Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 Þrátt fyrir linnulausar loftárásir Rússa í meira en þrjár vikur er úkra- ínski herinn kominn í sókn á nokkr- um svæðum. Þetta var haft eftir tals- manni bandaríska varnarmála- ráðuneytisins í gær. Árásir Rússa hafa lagt í rúst fjölda úkraínskra borga frá því þeir réðust inn í Úkraínu með stóran her hinn 24. febrúar. Mannfall eykst stöðugt og meira en tíu milljónir manna hafa flú- ið heimili sín. Engin lausn á stríðs- átökunum virðist í sjónmáli. Vilja áfram viðræður Rússnesk stjórnvöld segjast þó vera reiðubúin að halda áfram við- ræðum við Úkraínumenn, sem miða að því að binda enda á hernaðarað- gerðir Rússa í nágrannaríki sínu. Aftur á móti vilja ráðamenn í Kreml sjá viðræðurnar, sem hafa lítinn ár- angur borið, verða efnismeiri. Kenna hvor öðrum um „Það eru einhvers konar ferli í gangi. Við vildum gjarnan sjá virkari og umfangsmeiri viðræður,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, við blaðamenn í gær. Sömuleiðis sagði hann Úkraínu- menn vel meðvitaða um afstöðu Rússa sem afhentu kröfur sínar til þeirra fyrir þó nokkrum dögum. „Við viljum fá efnismeiri og skjótari svör,“ bætti hann við. Til þessa hafa viðræður ekki skilað miklum árangri og kenna leiðtogar ríkjanna tveggja hvor öðrum um. „Maður heyrir allan daginn sprengjur í loftinu, þegar það er verið að skjóta á sprengjur á leiðinni hing- að inn,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Síðustu daga og vikur, eftir því sem landher Rússa hefur veikst og þurft að grípa til varna víða í Úkra- ínu, hefur árásum úr lofti fjölgað. Verjast vel í Kænugarði Í Kænugarði eru flest flugskeyti skotin niður af úkraínska hernum, en annarsstaðar, til að mynda í Maríu- pol, hafa skeytin oft náð skotmarki sínu og sprengjum ringt yfir borgina. Óskar bendir á að Atlantshafs- bandalagið hafi hingað til ekki viljað senda friðargæsluliða til Úkraínu af ótta við frekari átök við Rússa á svæðinu. „Hvenær kallar þú þjóðarmorð þjóðarmorð? Hvenær finnst þér það nóg til að senda friðargæsluliða?“ spyr Óskar. AFP/Fadel Senna Átök Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að Rússar geti ekki unnið stríðið. Vilja efnismeiri viðræður - Úkraínski herinn í sókn á nokkrum svæðum - Rússar vilja skjótari svör - Evr- ópusambandið vill aðstoða við uppbyggingu í Úkraínu eftir stríðið- Funda í Brussel Evrópusambandið er með í undir- búningi stofnun öflugs sjóðs til að styðja við uppbyggingu Úkraínu þegar stríðinu í landinu lýkur. Þetta kom fram í gær í tengslum við tveggja daga fund leiðtogaráðs sam- bandsins sem hefst í Brussel í dag. Innrás Rússa í Úkraínu og afleiðing- ar hennar er meginefni fundarins. Ljóst er að mikils fjármagns verð- ur þörf þegar árásum Rússa linnir. Gífurleg eyðilegging hefur orðið á mannvirkjum í landinu, íbúðarhús- um, verslunarhúsum, sjúkrahúsum, opinberum stofnunum, flugvöllum og margs konar öðrum samgöngu- mannvirkjum og vegum. Ekkert liggur á þessu stigi fyrir um hve mikið fjármagn verður látið renna í sjóðinn eða hvernig hann mun starfa. Undirbúa embættis- menn ESB nú slíkar reglur sem síð- an verða að fá samþykki leiðtoganna. Í drögum að samþykkt um sjóðinn er talað um að kalla saman alþjóðlega ráðstefnu honum til undirbúnings og kann því að vera að lönd utan sam- bandsins muni eiga aðild að honum. Charles Michel, forseti leiðtoga- ráðs ESB, greindi Selenskí, forseta Úkraínu, frá áformunum í símtali á föstudaginn. Sagði hann þá að fyrsta verkefni sjóðsins væri að koma al- menningi til aðstoðar og styðja nauð- synlegustu uppbyggingu mikilvæg- ustu innviða samfélagsins. Úkraínumenn vilja aðild að ESB sem fyrst en skoðanamunur er innan sambandsins um hve hratt sé hægt að bregðast við þeirri ósk. