Morgunblaðið - 23.03.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.03.2022, Qupperneq 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 Norðurlandaráð er vettvangur opinbers samstarfs þingmanna á Norðurlöndum. Ráð- ið skipa í dag 87 þjóð- kjörnir fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Sví- þjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Græn- landi. Á þessu ári fögn- um við jafnframt 70 ára afmæli. Í upphafi voru það að- eins Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð sem tóku þátt. Finnland var ekki með. Ástæðan var tillitssemi við Rússa sem töldu að Finnar myndu hallast til samstarfs við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Árið 1955 kom svo að því að Finn- land gekk í Norðurlandaráð. Í dag eru einnig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar fullgildir aðilar. Norrænt samstarf skiptir Íslendinga máli Norrænt samstarf hefur ávallt skipt okkur Íslendinga miklu máli. Við erum lítil þjóð sem í gegnum norrænt samstarf hefur vaxið. Þann- ig höfum við lært af nágrönnum okk- ur en við leggjum jafnframt fram okkar þekkingu og reynslu og ekki er óalgengt að litið sé til okkar, t.d. á sviði orkumála og jafnréttismála. Á Norðurlöndum er meiri jöfnuður en víðast hvar í heiminum, jafnrétti er hér mikið og íbúar Norðurlanda virðast meira að segja vera ham- ingjusamari en íbúar annarra svæða. Á heimsvísu eru öll norrænu löndin lítil en saman erum við sterkari og sem heild erum við 11. stærsta hag- kerfi heims. Sex af hverjum tíu íslenskum rík- isborgurum sem skráðir eru með heimilisfesti erlendis búa á Norð- urlöndum, flestir þeirra í Danmörku. Fjöldi Íslendinga hefur um lengri eða skemmri tíma búið í hinum nor- rænu löndunum og stundað þar nám og vinnu. Íslensk fyrirtæki stíga gjarnan sín fyrstu skref í útflutningi á norræn- um markaði. Íslenskir listamenn eiga mikið undir öflugu samstarfi Norðurlanda á sviði lista og menn- ingar. Norðurlönd eru framalega í baráttunni fyrir mannréttindum, jafnréttismálum og umhverf- ismálum. Hagvöxtur og lífskjör íbúa Norðurlandanna eru með því sem best gerist í heiminum. Framtíð- arsýn okkar er sú að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi. Því miður hefur Co- vid-19-faraldurinn kennt okkur að við er- um svo sannarlega ekki komin á leiðarenda og það er mikið verk óunn- ið við að ná þessu fal- lega en jafnframt mik- ilvæga markmiði. Þurfum við að læra dönsku? Tungumálaerf- iðleikar gera okkur Ís- lendingum erfitt fyrir í samstarfi við vini okkar í hinum nor- rænu ríkjunum því nánast engir íbú- anna þar skilja íslensku. Norðmenn tala norsku, Svíar sænsku og Danir dönsku en ótrúlegt nokk þá skilja þeir flestir tungumál nágranna sinna í Skandinavíu. Finnarnir eru svo margir mjög sleipir í sænsku en eftir stöndum við Íslendingar. Undir- stöðuþekking í dönsku eða öðru skandinavísku máli er því mikilvæg fyrir okkur Íslendinga í norrænu samstarfi. Dönskukunnátta Íslend- inga hefur dalað mikið á síðustu ára- tugum. Mörgum unglingum finnst óspennandi og erfitt að læra dönsku sem enn er skyldugrein í skólakerf- inu. Það er því eðlilegt að við spyrj- um okkur hvort enn sé nauðsynlegt að skylda unglinga til að læra dönsku eða annað Norðurlandamál? Staðan er samt sú að þó að enskan sé yfirleitt ráðandi í alþjóðasamstarfi er það mjög ríkt hjá þessum þjóðum að nota sitt móðurmál. Tungumálið er einn af þeim þáttum sem einkenn- ir og rammar inn norrænt samstarf. Því miður er það svo að þó að ung- lingarnir okkar sitji fjölda dönsku- tíma bæði í grunnskóla og fram- haldsskóla þá skilar sú kunnátta sér illa þegar kemur að því að tala og skilja talað mál. Ef við ætlum að halda áfram með dönskukennslu tel ég nauðsynlegt að leggja meira upp úr því að þjálfa nemendur í því að tala og skilja dag- legt mál. Dagur Norður- landanna Eftir Bryndísi Haraldsdóttur Bryndís Haraldsdóttir »Ef við ætlum að halda áfram með dönskukennslu tel ég nauðsynlegt að leggja meira upp úr því að þjálfa nemendur í því að tala og skilja daglegt mál. