Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta er saga ungrar konu frá Pól- landi. Á meðan hún er að ganga í gegnum skilnað verður hún líka fyr- ir árás ókunnugs manns. Svo hún er í ástarsorg og áfalli. Hún notar tæki- færið til þess að flytja til Íslands og hefja nýtt líf langt frá vandamálum sínum. Hér byrjar sagan,“ segir pólski rithöfundurinn Ewa Marci- nek um verk sitt Ísland pólerað sem kom út fyrr í mánuðinum. „Hún vinnur á veitingastað og þar á hún í samskiptum við viðskiptavini. Hún er að reyna að skilja nýja um- hverfið sitt, læra íslensku og finna vináttu og ást í Reykjavík.“ Verkið skrifaði Ewa á ensku og Helga Soffía Einarsdóttir þýddi það yfir á íslensku. Í verkinu blandast saman tungumálin íslenska og pólska. „Það er raunveruleiki út- lendinga sem búa á Íslandi. Mér finnst mjög skemmtilegt að hugsa um það hvernig tungumálið er í svona aðstæðum. Pólska er ekki ná- lægt íslensku svo ég þarf oft að semja smá sögu til þess að útskýra fyrir sjálfri mér hvað nýtt orð á ís- lensku þýðir.“ Leikur sér með staðreyndir Ewa segir bókina byggja að miklu leyti á hennar eigin reynslu. „Þetta er mjög persónuleg saga. Ég held ég geti sagt að þetta sé sjálfsævi- söguleg bók. En ég nota ljóð og prósa til þess að leika mér með stað- reyndir og smáatriði.“ Verkið er ein- mitt blanda af ljóðum og örsögum sem mynda heildstæða frásögn. „Ég skrifaði mikið af ljóðum þeg- ar ég kom til Íslands en mig langaði að segja meira svo ég byrjaði að skrifa smásögur til þess að útskýra betur. Maður getur leikið sér með ljóðum en ég hafði meira að segja.“ Verkið hefur verið í vinnslu í að minnsta kosti sjö ár. „Ég byrjaði að skrifa Ísland póler- að árið 2015, tveimur árum eftir að ég kom til Íslands. Ég tók námskeið í skapandi skrifum hjá angelu rawl- ings á Borgarbókasafninu og hún hvatti mig til að skrifa á ensku og leika mér með íslensku. Ég var bara nýbyrjuð að læra íslensku svo það var skrítið en mjög fyndið og skemmtilegt ferli.“ Verkið Ísland pólerað var sett upp sem leikverk í Tjarnarbíói árið 2020. Pálína Jónsdóttir bjó til leikgerð upp úr bókinni sem þá var ekki komin út. Þær Ewa standa saman að leikfélag- inu Reykjavík Ensemble. Ewa hafði sem sagt átt handritið að Ísland pólerað til í dágóðan tíma. Vinir hennar höfðu lengi hvatt hana til að senda handritið til bókaforlags en hún var efins um að verki á ensku eftir pólskan höfund yrði vel tekið. „Ég var smá stressuð en upplifunin af samstarfinu á Forlaginu hefur verið frábær. Sigþrúður Gunn- arsdóttir, ritstjórinn minn, var bara frábær og mér fannst ég mjög vel- komin.“ Eins og ein stór fjölskylda Ewa hefur verið nokkuð ötul í ís- lensku menningarlífi undanfarið. Fyrir utan að standa að Reykjavík Ensemble er hún einn af stofn- endum Ós pressunnar, útgáfu sem hópur rithöfunda, bæði íslenskir og af erlendum uppruna, stendur fyrir. Ós gefur út samnefnt tímarit þar sem finna má skrif rithöfunda á hin- um ýmsu tungumálum. „Við erum eins og ein stór fjöl- skylda af rithöfundum af erlendum uppruna. Það eru til dæmis tveir stórkostlegir Pólverjar hérna, Mao Alheimsdóttir og Jakub Stachowiak. Þau skrifa bæði á íslensku.“ Ewa segist langa til að skrifa á ís- lensku og það komi vonandi einn daginn. Síðastliðið ár hafa bókmenntir innflytjenda orðið áberandi í ís- lensku bókmenntalífi. Sem dæmi má nefna að Mao og Jakub hlutu ný- ræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Ljóðabók Jakubs er komin út en verk Mao er enn væntanlegt. Þá vakti verkið Pólífónía af er- lendum uppruna mikla athygli fyrir jólin. Það er ljóðaúrval eftir fimmtán skáld af erlendum uppruna, en rit- stjórn var í höndum Natösku Stolya- rovu. Þar á Ewa nokkur ljóð. Þá hafa skrif hennar einnig verið birt í Tímariti Máls og menningar. Hún segir mikilvægt að innflytj- endur eigi sína fulltrúa í íslenskum bókmenntum einfaldlega vegna þess að þeir séu stór hluti samfélagsins. „Fimmtán prósent þeirra sem búa hér eru af erlendum uppruna. Það er mjög mikilvægt að deila raunveru- leika þeirra, því það er í raun raun- veruleiki sem við deilum öll sem bú- um hér á landi. Af hverju ættum við að farast á mis við þessi fimmtán prósent? Það er stór prósenta nú þegar. “ Erfitt að snúa aftur Ewa játar því að sagan sem sögð er í bókinni lýsi nokkuð dæmigerðri upplifun þeirra sem að flytja frá Pól- landi til Íslands. „Þessi saga er fyrsta ár þessarar konu á Íslandi og allt er nýtt. Hún er bara að vinna, að reyna að skilja og að reyna að finna sinn stað hérna.