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun koma á leiðtogafundinn á fimmtu- daginn, en hann er m.a. á leið til Pól- lands þar sem hann ræðir við stjórn- völd og hittir flóttafólk frá Úkraínu. Viðreisnarsjóður fyrir Úkraínu - Undirbúningur hafinn á vegum ESB AFP Eyðilegging Verslunarmiðstöð í Kænugarði í rúst eftir árás Rússa. Forseti Marshalleyja í Kyrrahafi, David Kabua, kvaðst á mánudaginn ekki ætla að unna sér hvíldar fyrr en eyjan Taívan væri orðin „full- gildur hluti af fjölskyldu þjóð- anna,“ eins og hann komst að orði. Hann er í fimm daga heimsókn í landinu. Taívan hefur lengi barist fyrir alþjóðlegri viðurkenningu en fram að þessu hafa aðeins fjórtán ríki viðurkennt sjálfstæði landsins frá Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af þeirra eigin landi og hafa í hótunum um að innlima það. „Hinni skammarlegu þögn um stöðu Taívan verður að ljúka,“ sagði Kabua við komuna til lands- ins. Hann fékk höfðinglegar mót- tökur og var sæmdur heiðursorðu. TAÍVAN AFP Kabuba kannar heiðursvörð í Tapei. Marshalleyjar heita fullum stuðningi Tvær glæsi- snekkjur rúss- neska ólígarkans og milljarða- mæringsins Romans Abramo- vitsj eru komnar í skjól í hafnar- borgum í Tyrk- landi. Nýtur auð- kýfingurinn þess að Tyrkir taka ekki þátt í refsiaðgerðum vest- rænna ríkja gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Eru þeir þó aðilar að NATO en meta meira efnahagsþýðingu góðra samskipta við Rússa. Mótmælendur hafa safn- ast saman við snekkjurnar með úkraínska fána og mótmælt komu þeirra til landsins. Stórar eignir Abramovitsj í Bretlandi eru honum óaðgengilegar vegna refsiaðgerða. TYRKLAND Snekkjur Abramo- vitsj komnar í skjól Ólígarkinn Roman Abramovitsj Dómstóll í Moskvu hefur fundið stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalní sekan um fjársvik og óvirð- ingu við dómstóla. Þessar ákærur á hendur honum komu fram í febrúar til viðbótar við eldri ákærur sak- sóknara sem leiddu til handtöku hans fyrir tveimur árum og þriggja og hálfs árs fangelsisdóms. Hann var þá nýkominn heim frá Þýska- landi eftir að hafa með naumindum lifað af eiturárás sem talið er að rússneska leyniþjónustan beri ábyrgð á. Sakarefnin gegn Navalní snúast um að hann hafi nýtt sér mikla fjármuni sem samtök hans höfðu aflað. Samtökin eru bönnuð og hafa aðrir forystumenn þeirra farið í felur eða flúið land. Navalní hafnaði alfarið ákærunni og sama er að segja um samstarfsmenn hans. Dómurinn yfir Navalní var þyngdur í níu ár svo hann mun þurfa að sitja í sjö ár til viðbótar. Skömmu eftir uppkvaðn- ingu dómsins voru lögmenn Navaln- ís færðir í varðhald. Áður en Navalní var handtekinn var hann helsti leiðtogi stjórnarand- stæðinga í Rússlandi og höfðu sam- tök hans afhjúpað margs konar spill- ingu í landinu, m.a. varðandi tengsl auðkýfinga og stjórnar Pútíns. Refsing andófsleiðtogans þyngd - Alexei Navalní fundinn sekur um ný ákæruatriði - Bíður löng fangelsisvist AFP Réttarhald Navalní hlýðir á verjanda sinn við uppkvaðningu dómsins í gær. Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Calia Pier Ítalskt, gegnlitað nautsleður Stakir sófar: 3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr. 2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr. 2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr. Tungusófi með rafmagni í sæti 615.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.