Morgunblaðið - 02.03.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 02.03.2022, Síða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 F lestir siðir og hefðir eiga sér langa sögu. Í föstu- inngangi íhugum við gjarnan sögu bollu- dags, sprengidags og öskudags. Þeir eiga rætur sínar í kjötkveðjuhá- tíðum kirkjunnar, sem hafa þó að- allega haldist í kaþólskum lönd- um. Við hjónin höfum átt því láni að fagna að hafa oft verið erlendis á þessum dögum og höfum til dæm- is upplifað hina frægu Mardi gras- hátíð í New Or- leans í Bandaríkj- unum þar sem skrúðgöngur eru dag eftir dag alla helgina í föstu- inngangi, en það eru einmitt dag- arnir fyrir öskudag, sem er hinn formlegi upphafsdagur föstunnar. Á Mardi gras-hátíðinni klæðist fólk ævintýralegum búningum og hengir á sig alls konar festar og skraut. Lifandi tónlist í jazz-stíl hljómar alls staðar og mikil gleði leikur í loftinu. Oft tekur það fólk langan tíma að undirbúa skrúð- göngurnar sem oft er gert í félagi við vinahóp eða félagasamtök. Einnig höfum við upplifað skrúðgöngur á La Gomera sem er ein af sjö eyjum Kanaríeyja. Þar eru skrúðgöngurnar fjöl- skylduvænni en í New Orleans. Þar eru fjölskyldurnar saman í skrautlegum búningum og mikil lifandi tónlist leikin undir göng- unni. Íhugun Eitt sinn vorum við í Taizé, sem er lítið þorp í Frakklandi, á ösku- daginn og sá dagur hafði yfir sér mikinn alvörublæ, enda er Taizé staður þar sem allar kirkjudeildir koma saman til bænahalds og íhugunar við undurfallega og ró- andi tónlist. Á öskudaginn var gert krossmark á enni okkar með ösku og við minnt á forgengileika lífsins, iðrun og yfirbót. Bolludagur, sprengidagur, öskudagur En hvernig tengist þetta allt bolludegi, sprengidegi og ösku- degi? Bolludagur og sprengidagur eru eiginlega okkar kjötkveðjuhá- tíðir. Áður fyrr var talað um að fasta við hvítan mat og að fasta á kjöt. Á bolludaginn er borðað hvítt hveiti og rjómi, sem ekki átti að borða á föstunni og eins mikið kjöt og hægt var í sig að láta á sprengidaginn og fasta síðan á kjöt fram að páskum. Á þessum árstíma var hér á ár- um áður lítið um ný- meti. Kjöt var hangið og saltað og því var hefðin áður að borða hangikjöt eða saltkjöt á þessum degi, en salt- kjötið hefur orðið ofan á í seinni tíð. Sú hefð skapaðist hins vegar á Íslandi að börn fóru í búninga á öskudaginn. Í mínu ungdæmi voru það þó aðallega öskupokarnir skemmtilegu sem einkenndu þennan dag, en á Akureyri var kötturinn sleginn úr tunnunni og hópar barna klæddu sig upp, gengu í hópum um bæ- inn og sungu í búðum. Fastan En hvernig höldum við föstuna nú? Neitum við okkur um eitthvað á þessum tíma. Ég held ekki samkvæmt þessari gömlu skilgreiningu, en við erum samt sem áður alltaf að sjá betur og betur hvað föstur gera okkur gott hvort sem það er 16/8, 15/9 eða hvað þetta heitir nú allt saman. Þótt við höldum ekki í mat- arhefðir alla föstuna finnst mér samt sem áður að hún sé inngróin í íslensku þjóðarsálina, en það hafa passíusálmarnir gert um ald- ir. Þegar lútherskur siður tók við af hinum kaþólska varð mikil breyting á trúarlífi Íslendinga. Á Hólum í Hjaltadal kom Biblían út í íslenskri þýðingu árið 1584. Hún var þó of dýr til að almenningur gæti eignast hana. Kirkjurnar gátu þó keypt hana og farið