Fréttablaðið - 07.04.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 07.04.2022, Síða 6
Níu sátu inni fyrir nauðgun og þrettán fyrir önnur kynferðis- brot. Föngum hefur fækkað í íslenskum fangelsum sem og annars staðar í Evrópu. Faraldurinn spilar þar stóra rullu. Hlutfall fíknifanga hækkar hins vegar enn á Íslandi. kristinnhaukur@frettabladid.is FANGELSISMÁL Hlutfall íslenskra fanga sem sitja inni vegna fíkniefna­ brota hækkar milli ára úr 35 í 37,4 prósent. Ísland er enn með næst­ mesta fjölda fíknifanga í Evrópu, samkvæmt úttekt Evrópuráðsins, á eftir Lettlandi. Fjöldi fíknifanga er nú meira en tvöfalt meðaltal allra Evrópuríkja og umtalsvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Þróun refsinga og v iðhor f almennings hafa ekki farið saman þegar kemur að fíkniefnamálum undanfarin ár. Aukin refsiharka hefur færst í málaflokkinn og hlut­ fall fíknifanga hækkað. Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar telja hins vegar færri fíkniefnabrot þau alvarlegustu en áður. Fleiri telja of beldisbrot, einkum kynferðis­ ofbeldi, alvarlegri. Tveir síðustu heilbrigðisráð­ herrar, Svandís Svavarsdóttir og Willum Þór Þórsson, hafa stefnt að afglæpavæðingu neysluskammta og þingflokkur Pírata hefur einnig lagt fram slík frumvörp. Í lok mars hætti Willum við að leggja fram slíkt frumvarp á yfirstandandi þingi og fékk hann mikla gagnrýni fyrir. Í skýrslunni, sem nær til alls ársins 2021, kemur fram að föngum hafi fækkað á Íslandi, úr 164 í 150, þegar gæsluvarðhaldsfangar eru teknir með í töluna. Þetta er alþjóð­ leg þróun í faraldrinum og skýrist af ýmsum þáttum. Meðal annars fækkun afbrota sem tengjast flutn­ ingi milli landa, svo sem smygli, mansali og f leiri af brotum. Einn­ ig minni umsvifum dómstóla og átaksverkefnum í mörgum löndum þar sem föngum var sleppt fyrr vegna vissra glæpa til að reyna að minnka smithættu. Þrátt fyrir mikla fækkun fanga á Íslandi fækkaði fíkniföngum hins vegar aðeins um 1, úr 47 í 46. Af alvarlegustu glæpunum sátu 14 inni fyrir morð eða morðtilraun, 14 fyrir líkamsárás, 9 fyrir nauðgun og 13 fyrir önnur kynferðisbrot. Hlut­ fall kynferðisbrotamanna sem sitja inni er með því hærra í álfunni en Norðmenn eru með langhæsta hlut­ fallið, samanlagt 28 prósent. Mesta fækkunin hefur orðið hjá þeim sem sitja inni fyrir umferðar­ lagabrot. Árið 2020 voru þeir 19 talsins en aðeins 5 ári seinna. 4 sátu inni fyrir rán, 11 fyrir þjófnað og 1 fyrir annars konar fjármálamisferli. Hlutfall útlendinga hækkar milli ára úr 19 í 23 prósent, og þar af er fjórðungur frá löndum utan ESB­ og EES­svæðisins. Meðal dóma­ lengdin er rúmlega hálft ár og 16 fangar afplánuðu utan fangelsa, svo sem í barnaverndarúrræðum, heilbrigðisstofnunum og á Vernd. Meðalaldur fanga er rúmlega 37 ár, 30 fangar voru yfir fimmtugu en aðeins 3 yfir sextugu. Aðeins 9 konur sátu inni, eða 6 prósent, en 12 konur sátu inni árið 2020. Eng­ inn fangi f lúði og enginn lést bak við lás og slá. n Færri fangar en fíknifangar eru tvöfalt fleiri miðað við önnur lönd í Evrópu Föngum hefur fækkað um þrettán milli ára en aðeins einn er fíknifangi. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ NEGLA NIÐUR TÍMA Í DEKKJASKIPTI Renndu við Skútuvogur 2, Reykjavík Fitjabraut 12, Njarðvík Smiðjuvegur 34, Kópavogur Hjallaraun 4, Hafnarfjörður benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Vegagerðin samþykkir ekki breytingu flettiskiltis við Byko í stafrænt skilti þar sem breytingin sé til þess fallin að fanga athygli ökumanna sem kunni að draga úr umferðaröryggi. HK hefur sótt um að breyta gamla flettiskiltinu við Byko í staf­ rænt skilti en sambærileg umsókn barst varðandi breytingar á f letti­ skiltum við Fífuna og Múlalind þar sem skilti var breytt í ljósaskilti og sagði Vegagerðin svipað í erindi sínu gegn þeim skiltum. Kópavogs­ bær tók ekki mark á rökum Vega­ gerðarinnar. Reykjavíkurborg og Samgöngu­ stofa gera ekki athugasemdir við breytingarnar á skiltinu. n Vegagerðin á móti stafrænu skilti benediktboas@frettabladid.is LÝ Ð H E I L S A Br it ish A mer ican Tobacco Denmark, eða BAT, einn stærsti tóbaksframleiðandi í Evr­ ópu, hefur sent inn umsögn vegna frumvarps Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um nikótín­ vörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Þar segir að fyrirtækið styðji í grundvallaratriðum stefnumark­ mið ríkisstjórnarinnar um að koma í veg fyrir reykingar og notkun barna á nikótínvörum sem eru ætlaðar fullorðnum. BAT fagnar úrræðum eins og heilsuviðvör­ unum fyrir nikótínpúða, aldurs­ takmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum án þess þó að draga úr mikilvægi púðanna sem skaðaminnkunar­ úrræðis. Það eru þó nokkur atriði frum­ varpsins sem BAT er andvígt, eins og að það nikótín sem innihaldi nammi­ og ávaxtabragð verði bannað. Þetta segir BAT að geti grafið undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. „Bragðefni gegna lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í minna skaðlegan val­ kost. Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaks­ notkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni,“ segir í umsögninni. n Bragðbann grafi undan lýðheilsumarkmiðum Nikótínpúðar hafa tekið við íslenska bagginu í munni ungmenna. georg@frettabladid.is KÍNA Nokkrar af stærstu olíu­ hreinsistöðvum Kína hafa nýverið dregið úr viðskiptum sínum við r ússneska olíuf ramleiðendur. Talið er að fyrirtækin, sem öll eru ríkisrekin, séu að bregðast við til­ mælum stjórnvalda þar í landi sem hafa kallað eftir því að gætt sé varúðar í viðskiptum við rússnesk fyrirtæki. Kínversk stjórnvöld hafa þurft að endurskilgreina samband sitt við Rússland í kjölfar innrásarinn­ ar í Úkraínu. Það er vegna þrýst­ ings frá Vesturveldunum sem hafa lagst í umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Ríkin hafa ræktað með sér náið samband á síðustu árum en nú gæti bandalag þeirra verið komið í uppnám. n Kínversk félög kaupa minna af olíu frá Rússum Forsetar Rússlands og Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 Fréttir 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.