Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 23.03.2022, Síða 22
MITT SJÓNARHORN Philipp Lahm @philipplahm Hvað er það sem sameinar okkur Evrópubúa? Í yfirstandandi krísu, þar sem heimurinn virðist vera að færast frá lýðræði til einræðis, hefur Evrópa staðið þéttar saman og stað- ið vörð um sín mikilvægustu gildi: Með lögum skal land byggja. Eftir því er farið í Porto og Helsinki, Brugge og Aþenu, Varsjá, Prag og Ljubljana. Fótboltinn endurspeglar þjóðlífið. Hann snýst um ákveðin gildi, hvern- ig um þau er samið og hvernig þau eru framkvæmd. Ef keppnin er sanngjörn og fylgir góðum reglum, eins og hversu margir fá tækifæri til að vera með og ná langt, nýtur hann stuðnings vestrænna ríkja. Þetta lýðræði gengur merkilega vel upp þegar við horfum á lands- liðin, ekki síst þegar staðreyndin er sú að stærð landanna ræður miklu og enginn vill breyta landamærunum. Í sextán lokakeppnum Evrópumóts karla hafa verið tíu mismunandi sig- urvegarar. Vandamálið er í félagsliðafótbolt- anum. Þangað streyma fúlgur fjár og sumar deildir og sum félög hagnast mun meira en önnur. Fyrir vikið verða til stórveldi í hverju landi. Og í Meistaradeildinni eru stórir hlutar Evrópu skildir út undan. Þetta þurfa mótshaldarar að laga. Einræði í Þýskalandi og Frakklandi „Fólk mætir á fótboltaleiki því það veit ekki hvernig þeir enda,“ sagði Sepp Herberger, þjálfari þýsku heimsmeistaranna árið 1954. Þetta á ekki lengur við í Þýskalandi og Frakklandi. Borgarveldin í München og París eru orðin allsráðandi. Þar sem Bayern stefnir nú á sinn tíunda meistaratitil í röð eru umræð- ur í Þýskalandi um að taka upp úr- slitakeppni. Þá myndu nokkrir leikir í lok tímabilsins ráða hver verður meistari. Á þann hátt ætti Bundes- ligan að verða spennandi á ný. En úrslitakeppni er engin töfra- lausn. Hún myndi aðeins berjast við einkennin en ekki rót vandans. Hún svarar ekki spurningunni: Hvernig skipuleggurðu keppni þannig að fót- boltinn sé skemmtilegur og margir eigi möguleika? Hverjir fá að fjárfesta? Mesta keppnin er í ensku úrvals- deildinni því þar eru næstum öll fé- lögin í eigu auðmanna. En enginn hefur leitt hugann að því hver fær leyfi til að setja fjármagn í fótboltann á landsvísu. Nú hefur Roman Abramovich, eigandi Chelsea, verið settur í gjörgæslu. Og nú er rætt af mikilli alvöru á Englandi hvernig eigi að stýra því hverjir fái framvegis að fjárfesta og með hvaða skilyrðum. Í Evrópu verða almenn mannréttindi algjör lykilatriði á þessu sviði. Alþjóðlega keppni þarf stöðugt að endurnýja. Meistaradeildin er vin- sæl og meira en 100 milljónir manns um allan heim horfa á úrslitaleiki hennar. En sigurvegararnir und- anfarin ellefu ár hafa komið frá þremur löndum. Á þessari öld hefur ekkert lið frá Norðurlöndum, Balk- anskaga, Miðaustur-Evrópu eða Austur-Evrópu komist í undanúrslit. Síðast var það Dynamo Kiev árið 1999. Er Evrópufótboltinn bara mið- aður við England, Spán, Þýskaland, Ítalíu og Frakkland? Hvað með hin- ar þjóðirnar? Eiga þær að vera ánægðar með að spila bara í und- ankeppninni? Benfica og Ajax í vandræðum Benfica, sem varð Evrópumeistari 1961 og 1962, er gott dæmi. Félagið er með stóran leikvang, fjölda stuðn- ingsfólks og mikla hefð. Benfica er komið í átta liða úrslitin núna en þar sem portúgalska deildin er ekki nógu sterk er mjög erfitt fyrir liðið að ná lengra í Meistaradeildinni. Sama má segja um Ajax frá Amsterdam. Prag, Varsjá, Búdapest og Kaup- mannahöfn eru bara áhorfendur þegar kemur að lokaumferðunum og aðalkeppnin fer af stað. Samt væru þessar frábæru borgir mjög áhuga- verðar fyrir fjárfesta sem gætu skapað grundvöll fyrir því að ná góð- um árangri. Þetta var ekki alltaf svona. Síð- ustu tíu sigurvegararnir í Evr- ópukeppni meistaraliða, eins og Meistaradeildin hét fyrir breyting- arnar árið 1992, komu frá átta lönd- um, meðal annars frá Rúmeníu, Portúgal, Hollandi og