Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er mjög bjart fram undan,“ segir Ninna Hafliðadóttir, markaðs- og upplýsingastjóri lúxushótelsins The Reykjavík Edition við Hörpu. Hótelið auglýsti nýverið eftir starfsfólki og er ráðgert að það verði komið í fullan rekstur síðar á þessu ári. Í byrjun árs var 27 starfs- mönnum Edition sagt upp störfum og því borið við að Ómíkron-bylgja kórónuveirufaraldursins hefði dreg- ið úr eftirspurn. Ninna segir að margar af þeim uppsögnum hafi síð- ar verið dregnar til baka eða fólk hafi verið endurráðið. „Á þeim tíma var ekki farið að sjá fram á afléttingu sóttvarnaaðgerða og bókanir voru ekki eins og gert var ráð fyrir. Þetta snerist fljótt við og við erum nú að sjá fram á mjög góðar bókanir í vor og sumar. Plan- ið var alltaf að við myndum geta náð þessu fólki sem sagt var upp aftur inn. Nú erum við að bæta við fólki fyrir utan þessar uppsagnir. Hótelið er ekki fullopnað en við stefnum að því að gera það í sumar og þetta eru alls 34 stöður sem auglýstar eru nú,“ segir Ninna. Hún segir að enn eigi eftir að opna bari og veitingastaði á hót- elinu auk þess sem nú séu aðeins 150 herbergi af 250 komin í notkun. „Það á eftir að opna bæði nætur- klúbb og Rooftop-veitingastað og opna allar hæðirnar. Til að geta gert það þarf að þjálfa og koma fólki inn í störfin,“ segir Ninna. Hún segir aðspurð að veitingastaðurinn á þakverönd hótelsins verði opn- aður í maí en ekki sé alveg komið á hreint hvenær næturklúbburinn verði opnaður. Hann verði til að byrja með aðeins opinn fyrir einka- samkvæmi. Markaðsstjórinn vill ekki gefa upp hver bókunarstaða hótelsins sé en segir að hún sé góð, bæði fyrir hópa, ráðstefnur og ráðstefnugesti sem og almenna ferðamenn. „Ferðaþjónustan er að fara á flug og það er mikill áhugi á landinu. Við þurfum að undirbúa okkur vel til að geta tekið á móti ferðamönnum.“ Lúxushótelið ræður 34 starfsmenn - Viðsnúningur hjá The Reykjavík Edition - Starfsmenn sem sagt var upp í byrjun árs endurráðnir og nýrra leitað - Veitingastaður á þaki hótelsins og næturklúbbur brátt opnaðir - Allar hæðir nýttar Morgunblaðið/Eggert Edition Tekið var á móti fyrstu gestunum í október og brátt verður hótelið opnað að fullu. Fjöldi stjórnunarstarfa á hótelinu er nú laus til umsóknar. ÚRVALSFÓLK Á KANARÍ WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS MEÐ LÓLÓ RÓSENKRANZ Komdu með í frábæra ferð fyrir 60 ára og eldri til Kanarí. Í þessari ferð verður gist á Eugenia Victoria, vel staðsettu hóteli við Ensku ströndina. Lóló Rósnkranz er vinsæll fararstjóri hjá Úrval Útsýn og í þessari ferð mun hún bjóða upp á fjölbreytta dagskrá svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hún býður þar á meðal upp á morgungöngur, léttar og mýkjandi æfingar fyrir alla, minigolf og skemmtilega ferð til Puerto de Morgan, sameiginlegar kvöldstundir. BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR, 13 NÆTUR Á EUGENIA VICTORIA 3* HÓTELI MEÐ HÁLFU FÆÐI, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI, OG BÓKUN Í ALMENN SÆTI AÐ KOSTNAÐARLAUSU. INNIFALIÐ Í VERÐI: 14 DAGA FERÐ 29. MARS - 11. APRÍL VERÐ FRÁ 239.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Lóló Rósenkranz VINSÆLFERÐ FYRIR60+ ÖRFÁ SÆTI LAUS Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur vakið at- hygli á skorti íslenskra leiðbeininga við hjartastuðtæki í Árnagarði í skrifum sínum á Facebook. Leið- beiningarnar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku. „Í Árnagarði af öllum húsum. Ef einhvers staðar í veröldinni á að hafa íslensku í heiðri er það þarna, beint á móti dyrunum inn á Árna- stofnun,“ skrifar Eiríkur. Hann bendir einnig á að leiðbein- ingarnar séu lífsnauðsynlegar. „Fyrir utan þá óvirðingu sem ís- lenskunni er sýnd með því að hafa leiðbeiningar eingöngu á ensku er auðvitað lífsnauðsyn að leiðbein- ingar af þessu tagi, sem varða bráðaaðgerðir sem geta skilið milli lífs og dauða, séu öllum skiljan- legar og á íslensku.“ Óvirðing við ís- lensku í Árnagarði - Leiðbeiningar sem séu lífsnauðsyn Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Skólabygging Stofnun Árna Magnússonar er meðal annars í Árnagarði. Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhann- esson og Eliza Reid, tóku við boll- um með áletruninni „Heimsins bestu foreldrar“ í setningu átaks heimsforeldra UNICEF á Íslandi á Bessastöðum í gær. Átakið sem ber einmitt yfir- skriftina „Heimsins bestu for- eldrar“ snýr að því að fjölga svo- kölluðum Heimsforeldrum sem gefa mánaðarlega ákveðna upp- hæð til hjálpar börnum um allan heim. Íslendingar eiga heimsmet í fjölda heimsforeldra, en um 25 þúsund manns styrkja UNICEF mánaðarlega á þennan máta. Fyrstu þrjá mánuðina munu ný framlög renna til Úkraínu, þar sem neyðin er sérstaklega mikil núna. Í samtali við mbl.is hvatti Guðni þá sem geta til að styrkja átakið. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Heimsmet í fjölda heims- foreldra Áslaug Hulda Jónsdóttir hyggst ekki þiggja annað sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ í sveitar- stjórnarkosningunum í vor. Hún sóttist eftir að leiða listann en varð að lúta í lægra haldi fyrir Almari Guðmundssyni sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu. Aðeins munaði 41 atkvæði á Áslaugu og Almari í fyrsta sætið. Áslaug, sem hefur verið formaður bæjarráðs Garðabæjar síðustu átta ár og þar áður forseti bæjarstjórnar, segist frekar vilja snúa sér að öðrum verkefnum og skapa rými fyrir nýtt fólk. Hún segir listann skipaðan flottu og öflugu fólki og vonar að því muni ganga vel í vor. Áslaug Hulda þigg- ur ekki sæti - Segist vilja skapa rými fyrir nýtt fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.