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. bryndish@althingi.is Sjaldan er ein báran stök, segir fram- kvæmdastjóri Strætó í viðtali. Ég tek undir það. Það hefur mætt mikið á bs. fyrirtækinu Strætó á þessu kjör- tímabili. Starfsfólk hefur tjáð sig um van- líðan í starfi, kvartað er yfir yfirstjórn og stjórnunarháttum og talað um einelti og að þöggun ríki í fyrirtækinu. Strætó fær einnig mik- ið af ábendingum sem sagt er að sé öllum fylgt eftir. Strætó hefur reynt að taka til í sínum ranni, gert þjón- ustukönnun og segir að öllum kvört- unum og ábendingum sé fylgt eftir. Því fer fjarri að allir sem kvarta kannist við það. Stjórn Strætó bs. fullyrðir að vagnarnir séu vel setnir. Til að meta nýtingu eru talin innstig. Heild- arfjöldi innstiga árið 2021 var tæp- lega 9,5 milljónir og hafði þeim fjölgað um tæp 8% frá árinu 2020. Stóran hluta dags eru vagnarnir engu að síð- ur hálftómir. Sóun á metani! Vart þarf að rekja áhrif og afleiðingar Co- vid-faraldursins á sam- félagið hér í löngu máli. Nú er staðan sú að Strætó situr uppi með 454 milljóna króna halla. Tap síðustu tveggja ára nálgast milljarð. Og svo kom stríð í Úkraínu og því fylgja olíu- verðshækkanir sem munu að óbreyttu hafa rekstraráhrif. Vissu- lega hefur Strætó minnkað flota þeirra bíla sem ganga fyrir jarð- efnaeldsneyti og fjölgað nokkuð vistvænni bílum en hér vil ég, borg- arfulltrúi Flokks fólksins, staldra við. Þau eru nefnilega mörg málin, til- lögur og fyrirspurnir frá Flokki fólksins sem snúast um af hverju Strætó notar ekki metanvagna í stórum stíl. SORPA bs., sem er einnig að stórum hluta í eigu borg- arinnar, framleiðir ógrynni af þessu vistvæna gasi. Það hleðst hins vegar upp á söfnunarstað og er brennt á báli engum til gangs. Þvílík sóun! Fram hefur komið skýrt að Strætó bs. og stjórn hugnist ekki metanvagnar. Meðal raka eru að þeir séu of hávaðasamir. Það er létt- vægur fyrirsláttur í heildar- samhenginu. Nú stefnir í að kostn- aðarauki vegna eldsneytishækkunar einn og sér gæti orðið 100-200 millj- ónir á þessu ári. Fátt væri því eðli- legra en að allir vagnar Strætó væru metanvagnar. Það er hins vegar fyrirhugað hjá Strætó bs. að kaupa rafvagna fyrir um 400 m.kr. Nú þegar hefur verið auglýst útboð þar sem óskað er eftir allt að níu til tíu rafvögnum. Mismunandi aðgengi að strætó Öll óskum við þess að Covid sé brátt að baki og lífið komist aftur í samt horf á öllum sviðum. Víkur þá sögunni að nýja greiðslukortakerf- inu, Klappi. Eina leiðin til að borga sig inn í strætó núna, svona að mestu, er að eiga farsíma og vera búinn að koma sér upp „Klapp“- appinu til að geta keypt sér inneign. Nauðsynlegt er að hafa rafrænt auðkenni til að geta farið inn á „mín- ar síður“ og endurnýjað inneignina. En þessi tækni er ekki veruleiki allra. Það eiga ekki alveg allir far- síma og sumir, t.d. hælisleitendur, sem nota strætó mikið, hafa ekki einu sinni kennitölu. Enn aðrir geta ekki t.d. vegna fötlunar sinnar sótt um rafrænt skilríki og geta því ekki notað „mínar síður“. Reynt hefur verið að finna lausnir á þessu og á eftir að koma í ljós hvort þær gagnast. Vegna þessa m.a. hefur fækkað í notendahópi strætó. Það væri forvitnilegt að fá upplýs- ingar um hvað þetta nýja greiðslu- kerfi kostaði og hversu margir sér- fræðingar voru ráðnir til verksins. Versta er ef „kerfi“ sem þetta á eftir að hindra fólk í að nota strætó. Það er ekki gott ef viðkvæmir hópar og þeir sem hafa stólað mest á strætó treysta sér ekki til að nota strætó vegna nýja greiðslukerfisins Klapps. Ljós í þessu myrkri er þó hin svo- kallaða Klapp-tía svo öllu sé nú haldið til haga. Hún felst í farmiðum með tíu fargjöldum fyrir fullorðna, ungmenni eða aldraða sem hægt er að kaupa á nokkrum stöðum. Þeir sem ekki hafa rafrænar lausnir geta bjargað sér með Klapp-tíu sem eru tíu ferðir í senn. Óskandi er að stjórnendur Strætó setji sig betur í spor þeirra sem ferðast með vögnum fyrirtækisins og sníði þjónustuna að þeirra veru- leika. Vel mætti skoða að bjóða upp á meiri sveigjanleika í þjónustunni til að allir, sem það vilja og þurfa, geti notað strætó án vandkvæða. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Það er ekki gott ef viðkvæmir hópar og þeir sem hafa stólað mest á strætó treysta sér ekki til að nota strætó vegna nýja greiðslukerfisins Klapps. