Morgunblaðið - 23.03.2022, Page 7

Morgunblaðið - 23.03.2022, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 Söngskemmtun Gríman 2020 – Söngvari ársins Karin Torbjörnsdóttir mezzo sópran Sjáumst í Óperunni! Elena Postumi píanó Falleg efnisskrá m.a. eftir Debussy, Poulanc og Daníel Bjarnason. Miðasala á opera.is og harpa.is Tryggðu þér miða! Norðurljós 25. mars kl 20.00 Morgunblaðið/Margrét Þóra Sýnataka Kostnaður af sýnatökupinnum við PCR-próf er að jafnaði 369 kr. Heildarkostnaður ríkisins af sýnatöku vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar frá því farald- urinn hófst nemur samtals 11,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um sýnatökukostn- aðinn frá Njáli Trausta Friðberts- syni á Alþingi. Heilbrigðisráðuneytið sendi fyrirspurn til sjúkrahúsa og ann- arra heilbrigðisstofnana um allt land til að afla upplýsinga um kostnaðinn við sýnatökurnar. Njáll Trausti spurði m.a. hver kostnaður ríkisins hefði verið vegna sýnatökupinna að meðaltali frá því faraldurinn hófst og greint milli PCR-prófa annars vegar og hraðprófa hins vegar. „Heilbrigðisstofnanir sendu ráðu- neytinu upplýsingar um með- altalskostnað við hvert PCR-próf annars vegar og hraðpróf hins vegar. Samantekið hefur kostn- aður ríkisins vegna sýnatöku- pinna frá því faraldurinn hófst verið 369 krónur fyrir hvert PCR-próf að meðaltali. Kostnaður fyrir hvert hraðpróf hefur verið 1.685 kr. að meðaltali fyrir hvert próf,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að samkvæmt upplýsingum sem bárust frá heilbrigðisstofnunum hefur heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatökupinna frá því far- aldurinn hófst verið 615.005.440 krónur fyrir PCR-próf annars vegar og 389.413.072 krónur fyr- ir hraðpróf hins vegar. omfr@mbl.is Sýnatökur kostuðu ríkið 11,4 milljarða - Sýnatökupinnar kostuðu 615 milljónir vegna PCR-prófa og 389 milljónir vegna hraðprófa Þing Starfsgreinasambands Íslands (SGS) verður sett í Menningarhús- inu Hofi á Akureyri í dag en þingið mun standa yfir í þrjá daga. Á þinginu verður m.a. ný forysta sam- bandsins kjörin en Björn Snæ- björnsson, núverandi formaður, til- kynnti fyrir nokkru að hann hefði ákveðið að láta af formennsku. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Þór- arinn G. Sverrisson, formaður Öld- unnar stéttarfélags, hafa báðir lýst yfir að þeir gefi kost á sér til for- mennsku sambandsins á þinginu. Jafnframt hefur Guðbjörg Krist- mundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, greint frá því í færslu á facebook að hún hafi ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður SGS. Sólveig Anna Jónsdóttir, sem var kosin vararmformaður SGS 2019, sagði af sér varaformennsk- unni í nóvember sl. Meðal þeirra sem flytja ávörp við þingsetninguna kl. 17 í dag eru, auk fráfarandi formanns, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Krist- ján Bragason, framkvæmdastjóri EFFAT, og Jens-Petter Hagen, framkvæmdastjóri Nordic Union. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum sambandsins. Kosningar til for- manns, varaformanns og fram- kvæmdastjórnar fara fram á loka- degi þingsins á föstudag kl. 10:30. Kjósa nýja forystu á föstudag Vilhjálmur Birgisson - Þriggja daga þing SGS hefst í dag Þórarinn G. Sverrisson Guðbjörg Kristmunds- dóttir Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.