“ Hún segir ástæðu þess að hún hafi sjálf sest hér að vera frekar týpíska. „Ég kom til Íslands til þess að vera eitt sumar. Ég var í samstarfi við Bíó Paradís og kom til þess að vinna hjá bíóinu í þrjá mánuði. Og týpíska sagan er að ég kom til þess að vera í þrjá mánuði en ég varð eftir. Ef þú spyrð pólska innflytjendur þá komu flestir hingað til þess að vera hér í stuttan tíma og vinna sér inn pening. En eiginlega allir verða eftir.“ Svarið er einfalt þegar Ewa er spurð hvers vegna svo sé: „Lífið er svo gott hérna. Ekki veðrið, en lífið er frábært. Það er erfitt að snúa aft- ur til Póllands þegar fólk hefur lært að búa hér og lært um menningu landsins. Það er mjög margt mjög gott við Ísland.“ Hún nefnir sem dæmi femínismann sem sé áberandi hér á landi og það félagslega öryggi sem hér sé að finna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfundurinn „Þetta er mjög persónuleg saga. Ég held ég geti sagt að þetta sé sjálfsævisöguleg bók. En ég nota ljóð og prósa til þess að leika mér með staðreyndir og smáatriði,“ segir skáldkonan Ewa Marcinek um Ísland pólerað. Raunveruleiki sem við deilum öll - Ísland pólerað er skáldsaga eftir Ewu Marcinek - Pólskur rithöfundur sem hefur búið í Reykjavík síðan 2013 - Lýsir raunveruleika konu sem flytur frá Póllandi til Íslands til þess að hefja nýtt líf Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður er einn sýnenda á viðamikilli samsýningu sem var opnuð í samtíma- listasafninu í Rómaborg í gær, Galleria Nazionale d’Arte Moderna e Contemporanea. Á opnunardeginum framdi Egill gjörning í formi fyrirlestursins From Magma to Mankind en vídeóverk hans sem tengist gjörningnum er sýnt áfram. Egill flutti gjörninginn fyrst fyrir tveimur árum og hefur hann verið síðan verið á nokkrum sýningum. Yfirskrift sýningarinnar í Róm er Intertwingled – The Role of the Rug in Arts, Crafts and Design. Á sýn- ingunni eru verk um 60 listamanna nokkurra kynslóða, þar á meðal eftir Ettore Sottsass, Claudio Parmiggiani, Alighiero Boetti, Eduardo Chillida, Giorgio de Chirico, Jackson Pollock, Daniel Schwartz og Jönu Sterback. Egill með gjörning í safni í Róm Egill Sæbjörnsson Á tónleikum í Heimssviðs- tónleikaröðinni í Norðurljósasal Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 19.30 kemur fram finnski píanóleik- arinn Johannes Piirto. Hann hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir færni, frjálsan leik og dýpt í túlkun. Piirto hefur komið fram með þekktustu sinfóníuhljómsveitum Finnlands, unnið með mörgum heimsþekktum stjórnendum og hljóðfæraleikurum og komið fram í virtum tónleikahúsum víða. Þá hefur hann sigrað í alþjóðlegum píanó- keppnum. Á dagskrá tónleika Piirtos í kvöld eru Scape eftir Önnu Þorvalds- dóttur, Kyllikki op. 41, Tre lyriska stycken för piano eftir Sibelius, 4 Klaverstykker eftir Grieg og frum- flutningur nýs verks eftir Piirto sjálfan. Eftir hlé leikur hann svo Kreisleriana eftir Schumann. Heimssviðið er tónleikaröð á veg- um Hörpu þar sem ungt tónlistar- fólk hvaðanæva er kynnt til leiks. Tónleikaröðin hófst síðastliðið haust og er hluti af 10 ára afmælisdagskrá Hörpu. Heimssviðið er styrkt af Classical Futures Europe, í gegnum ECHO, sem eru samtök evrópskra tónlistarhúsa. Ljósmynd/Kaapo Kamu Píanistinn Johannes Piirto hefur vakið athygli fyrir hæfileika sína. Piirto í Hörpu - Finnski píanóleikarinn snjalli kemur fram í Heimssviðs-tónleikaröðinni Samtök ritdóm- ara í Bandaríkj- unum hafa veitt árlegar viður- kenningar í ýms- um flokkum út- gefinna bóka, National Book Critics Circle- verðlaunin. At- hygli vekur að hið marglofaða sagnasafn After- parties eftir Anthony Veasna So, sem fjallar um líf Kambódíumanna í Bandaríkjunum, var valið besta frumraunin. So lést úr ofneyslu fíkniefna átta mánuðum fyrir út- gáfu bókarinnar en hann var þá 28 ára gamall. Frank: sonnets eftir Diane Seuss var valin besta ljóðabók ársins, Jeremy Atherton hreppti verðlaun fyrir bestu sjálfsævisög- una, Gay Bar: Why We Went Out, og Rebecca Donner er höfundur bestu ævisögunnar að mati gagn- rýnenda, All the Frequent Troubles of Our Days: The True Story of the American Woman at the Heart of the German Resist- ance to Hitler. Þá var The Love Songs of W.E.B. Du Bois eftir Honorée Fanonne Jeffers valin besta skáldsagan og How the Word Is Passed eftir Clint Smith besta „óskáldaða“ frásögnin en hún fjallar um það hvernig Banda- ríkjamenn hafa unnið með og úr arfleifð þrælahaldsins. Anthony Veasna So Frumraun Sos best - Höfundur látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.