Júgóslavíu. Þessi fjölbreytni jók áhugann, gerði fótboltann mikilvægan í þjóðfélög- unum og lagði grunninn að Meist- aradeild Evrópu. Rétti tíminn til umbóta Evrópubúar eru vanir að finna góðar lausnir við samningaborðin, vinna saman, komast að málamiðl- unum og taka tillit til mismunandi hagsmuna. Þannig þarf að búa til keppni sem gefur mörgum mögu- leika á að ná langt, bæði innan og ut- an vallar. Þetta er ekki auðvelt en mjög áhugavert verkefni. Ábyrgðin hvílir á UEFA og öllum knatt- spyrnusamböndum álfunnar, og þeirra sem fjármagna íþróttina. Ef ekki nú, hvenær væri þá rétti tíminn til umbóta? Núna er samstaðan meiri en nokkru sinni fyrr. Við lærðum okkar lexíu þegar reynt var að koma á „Ofurdeild“ á síðasta ári. Ef þeir sem stjórna mál- um gera ekkert gætu þeir misst allt úr sínum höndum. Ef valdið kemst í hendur örfárra stórra félaga sem skipuleggja keppnina, þá mun verða sköpuð Evrópudeild sem skilar mestum hagnaði, ekki endilega deild sem fólkið hefði mestan áhuga á. Evrópa er aðlaðandi á heimsvísu þar sem hún fer eftir lýðræðislegum reglum og gildi hennar eru frelsi og jafnrétti. Þetta á líka við um íþrótta- mót á hennar vegum, svo lengi sem allir eiga möguleika. Þetta eru gildin sem stöðugt er unnið með á meðal jafningja. Samstaða vestrænna þjóða eykst með hverjum degi og hverri viku um þessar mundir. Og fótboltinn verður að fylgja með. Snýst Evrópu- fótboltinn um fimm þjóðir? AFP/Michaela Rehle Einræði Bayern München, liðið sem Philipp Lahm lék með í fimmtán ár, hefur einokað þýska meistaratitilinn frá árinu 2013. - Lýðræðið virkar hjá landsliðunum en alls ekki hjá félagsliðunum í Evrópu 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson hefur rift samningi sín- um við lettneska úrvalsdeildar- félagið Riga. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Axel gekk til liðs við lettneska félagið frá Vik- ing í Noregi í febrúar 2021. Axel, sem er 24 ára gamall, er uppalinn hjá Aftureldingu en hann hefur leikið með Reading, Bath City og Torquay United á Englandi ásamt Viking og Riga á atvinnumannsferli sínum. Fótbolti.net greinir frá því að félög í Noregi og Svíþjóð hafi áhuga á miðverðinum. Samningnum rift í Lettlandi Ljósmynd/Riga FC Lettland Axel Óskar hefur verið orðaður við lið í Noregi og Svíþjóð. Hamar-Þór og ÍR fóru vel af stað í fyrstu leikjum sínum í undan- úrslitum umspils 1. deildar kvenna í körfuknattleik í gær. Hamar-Þór vann öruggan 83:72-sigur gegn deildarmeisturum Ármanns í Kenn- araháskólanum og þá vann ÍR 95:91-sigur gegn KR í TM-hellinum í Breiðholti í framlengdum leik. Liðin mætast á nýjan leik í öðrum leikjum sínum hinn 25. mars en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum umspils- ins. Það lið sem vinnur umspilið leikur í efstu deild að ári. Morgunblaðið/Eggert Drjúg Astaja Tyghter fór mikinn fyrir Hamar-Þór og skoraði 30 stig. Hamar-Þór og ÍR með sigra Meistaradeild kvenna 8-liða úrslit, fyrri leikir: Bayern München – París SG .................. 1:2 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Bayern München. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdótt- ir voru ónotaðir varamenn. Real Madrid – Barcelona......................... 1:3 Mexíkó Toluca – Club América ........................... 0:4 - Andrea Rán Hauksdóttir kom inn á sem varamaður hjá América á 80. mínútu. 50$99(/:+0$ Frakkland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Cesson Rennes – Aix ........................... 21:25 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Aix. .$0-!)49, 1. deild kvenna Undanúrslit, fyrsti leikur: ÍR – KR......................................... (frl.) 95:91 Ármann – Hamar/Þór .......................... 72:83 Belgía/Holland Liege – Hague Royals ......................... 87:67 - Snorri Vignisson skoraði 4 stig fyrir Hague Royal á 12 mínútum. Danmörk Amager – Falcon ................................. 