn 3. mars í Hvammi, Grand hótel kl. 20:00. Tækifæri til að hittast og ræðaþað semefst er á baugi. Verið velkomin Framsókn BLIKURÁLOFTI Í EVRÓPU – STAÐA ÍSLANDS framsokn.is Miðgildi aldurs íbúa í Evrópusam- bandinu náði 44,1 ári 1. janúar 2021 og var 0,2 árum hærra en ári áður, að sögn Eurostat, hagstofu ESB. Þetta þýðir að helmingur íbúa álf- unnar var eldri en 44,1 árs og hinn helmingurinn yngri. Miðgildið hækkaði um 2,5 ár, eða að meðaltali um 0,25 ár á ári, frá 2011 til 2021. Miðgildið var 41,6 ár þann 1. janúar 2011. Miðgildi aldurs á Íslandi hækkaði um 1,7 ár á þess- um áratug. Það var 36,7 ár í byrjun árs 2021. Meðalaldur Íslendinga var 38,4 ár þann 1. janúar 2021 en 36,6 ár 1. janúar 2011. Miðgildi aldurs íbúa í löndum ESB var lægst á Kýpur, 38 ár, 1. janúar í fyrra, svo 38,5 ár á Írlandi og 39,6 ár í Lúxemborg. Þetta voru einu ESB-löndin þar sem miðgildið var undir 40 árum. Það var hæst 47,6 ár á Ítalíu, svo 45,9 ár í Þýskalandi og 45,8 ár í Portúgal. Miðgildið hækkaði í nær öllum ríkjum ESB milli 2011 og 2021. Það hækkaði um meira en fjögur ár á Spáni, í Portú- gal, Grikklandi, Írlandi og Slóvakíu. Hins vegar lækkaði það í Svíþjóð og fór úr 40,8 árum 2011 niður í 40,6 ár árið 2021. gudni@mbl.is Miðgildi aldurs Evrópubúa 1. janúar 2011 og 1. janúar 2021 45 40 35 30 25 Ty rk la nd Ís la nd Al ba ní a Ký pu r Ír la nd Sv ar tf ja lla la nd N -M ak ed ón ía Lú xe m bo rg M al ta N or eg ur Sv íþ jó ð Sl óv ak ía Pó lla nd B el gí a Fr ak kl an d D an m ör k Ei st la nd H ol la nd Sv is s Rú m en ía Fi nn la nd Té kk la nd Au st ur rík i U ng ve rja la nd Le tt la nd Se rb ía E S B -m eð al ta l Li th áe n Kr óa tía Sl óv en ía Li ec ht en st ei n Sp án n B úl ga ría G rik kl an d Po rt úg al Þý sk al an d Íta lía 3 2, 8 3 2, 8 3 6, 7 3 6 ,7 37 ,6 37 ,6 3 8 ,0 3 8 ,0 3 8 ,5 3 8 ,5 3 9, 3 3 9, 3 3 9, 5 3 9, 5 3 9, 6 3 9, 6 4 0 ,1 4 0 ,1 4 0 ,2 4 0 ,2 4 0 ,6 4 0 ,6 4 1, 4 4 1, 4 4 1, 6 4 1, 6 4 1, 8 4 1, 8 4 2, 1 4 2, 1 4 2, 2 4 2, 2 4 2, 5 4 2, 5 4 2, 7 4 2, 7 4 2, 7 4 2, 7 4 3, 0 4 3, 0 4 3, 3 4 3, 3 4 3, 3 4 3, 3 4 3, 6 4 3, 6 4 3, 6 4 3, 6 4 3, 9 4 3, 9 4 4 ,0 4 4 ,0 4 4 ,1 4 4 ,1 4 4 ,1 4 4 ,1 4 4 ,4 4 4 ,4 4 4 ,4 4 4 ,4 4 4 ,6 4 4 ,6 4 4 ,7 4 4 ,7 4 5, 0 4 5, 0 4 5, 5 4 5, 5 4 5, 8 4 5, 8 4 5, 9 4 5, 9 4 7, 6 4 7, 6 2011 2021 Heimild: Eurostat Evrópuþjóðir að eldast Varhugaverð sigling er yfirskrift skýrslu siglingasviðs RNSA þar sem fjallað er um atvik út af Bjargtöngum í svartaþoku í júlí í fyrra þar sem togarinn Helga María RE og plastbáturinn Garri BA áttu í hlut. Í sérstakri ábend- ingu RNSA er bent á skyldu skipstjórnarmanna til að hafa stöðuga hlustun á neyðarrás 16. Helga María var á togferð til suðausturs en Garri á vestlægri stefnu á mikilli ferð og var talið að árekstrarhætta hefði skapast þar sem Garri virtist stefna á togarann. Skipstjóri Helgu Maríu reyndi, ásamt Vaktstöð siglinga, ítrekað að ná talstöðvar- og síma- sambandi við Garra án árangurs. Skipstjóri Helgu Maríu taldi sig hafa afstýrt árekstri með því að setja skipið á fulla ferð aftur á bak og hífa inn togvíra. Við rannsókn kom fram að ratsjá Garra var biluð að sögn skipstjóra og AIS-tæki tengd við plotter. VHF-talstöð bátsins var ekki stillt á „dual watch“ (hlustun á rás 16 og aðra rás) og því heyrði skipstjóri ekki þegar kallað var. Skipstjóri Garra var í sinni fyrstu ferð með bátinn og sagðist hann hafa séð til Helgu Maríu en talið fjarlægðina vera meiri en raun var. Varhugaverð sigling út af Bjargtöngum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hætta Litlu munaði að tvö skip rækjust saman út af Bjargtöngum. Friðjón R. Frið- jónsson, fram- kvæmdastjóri og varaþingmaður, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórn- arkosningar í vor. Í tilkynningu segir Friðjón að hann gefi kost á sér til að taka þátt í þeirri breyt- ingu sem hann telji nauðsynlegt að verði í nálgun Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og stjórnun borg- arinnar. Bæði þurfi að koma til breytt vinnubrögð og ný hugsun. Reykjavík hafi breyst og þróast á undanförnum árum og taka þurfi mið af þeim breytingum. Gefur kost á sér í 2. sæti á D-lista Friðjón R. Friðjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.