var að lesa orð Guðs á íslensku í mess- um. Árið 1666 komu síðan út á Hólum Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. Þá gat allur almenn- ingur eignast og voru þeir lesnir á húslestrum á hverju heimili alla föstuna, einn á dag fram að pásk- um. Þegar Ríkisútvarpið hóf út- sendingar sínar árið 1930 lögðust húslestrarnir að miklu leyti af, en þá var farið að lesa Passíusálm- ana í útvarpi alla föstuna og er svo enn. Eftir að sjónvarpið og aðrar útvarpsrásir tóku yfir var sá siður tekinn upp í mörgum kirkjum að lesa alla passíusálmana á föstu- daginn langa og þannig hefur lestur þeirra haldist óslitinn frá 1666 allt til dagsins í dag eða í 356 ár. Guð gefi að við eigum inni- haldsríkan föstutíma þar sem við íhugum líf okkar og samfélag okk- ar við Guð og getum fagnað upp- risuhátíðinni á páskadag með hug og hjarta og í einlægri gleði. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Unsplash, Ian Stauffer Fastan Gott er að íhuga líf sitt og samfélag við Guð. Upphaf föstu Solveig Lára Guðmunds- dóttir Höfundur er vígslubiskup á Hólum. holabiskup@kirkjan.is Solveig Lára Guðmundsdóttir Guð gefi að við eigum innihaldsríkan föstutíma. Á hverju ári komast hvað eftir annað í frétt- ir snjóflóð, grjóthrun og aurskriður sunnan Múlaganga, á svæðinu norðan Dalvíkur, sem enginn treystir. Það vekur spurningar um hvort heppilegra hefði verið ef allir þingmenn Norðausturkjördæmis hefðu strax brugðist við þessu vandamáli í stað þess að blekkja Alþingi til að samþykkja tillögu Steingríms J. um misheppnaða fjármögnun Vaðla- heiðarganga í formi vegtolla. Enn erfiðara verður að taka á þessu vandamáli þegar fréttir berast af því síðar meir að aurskriður eyði- leggi endanlega alla vegtengingu nýja sveitarfélagsins á Tröllaskaga við byggðir Eyjafjarðar. Á meðan kjörnir þingmenn Norð- austurkjördæmis vilja ekki tvíbreið veggöng 1-2 km norðan Dalvíkur eykst hættan á því að Vegagerðin losni aldrei við svikamyllu Vaðla- heiðarganga. Í kjölfarið munu ís- lenskir skattgreiðendur sjá á for- síðum dagblaðanna fyrirsögnina „Gjaldþrot ríkissjóðs“ að undirlagi Steingríms J. Fljótlega gætu von- sviknir heimamenn norðan Lág- heiðar séð ástæðu til að skrifa ein- angrun Fjallabyggðar við landsbyggðina á reikning jarðfræð- ingsins úr Þistilfirði þegar það fréttist að meðalumferð í Vaðlaheið- argöngum nær aldrei þeim heildar- fjölda sem fer daglega í gegnum Hvalfjarðargöngin. Með uppsetningu snjóflóðaskáp- anna á hættulegu svæði sunnan Múlaganganna voru gerð alvarleg mistök sem valda íbúum Dalvíkur- og Fjallabyggðar óbætanlegu tjóni þótt síðar verði. Þessi mistök, sem Vegagerðinni er alveg sama um, segja ekkert að Fjalla- byggð, Dalvík og Ak- ureyri séu á einu sam- felldu atvinnusvæði með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Of mikil snjóþyngsli og blindbylur koma í veg fyrir að Akureyringar geti daglega sótt vinnu til Siglufjarðar, sem yrðu 154 km báðar leiðir. Til þess er áhættan og vegalengd- in frá höfuðstað Norð- urlands of mikil þegar fárviðri hrellir vegfarendur, þvert á allar veðurspár, sem erfitt er að treysta. Af þessum sökum hefði fyrst átt að afskrifa Múlagöngin og fresta Vaðlaheiðargöngum tíma- bundið. Engin spurning er hvort aurskriður muni eyðileggja alla veg- tengingu