70:73 - Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 5 stig fyrir Falcon, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu á 21 mínútu. Ástrós Lena Ægisdóttir tók eitt frákast á 11 mínútum. NBA-deildin Charlotte – New Orleans................. 106:103 Cleveland – LA Lakers.................... 120:131 Detroit – Portland ............................ 115:119 Philadelphia – Miami ....................... 113:106 Brooklyn – Utah ............................... 114:106 Chicago – Toronto .............................. 113:99 Houston – Washington ...................... 115:97 Oklahoma City – Boston .................. 123:132 Dallas – Minnesota........................... 110:108 57+36!)49, Philipp Lahm var fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu þegar það varð heimsmeistari árið 2014 og lék með Bayern München í fimmtán ár. Hann er mótsstjóri Evrópumóts karla sem fram fer í Þýskalandi árið 2024. Pistl- ar hans, „Mitt sjónarhorn“, birtast reglulega í Morgunblaðinu og/eða mbl.is. Þeir eru skrifaðir í samvinnu við Oliver Fritsch, íþróttaritstjóra þýska netmiðilsins Zeit On-line, og birtast í fjölmiðlum nokkurra Evrópu- landa. Í tíunda pistli sínum í dag fjallar Lahm um aukna samstöðu innan Evr- ópu og hvernig hún ætti að hafa áhrif á fótboltann í álfunni og sérstaklega Meistaradeildina. Pistlar frá Philipp Lahm _ Franck Kessié hefur lokið læknis- skoðun hjá knattspyrnuliði Barcelona á Spáni og mun hann ganga til liðs við spænska félagið þegar samningur hans við AC Milan rennur út í sumar. Kessié, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við AC Milan frá Atalanta árið 2017. Hann á að baki 214 leiki fyrir fé- lagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 36 mörk og þá á hann að baki 52 A-landsleiki fyrir landslið Fíla- beinsstrandarinnar. _ Hin 15 ára gamla Kamila Valieva snýr aftur á ísinn um helgina þegar hún keppir í listhlaupi á skautum í Sar- ansk í Rússlandi. Mótið sem Valieva mun keppa á ber heitið Channel One- bikarinn og er eingöngu fyrir Rússa en mótið fer fram á sama tíma og heims- meistaramótið í listhlaupi á skautum sem hefst á morgun í Montpellier í Frakklandi. Rússar fá ekki að keppa á mótum á vegum Alþjóðaskauta- sambandsins vegna innrásar Rúss- lands í Úkraínu. _ Bretar og Írar eru öruggir um að verða gestgjafar í úrslitakeppni Evr- ópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2028 en bæði The Times og The Telegraph greindu frá þessu í gær. UEFA hefur ekki gefið þetta form- lega út en umsóknarfresturinn um að halda mótið rennur út í dag og mun UEFA tilkynna niðurstöðuna hinn 7. apríl. Eitt ogannað Karlalandslið Íslands er í fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik 2024 en dregið verður í riðlana á fimmtudaginn í næstu viku, 31. mars. Fyrsti flokkur: Noregur, Frakk- land, Króatía, Slóvenía, Ungverja- land, Portúgal, Ísland og Austurríki. Annar flokkur: Tékkland, Pól- land, Holland, Svartfjallaland, Norð- ur-Makedónía, Serbía, Sviss og Úkraína. Þriðji flokkur: Bosnía, Litháen, Lettland, Ísrael, Slóvakía, Tyrkland, Rúmenía og Grikkland. Fjórði flokkur: Kósóvó, Belgía, Eistland, Færeyjar, Finnland, Ítalía, Georgía og Lúxemborg. Eitt lið úr hverjum flokki verður dregið í hvern riðil undankeppn- innar. Hún hefst í október á þessu ári og lýkur í apríl 2023. Tvö efstu lið hvers riðils komast á EM ásamt fjór- um bestu liðum í þriðja sæti. Evrópumótið fer fram í Þýska- landi í janúar 2024 og Þjóðverjar sleppa því við undankeppnina, rétt eins og Svíþjóð, Danmörk og Spánn sem enduðu í þremur efstu sætum EM 2022. Rússum og Hvít-Rússum var vísað úr keppni vegna innrás- arinnar í Úkraínu. Ísland í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM Ljósmynd/Szilvia Micheller EM Ísland hafnaði í sjötta sæti á síðasta Evrópumóti í janúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.