Fréttablaðið - 07.04.2022, Side 32
Ég er bara að mála því mér
finnst svo gaman að mála.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
Sigurrós Petra Tafjord
lést í faðmi fjölskyldunnar á
líknardeild Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja laugardaginn 2. apríl.
Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju
(safnaðarheimili) mánudaginn 11. apríl kl. 13.00.
Sérstakar þakkir fá starfsmenn Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja fyrir einstaka nærgætni, umhyggju og hlýhug.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Ármann Þór Baldursson
Sigurður Ármannsson Björg Árnadóttir
Ásdís Ármannsdóttir Ólafur Einar Hrólfsson
Elí Ágúst Ármannsson Gabriela Ármannsson
Helgi Ármannsson Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þórey Eiríksdóttir
frá Egilsseli,
Eiríksgötu 9, Reykjavík,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum þriðjudaginn 29. mars sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. apríl
og hefst athöfnin kl. 13.00.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða fyrir
einstaka umönnun og aðhlynningu.
Guðmundur Snorrason Sigríður Elsa Oddsdóttir
Eiríkur Snorrason
Ragnheiður Snorradóttir Theodór Guðfinnsson
Sigríður Snorradóttir Kjartan Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Björg Jónsdóttir
Bala, Þykkvabæ,
lést mánudaginn 7. mars
á Landspítalanum. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jón Þ. Magnússon
Aðalsteinn Ingvarsson Katrín Harðardóttir
Eva Aðalsteinsdóttir Kristgeir Orri Grétarsson
Telma Aðalsteinsdóttir
Elís Þór Aðalsteinsson
óskírður Kristgeirsson
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Ingibergsson
vélfræðingur,
lést þriðjudaginn 29. mars
á líknardeild Landspítalans.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju,
miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.
Friðfinnur Sigurðsson Eyrún Huld Harðardóttir
Ingibergur Sigurðsson Marcela Munoz
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Vilhjálmur Þorláksson
verkfræðingur, Espilundi 4,
varð bráðkvaddur að heimili sínu
mánudaginn 4. apríl.
Ásbjörg Forberg
Þuríður Vilhjálmsdóttir Vigfús Ásgeirsson
Sveinn Vilhjálmsson Inga Forberg
Hilmar Vilhjálmsson Sigríður Logadóttir
Kári Vilhjálmsson Lilja Pétursdóttir
Ágústa Forberg Theódór Kristinn Ómarsson
Erla Ólafsdóttir Magnús Óli Ólafsson
Elsa Forberg
barnabörn og barnabarnabörn.
Helgi Ásgeirsson
Njálsgötu 5, Reykjavík,
lést á Landakoti 31. mars.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 8. apríl 2022 kl. 15.00.
Innilegar þakkir til Heimaþjónustu
Reykjavíkurborgar og starfsfólks L-5
á Landakoti fyrir elskulega umönnun.
Fyrir hönd vina,
Þórólfur Árnason
Egill Eðvarðsson opnar nýja
myndlistarsýningu sína í dag.
Hann gefur ekki mikið fyrir
meiningar í verkum sínum, og þó.
arnartomas@frettabladid.is
Myndlistar- og sjónvarpsmaðurinn Egill
Eðvarðsson opnar splunkunýja mál-
verkasýningu sína í Pop-up Galleríinu,
Hafnartorgi, í dag. Sýningin kallast Óður
sem Egill segir að sé skemmtilegt orð og
margþætt.
„Ég hafði ekki hugsað þetta þannig
að ég sjálfur væri óður,“ segir hann og
hlær. „Það á þó ágætlega við líka því það
er smá dugnaður að setja upp sýningu
þegar maður á að njóta efri áranna en þá
er ég á fullu eins og alltaf.“
Egill fagnaði fimmtíu ára starfsaf-
mæli sínu í sjónvarps- og kvikmynda-
gerð í fyrra en einbeitir sér nú frekar að
myndlistinni.
„Það er ekki þannig að ég sé alveg
hættur en ég er löngu orðinn sjötugur,“
segir hann. „Í gegnum tíðina var þetta
kannski 90 prósent sjónvarps- og kvik-
myndagerð og 10 prósent myndlist en
nú hefur hlutfallið snúist við. Ég get aldr-
ei gert bara eitt og er til dæmis nýbúinn
að skrifa bók sem er rétt óútkomin.“
Spurður hvort það sé eitthvert gegn-
umgangandi þema á sýningunni segist
Egill bara vera að mála.