Fjallabyggðar við Eyja- fjarðarsvæðið heldur hvenær. Skeytingarleysi þingmanna Norðausturkjördæmis sem leiða þetta vandamál hjá sér, og sjá ekk- ert nema vegtoll á hvern bíl í Vaðla- heiðargöngum, er til háborinnar skammar. Áhrif lokana út að Múla- göngunum og stöðug óvissa um hvort það bjóði hættunni heim að moka 12-13 km langan veg að ein- breiðu slysagildrunni veldur mikl- um vandræðum, sem heimamenn í Fjallabyggð láta aldrei bjóða sér næstu áratugina. Snjóflóðin á þessu stórhættulega svæði við utanverðan Eyjafjörð vekja spurningar um hvort óhjákvæmilegt verði næstu áratugina að loka alla vetrarmán- uðina veginum norðan Dalvíkur á meðan tvíbreið veggöng, í stað ein- breiðu slysagildrunnar, eru ekki í sjónmáli. Sunnan Múlaganganna, sem voru grafin alltof utarlega, er þetta ástand engum bjóðandi. Það eyðileggur frekar sameiningu Eyja- fjarðar og Fjallabyggðar, á meðan þingmenn Norðausturkjördæmis víkja sér undan í flæmingi og kjósa frekar að bjóða heimamönnum birg- inn. Þá er það líka óþolandi að þessir landsbyggðarþingmenn skuli þegar þeim hentar sigla undir fölsku flaggi, í þeim tilgangi að troða sam- gönguhneykslinu gegnt Akureyri fram fyrir önnur þarfari verkefni á Vestfjörðum og Austurlandi, sem þola enga bið. Allar tilraunir til að sameina Eyjafjörð og Fjallabyggð, án jarðganga sem skulu vera 2 km norðan Dalvíkur, heppnast aldrei. Allt tal um að snjóflóð, aurskriður og grjóthrun loki veginum sunnan Múlaganganna í aðeins einn dag á ári er notað sem vopn til að af- skræma allar staðreyndir um sam- göngurnar við utanverðan Eyja- fjörð. Þannig reyna stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga að níða skóinn af íbúum Dalvíkur- og Fjallabyggðar. Óbreytt ástand sunnan einbreiðu Múlaganganna réttlætir ekki að heimamönnum í nýja sveitarfélaginu sé neitað um betra aðgengi að innan- landsfluginu næstu áratugina, á meðan þingmenn Norðaustur- kjördæmis sýna tillögunni um tví- breið veggöng undir Siglufjarðar- skarð og 2 km norðan Dalvíkur fyrirlitningu. Tímabært er að allir þessir lands- byggðarþingmenn flytji á þessu kjörtímabili frumvarp um að af- skrifa Múlagöngin endanlega til að stöðva einangrun Fjallabyggðar við hringveginn um ókomin ár. Ákveðum strax tvíbreið göng 1-2 km norðan Dalvíkur. Eftir Guðmund Karl Jónsson » Af þessum sökum hefði fyrst átt að afskrifa Múlagöngin og fresta Vaðlaheiðar- göngum tímabundið. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Múlagöngin skal afskrifa Erum við að vakna upp til þess vonda veruleika, að almenn- ur vopnaburður er ekki lengur hugs- anleg ógn, heldur blákaldur veruleik- inn? Ekki er lengur aðeins um kylfur og hnífa að ræða, byssan sjálf er komin til sög- unnar. Í viðtali við lögregluna eftir skotárásina í mið- borginni hinn 11. þ.m. kemur fram, að það sé orðið algengt að menn fari vopnaðir í bæinn. Spurt var, hvort árásarmennirnir væru innlendir eða erlendir og svarið var: Þeir eru íslenskir ríkisborg- arar. Landamæri Íslands, sem frá alda öðli hafa verið dyggilega var- in af sjálfu Atlantshafinu, eru síð- an við tengdumst Schengen, væg- ast sagt galopin. Yfirvöld hafa verið mjög spar- söm eða öllu heldur nísk á allar fréttir um hvaða vandkvæði hafa fylgt því samstarfi. Þrátt fyrir þöggun hafa fréttaglefsur lekið