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Fleiri metanvagna Í dag höldum við upp á dag Norð- urlanda – dag norræns samstarfs og vinarhugar – í skugga hins hrotta- lega stríðs Pútíns í Úkraínu. Þrátt fyrir að tímarnir séu myrkir núna er Norðurlandaráð áminning um að það eru bjartari tímar fram undan. Hinn 23. mars 1962 undirrituðu Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk Helsingforssamning- inn – sem er eins konar stjórnar- skrá fyrir Norðurlöndin. 10 árum fyrr höfðu fyrstu skrefin þá þegar verið tekin í átt að því sem við þekkjum í dag sem Norðurlandaráð – opinber samstarfsstofnun nor- rænu þinganna. Saga Norðurlandaráðs hefst þeg- ar seinni heimsstyrjöldinni lýkur. Uppbyggingin eftir stríð fór hratt af stað og á sama tíma og Samein- uðu þjóðirnar urðu til árið 1945 kom einnig upp sú hugmynd að Norð- urlöndin kæmu saman til að mynda þannig stærri og sterkari rödd. Að frumkvæði danska jafnaðarmanns- ins Hans Hedtoft var Norður- landaráð stofnað árið 1952 sem var- anleg stofnun þar sem norrænir þingmenn gátu hist reglulega og rætt sameiginleg norræn málefni. Höfum margt til að vera stolt af Nú eru 70 ár liðin síðan Norður- landaráð var stofnað. Fjarlægðin milli landa okkar er lítil og það er margt sem sameinar okkur. Eftir langa sögu af stríðum eru Norður- löndin í dag merkisberi friðar, stöð- ugleika og lýðræðis. Norrænt sam- starf, sem borið er á herðum samfélaga sem byggð eru á hug- sjónum jafnaðarstefnunnar, hefur í sjö áratugi sýnt styrk sinn og skap- að betri lífsgæði fyrir íbúa Norður- landa, menningarlega, efnahagslega og félagslega. Norðurlöndin eru einnig þekkt langt út fyrir eigin landamæri. Nor- ræna velferðarkerfið hefur vakið heimsathygli og er gjarnan horft til þess af mikilli aðdáun hvernig Norðurlöndin tókust á við heimsfar- aldurinn. The Economist hefur til að mynda lýst því yfir að Norður- löndin hafi staðið sig best í gegnum Covid19-heimsfaraldurinn. Í dag stendur Evrópa – og í raun allur heimurinn – frammi fyrir nýrri öryggisáskorun. Hrottaleg árás Pútíns á Úkraínu boðar nýtt tímabil í Evrópu. Stríðið er ekki bara árás á Úkraínu, það er árás á lýðræði, frið og frelsi – og varðar okkur öll. Um allan heim verðum við nú, hvert og eitt, að taka afstöðu. Vilj- um við taka þátt í baráttu fyrir lýð- ræði, friði og frelsi eða styðja við einræðisöfl myrkursins? Svar jafnaðarmanna í Norður- landaráði er skýrt. Þegar heim- urinn brennur verðum við á Norðurlöndum að nota hnattræna stöðu okkar til að styðja við lýðræð- islega og friðsamlega þróun í heim- inum. Með gagnkvæmri virðingu verðum við að dýpka og efla nor- rænt varnar- og öryggissamstarf. Forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, komst vel að orði á blaðamanna- fundi 9. febrúar 2022: „Sum landanna eru aðilar að NATO, sum eru aðilar að ESB, öll eru þau Norðurlönd.“ Norðurlöndin eru sér- stakt svæði. Samstarf Norðurlanda í varnar- og öryggismálum gæti verið með öðru sniði en það sem á sér stað innan NATO eða ESB. Besta vörnin verður ávallt að gera óvin þinn að vini og á Norð- urlöndum höfum við bæði það orð- spor og þá sérfræðiþekkingu sem þarf til að aðstoða lönd í lýðræð- isþróunarferli þeirra. Þegar einræðisstjórn Pútíns fell- ur mun rússneska þjóðin fá annað tækifæri til að verða hluti af lýðræðissamfélagi heimsins. Þegar að því kemur má rússneska þjóðin vita að við á Norðurlöndunum erum reiðubúin að hjálpa nágrönnum okkar. Í Norðurlandaráði sitjum við ekki auðum höndum en með þátttöku virkra og ákveðinna félaga styrkj- ast norræn samskipti og norrænt samfélag verður stærra. Norð- urlöndin eru sönnun þess að við get- um gert vini úr gömlum óvinum og skapað betri og bjartari framtíð. Saman. Fyrir hönd flokkahóps jafnaðar- manna í Norðurlandaráði. Norðurlöndin eru hið lýðræð- islega ljós á myrkum tímum » Stríðið er ekki bara árás á Úkra- ínu, það er árás á lýð- ræði, frið og frelsi – og varðar okkur öll. Oddný G. Harðardóttir Oddný er alþingismaður. Annette Lind er þingmaður í Danmörku. Gunilla Carlsson er þingmaður í Svíþjóð. Erkki Tuomioja er þingmað- ur í Finnlandi. Jorodd Asphjell er þingmaður í Noregi. Erkki Tuomioja Jorodd Asphjell Anette Lind Gunilla Carlsson Eftir Oddnýju G. Harðardóttur, Annette Lind, Gunillu Carlsson, Erkki Tuomioja og JoroddAsphjell

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.