Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 DAGMÁL Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Þeir Óli Björn Kárason, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Sigmar Guðmundsson, þing- maður Viðreisnar, ræddu í nýjasta þætti Dagmála um það hvort og þá hvernig ríkisvaldið gæti stutt við rekstur einakrekinna fjölmiðla. Þingflokkur Viðreisnar lagði í vik- unni fram þingsályktunartillögu um heildarendurskoðun rekstrar- umhverfis fjölmiðla. Í tillögunni er menningar- og viðskiptaráðherra falið að skipa starfshóp um heild- ræna endurskoðun á fjölmiðlamark- aði á Íslandi með það að markmiði að jafna samkeppnisstöðu þeirra fjölmiðla sem starfa á íslenskum markaði, hvort sem þeir eru ís- lenskir, erlendir, í einkaeigu eða í eigu ríkisins. Í þættinum var rætt um það hvort þörf væri á því að skipa starfshóp um málið þar sem aðrir slíkir hópar og nefndir hafa starfað á liðnum árum og skilað tillögum til stjórnmálamanna um það hvernig efla má eða styðja við rekstur einkarekinna miðla. Fáar af þeim tillögum hafa þó komið til fram- kvæmdar. Eðli málsins samkvæmt var nokkuð rætt um stöðu Ríkis- útvarpsins (Rúv) og hvort hægt sé að efla rekstur einkarekinna miðla án þess að taka á útþenslu Rúv. Óli Björn vakti sérstaka athygli á því að Rúv væri nú að hefja fyrirferðar- mikla innreið inn á hlaðvarps- markað í samkeppni við fjölmarga aðila, þá sérstaklega einstaklinga sem væru nú þegar að framleiða hlaðvörp. Aðspurðir hvort þörf sé á því að banna áfengis- og veðmálaauglýs- ingar hér á landi, sem hvort tveggja getur skapað fjölmiðlum nokkrar tekjur, voru þeir Óli Björn og Sig- mar sammála um að engin þörf væri á því að sérstök lög væru í gildi um þessar tilteknu auglýsingar hér á landi. Þá var einnig rætt um mikilvægi fjölmiðla en jafnframt það hvort ríkisstyrktir fjölmiðlar gætu kallað sig sjálfstæða. Engin þörf á strangari lögum um auglýsingar - Rætt um það hvort og hvernig styðja eigi við fjölmiðla Fjölmiðlar Sigmar Guðmundsson og Óli Björn Kárason. Varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fer fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið dagana 2.-14. apr- íl. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ís- land og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. Um er að ræða reglubundna tví- hliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur verið haldin reglulega frá 1982 en hún grundvallast á ákvæð- um varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Til stóð að halda hana vorið 2020 en vegna heimsfaraldursins var þeim áform- um slegið á frest. Tilgangur æfingarinnar er meðal annars að æfa varnir sjóleiðanna í kringum landið og varnir mikil- vægra mannvirkja og öryggis- innviða, til dæmis fjarskiptakapla. Þá æfa þátttakendur leit og björg- un almennra borgara og taka Landhelgisgæslan og lögreglan þátt í þeim hluta. Alls taka um 700 manns þátt í æfingunni. Gert er ráð fyrir að þegar æfingunni er lokið komi tvö til fjögur herskip til hafnar í Reykjavík og áhafnir þeirra fari í stutta stund í land. Morgunblaðið/ÞÖK Varnaræfing Norður-Víkingur fer fram hér á landi fyrri hlutann í apríl. Norður-Vík- ingur hald- inn í apríl - Varnir sjóleiða við Ísland æfðar Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölv- unar- og fíkniefnaakstur á höfuðborg- arsvæðinu um helgina að því er fram kemur í samantekt lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu á heimasíðu hennar. Tólf þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Garðabæ og þrír í Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudagskvöld, ellefu á laugardag, sex á sunnudag og einn að- faranótt mánudags. Voru þetta þrettán karlar á aldrinum 26 til 58 ára og sex konur á aldr- inum 21 til 59 ára. Tíu þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og þrír hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Þá var greint frá því að alls komu tíu líkamsárásir á borð lögreglu um helgina, þar af tvær alvarlegar. Þá var farið í þrjú útköll vegna heimilisofbeldis. Nítján undir áhrifum og stýri um helgina Blikkljós Lögregla í forgangsakstri. VIÐ erum RÆKTENDUR FRAMTÍÐARINNAR Kraftar sólargeislanna gefa ljóma sem endist Immortelle blómin í Reset seruminu okkar nærast á kraftmiklu sólarljósinu sem gefa þau áfram til húðarinnar þinnar svo hún verði endurnærð, úthvíld og full af unglegum ljóma. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is )"%!$$" )#''("&&" )2(" ,(3% (" $&3( /#! (" 15-( '0$$"(*34+5#55# 2#". "%'&& (#&!#$ C$3N$R1N: E, .I 9"T >8TH85KP$:822 /.6 3$NM ?4I EE%*'(E.#E' 0>>,% #.>?&(',% $6="* !<"4- )5 +"93 1 !)-/ ; 27888 +:7 O+S=)SDS! F-+D+A=&+ )@D=&<Q))-;B G$N$082:3$TJN >8TL4155M72M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.