til almennings um skipulögð glæpa- gengi frá Austur-Evrópu sem stunda hér búðarþjófnað, innbrot, rán, vændi, síaukinn vopnaburð og morð. Einnig eru svo fíkniefnin sem framleidd eru hér á landi og einnig seld til útlanda. Er ekki kominn tími til að end- urskoða lög um innflytjendur þannig að ekki sé hægt að grípa til lagaklækja, eins og fréttir segja að Rauði krossinn hafi stundað með 15 lögmenn á mála, til þess að vinna að því að reyna að hnekkja úrskurði löglegra stofnana um brottvísun og látið okkur borga. Nú eru hátt í 500 slíkir á bið sem áttu að vera farn- ir úr landi en eru hér enn þá og auðvitað á framfærslu okkar. Samfélag okkar er fámennt og viðkvæmt og „ekki þarf nema einn gikk í hverja ver- stöð“. Varnarmátt- urinn er lítill og lög- gæslumenn í þröngri stöðu, ekki síst hvað eigið öryggi varðar. Svo virðist sem núgildandi lög dugi ekki til verndar öryggis okkar eigin lands og lýðs. Hvern hefði órað fyrir því að í fyrirmyndarríkinu Svíþjóð rynni sá dagur upp, að lögreglan þar treysti sér ekki til þess að fara inn í „ótrygg hverfi“ í sænskum borg- um? Og í sjálfri kóngsins Kaup- mannahöfn eru háðir byssubardag- ar á milli glæpagengja á götum úti. Lítið er vitað um ástandið í öðrum borgum ríkja ESB, enda flytur „RÚV okkar allra“ sárafáar fréttir þaðan, þótt við séum orðin tengd ESB, bæði beint og óbeint. Vöknum upp og tökum kíkinn frá blinda auganu og lærum af ótrúlegum mistökum frændþjóða okkar, Dana og Svía. Orðtakið „sjaldnast launar kálfur ofeldið“ á einkar vel við í þessu samhengi. Nefndar þjóðir tóku af góð- mennsku sinni á móti fjölda flótta- manna frá ríkjum, þar sem trúar- brögð, menning og almennar siðvenjur eru gjörólíkar því sem við, Norðurlandabúar, eigum að venjast. Annað og verra er að oft- ar en ekki banna trúarbrögð þessu flóttafólki að taka upp siði okkar og venjur og þar stendur hnífurinn í kúnni. Vilja og getu til aðlögunar að nýju samfélagi vant- ar. Umræðan leitar mikið í þann farveg að það sé mannvonska að taka ekki skilyrðislaust á móti flóttamönnum, en er þá ekki verið að hengja „bakara fyrir smið“? Eru það ekki þeir, sem hrekja menn á flótta, sem eru „vondu karlarnir?“ Gestum, boðnum jafnt sem óboðnum, ber að virða siði og háttu húsráðenda. Gamalt nor- rænt máltæki segir: „Man skal fölge Landskik eller Landfly.“ Betur er tæpast hægt að orða það. Okkur er mikill vandi á hönd- um. Ásókn í búsetu hér fer ört vaxandi og mun breytt afstaða frændþjóða okkar til móttöku flóttafólks eiga sinn þátt í því. Er ekki kominn tími til þess, að þjóð- in sé spurð hvert skuli stefna? Nú þegar hafa erlendir aðkomumenn, sem nálgast að verða fimmti hluti íbúa landsins, mikil áhrif á framþróun þjóðfélagsins. Er ekki réttast að við Íslendingar mótum stefnuna sjálfir og veljum gesti okkar samkvæmt því? Öll erum við sammála um að skila landinu í betra ástandi en við tókum við því. Á íslenskt þjóðfélag ekki sama rétt? Spyrjum þjóðina, höld- um þjóðaratkvæðagreiðslu. En gætum okkar og látum góðvildar- líffærið ekki villa okkur sýn. Víti til varnaðar Eftir Werner Ívan Rasmusson Werner Ívan Rasmusson » Innflytjendamál. Er ekki kominn tími til, að taka kíkinn frá blinda auganu, þegar innflytj- endamálin eru skoðuð? Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.