Morgunblaðið - 23.03.2022, Side 8

Morgunblaðið - 23.03.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 Málefnasnauðir systurflokkar ætla að endursýna málið eina. Páll Vil- hjálmsson bendir á: „Til að eiga minnstu von að ná árangri að sannfæra þjóð- ina um ágæti ESB-aðildar þarf að keyra sama prógrammið þrennar eða fernar kosningar og halda málefninu á lofti í almennri umræðu á milli kosninga. Með um- boð kjósenda í almennum þing- kosningum væri hægt að hnika málinu áfram. - - - Skæruliðahernaður í þágu ESB- aðildar gerir það eitt að aug- lýsa tækifærismennskuna að baki. ESB-sinnar eru einfaldlega ekki nógu sannfærðir sjálfir um skyn- semi ESB-aðildar til að þeir nenni að ræða málefnið nema sem upp- hrópun. - - - Núna halda þeir að ESB-aðild trekki, þegar Evrópa stendur í ljósum logum stríðsátaka. Þetta er svo vitlaust að maður hálf vor- kennir vinstri vesalingunum. Að- eins pólitískum fáráðlingum dettur í hug að Íslendingar samþykki það samningsmarkið í viðræðum við Brussel að fá aðild að Evrópu- hernum sem er í bígerð. Í síðustu vegferð vinstri hjarðarinnar gekk allt út á að Íslendingar skyldu fá stórkostlegar undanþágur frá meginsáttmálum Evrópusam- bandsins. Stjórn Jóhönnu Sig. sótti í raun ekki um aðild að ESB heldur um undanþágur frá aðildarskil- málum. Vinstristjórnin stóð fyrir bjölluati í Brussel en ekki heil- steyptri umsókn um aðild að Evr- ópusambandinu. - - - ESB-sinnar hafa ekkert lært frá niðurlægingunni 2012/2013 er þriggja ára bjölluati lauk og um- sóknin frá 2009 fór ofan í skúffu.“ Endurtekið óefni STAKSTEINAR Borgarverk ehf. í Borgarnesi reyndist vera með lægsta tilboð í lagningu nýs kafla Vestfjarðavegar í Þorskafirði, þar sem meðal annars er farið í gegn- um Teigsskóg, þegar tilboð voru opnuð hjá Vega- gerðinni í gær. Býðst verktakinn til að taka verkið að sér fyrir 1.235 milljónir króna sem er rúmlega 200 milljónum króna undir áætlun Vegagerðar. Tilboð Norðurtaks ehf. og Skútabergs ehf. á Akureyri var lítið eitt hærra en tilboð Borgarverks, munaði aðeins um 8 milljónum. Önnur tilboð voru mun hærri. Ljúka á verkinu 15. október 2023. Verkið felst í lagningu nýs vegar frá Þórisstöðum sem eru við enda nýs vegar yfir Þorskafjörð, um Teigsskóg og að Hallsteinsnesi. Er þetta 10,4 kíló- metra kafli. Að auki er boðinn út 200 metra spotti frá Hallsteinsnesi út á malarveginn sem liggur þangað. Verður því hægt að aka gamla veginn með- fram Djúpafirði sunnanverðum og inn á Vestfjarða- veg þar sem hann kemur niður af Hjallahálsi þang- að til lokið verður við síðasta áfanga framkvæmdarinnar sem er vegur og brýr yfir Djúpafjörð og Gufufjörð, yfir á Skálanes. Áformað er að bjóða það verk út í haust. helgi@mbl.is Hagstæð tilboð í Teigsskógarverk - Borgarverk með lægsta tilboð í Vestfjarðaveg Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grafarland Þéttur birkiskógur og kjarr er í Teigsskógi og á aðliggjandi jörðum. Yfir 20 íslensk og færeysk loðnu- skip voru að veiðum suður af Her- dísarvík á Reykjanesi síðdegis í gær. Dauft hefur verið yfir veiðum síðustu daga og lokahljóð komið í skipstjóra. Íslensku skipin eru búin að landa tæpum 510 þúsund tonn- um af 685 þúsund tonna kvóta á stærstu vertíð í mörg ár. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er spjallað við þrjá skipstjóra. Haft er eftir Sturlu Þórðarsyni, skipstjóra á Beiti NK, að afar lítið sé að sjá af loðnu, en þeir voru út af Grindavík „og það er ekkert að frétta,“ var haft eftir Sturlu. Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki NK, tók í sama streng. „Við erum búnir að berja upp einhver 250 tonn á fjórum dögum. Mér sýn- ist þetta bara vera búið þó einn og einn bátur hitti á torfu sem gefur dálítið. Nú er þetta bara þrjósku- keppni, menn þrjóskast við í þeirri von að eitthvað birtist og þá binda menn helst vonir við vestangöngu. En sú von hefur ekki ræst hingað til,“ segir Hálfdan. Runólfur Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, talaði á svip- uðum nótum: „Hér er keyrt um fram og til baka og nánast allur flotinn er á þessum slóðum. Það er vægast sagt komið lokahljóð í þetta,“ sagði Runólfur. aij@mbl.is Loðnuvertíðin virðist vera á lokametrunum Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Börkur NK á loðnuveiðum fyrr í vetur þegar veitt var í troll. Fundur! Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er gestur á opnum hádegisfundi í dag, miðvikudaginn 23. mars, kl. 12:00 í Valhöll. Allir velkomnir! Samtaka eldri sjálfstæðismanna Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.