„Það er ekki mikil meining þarna að
baki og það er af ásettu ráði. Mér finnst
í myndlistinni í dag vera svo mikil mein-
ing og verið að túlka hitt og þetta. Ég er
bara að mála því mér finnst svo gaman
að mála.“
Það fyrsta sem blasti við blaðamanni
þegar hann kom inn á sýninguna voru
fígúrur með rauð nef og nafnið Gyrðir
Elíasson stenslað hér og þar. Er þetta sem
sagt ekki ádeila á að Gyrðir Elíasson sé
einhvers konar trúður?
„Vá, ég hef aldrei fattað það!“ segir
Egill og skellir upp úr „Nei, en Gyrðir
Elíasson er hins vegar einn af mínum
bestu vinum og það er ástæða þess að
nafn hans birtist á mörgum myndun-
um ásamt nafni Víkings Heiðars. Þessi
sýning er tileinkuð konunni minni sem
ég kynntist fyrir fimm árum síðan og
örlagavaldar að þeirri kynningu voru
einmitt Gyrðir og Víkingur. Síðan þá hef
ég málað þessa syrpu en fyrsta verkið
var málað kvöldið áður en við kynnt-
umst.“
Egill segir þannig að sýningin sé líka
eins konar ástaróður. Hann spólar svo
aðeins til baka og segir að þótt hann hafi
skömmu áður sagt að það sé ekki mikil
meining að baki verkunum þá sé það
ekki alveg satt.
„Ég er að sýna ýmsum af mínum uppá-
halds listamönnum í gegnum tíðina
virðingu. Eitt verkið er til dæmis málað
til heiðurs Leonardo da Vinci og annað
til heiðurs Karólínu Lárusdóttur,“ segir
hann. „Líklega er hugsunin þegar ég
tala um óð að þetta sé óður til einhvers.
Óður til konunnar minnar og óður til
listamannanna sem ég hef dáð í gegnum
árin.“
Áformin um hvað taki við eru ekki
meitluð í stein en Agli þykir þó líklegt
að hann haldi áfram að mála.
„Ég er ógurlega duglegur að lifa fyrir
hvern dag svo það eru engin stór plön
um hvað ég ætla að gera. En í hrein-
skilni finnst mér ekkert ólíklegt að ég
haldi áfram því að síðasta myndin sem
ég málaði þornaði fyrir viku síðan.“ n
Margþættur málverkaóður
Egill fagnaði fimmtíu ára starfsafmæli sínu í sjónvarps- og kvikmyndagerð í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Verkin á sýningunni eru máluð á undanförnum fimm árum.
Merkisatburðir
1906 Ingvarsslysið. 20 menn farast þegar þilskipið Ingvar RE
100 strandar í ofsaveðri skammt undan Viðey. Í sama
veðri farast 48 menn með tveimur skipum við Mýrar
(Sophie Wheatly RE 50 og Emilie RE 25).
1927 Fyrsta sjónvarpsútsending með útvarpsbylgjum á
sér stað í Washington DC í Bandaríkjunum.
1941 Togarinn Gulltoppur bjargar 33 mönnum af
björgunarbát frá flutningaskipinu Beaverdale út
af Reykjanesi og bátar frá Hellissandi bjarga 32
mönnum af björgunarbát frá sama skipi út af Snæ-
fellsnesi. Skipið hafði verið skotið niður fjórum
dögum áður.
1943 Stjórnarskrárnefnd Alþingis skilar áliti og er sam-
mála um að leggja til að 17. júní 1944 verði valinn til
stofnunar lýðveldisins.
1943 Laugarnesspítali í Reykjavík brennur. Hann var
byggður árið 1898 sem holdsveikraspítali en síð-
ustu árin hafði bandaríski herinn hann til umráða.
1968 Lög um tímareikning öðlast gildi klukkan 01.00.
Samkvæmt þeim skal hvarvetna á Íslandi telja
stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 7. apríl 2022 FIMMTUDAGUR