Fréttablaðið - 07.04.2022, Side 4

Fréttablaðið - 07.04.2022, Side 4
Hann hefur kastað syndum sínum aftur fyrir sig. Megi honum vel farnast í sínu starfi. Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN Hvað nærðu að gera á fimm mínútum? Það tekur Fiat 500e aðeins fimm mínútur í hraðhleðslu að ná 50km akstursdrægni. Fiat 500e sameinar gæði og tímalausa ítalska hönnun sem hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast örugglega á milli staða innanbæjar. Með 3+1 hurðum og allt að 433 km drægni FIAT.IS Margt bendir til að ólgan í kringum rasísk ummæli innviðaráðherra sé heldur í rénun. Staða ráðherrans er þó sögð hafa veikst. Stjórnarand- staðan er ekki einhuga. bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Sigurður Ingi Jóhannsson, innvið- aráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, verði að segja af sér. „Já, ég held að það væri virðingar- leysi við fólk af erlendum uppruna á Íslandi ef Sigurður Ingi fengi að sitja áfram eins og ekkert hefði í skorist,“ sagði Jóhann Páll þegar Frétta- blaðið ræddi við nokkra þingmenn á Alþingi í gær um stöðu Sigurðar Inga og framhaldið. Skiptar skoðanir eru meðal þing- manna stjórnarandstöðunnar um alvarleika málsins. „Hann er búinn að biðjast afsök- unar, hann hefur kastað syndum sínum aftur fyrir sig. Megi honum vel farnast í sínu starfi,“ segir Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, sem telur enga ástæðu til afsagnar. Sigmar Guðmundsson, þing- maður Viðreisnar, segir að Viðreisn hafi ekki krafist þess að Sigurður Ingi segi af sér. Viðreisn hafi aftur á móti krafist frekari upplýsinga. Ræða þurfi málið til hlítar. Alþingi sé réttur vettvangur til þess. „Það er ekki gott þegar tugþús- undir Íslendinga geta átt von á mis- munun vegna húðlits eða kyns,“ sagði Sigmar. Flestir sem rætt var við í gær, töldu sig skynja að „málið væri að kólna“ eins og einn þingmanna orðaði það. Ólíklegt væri að afsögn ráðherrans yrði að veruleika. Björn Leví Gunnarsson, þingmað- ur Pírata, sagðist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort þingflokkur Pírata hygðist bera upp vantrausts- tillögu. Fulltrúar f lestra annarra stjórnarandstöðuf lokka sögðu of snemmt að velta slíku fyrir sér. Þingmenn meirihlutans voru f lestir ófúsir að tjá sig um málið opinberlega. Sumir sem kjósa nafnleynd segja óheppilegt að orð Sigurðar Inga og aðstoðarmanns hans stangist enn á. Þá eru sumir Sjálfstæðismenn reiðir Sigurði Inga, þar sem þolandinn í málinu, Vigdís Häsler, komi úr þeirra röðum. Þeir þingmenn finnast einn- ig innan meirihlutans sem telja ekki sannað að Sigurður Ingi hafi gasprað með hvort lyfta ætti „þeirri svörtu“ eins og aðrar heimildir segja öruggt. Aðrir bera fyllerí þing- manna Miðflokksins á Klaustri fyrir nokkrum árum saman við málið, sem og fleiri hneyksli þar sem Bakk- us hafi komið við sögu. Allir þingmenn sem blaðið ræddi við segja að burtséð frá því hvort ráðherrann segi af sér eða ekki hafi staða hans veikst. Tíminn muni leiða í jós að hve miklu leyti traust hans hafi skaðast og hvort málið gleymist. ■ Skiptar skoðanir í minnihlutanum um hvort Sigurður Ingi eigi að víkja Aðeins einn þingmanna stjórnarand- stöðunnar nýtti tækifærið við upphaf þing- fundar í gær til að ræða mál Sigurðar Inga undir liðnum störf þingsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra benediktboas@frettabladid.is MENNTUN Í niðurstöðum rann- sóknar sem Berglind Kristinsdóttir gerði um upplifun sjö starfandi náms- og starfsráðgjafa í grunn- skólum kemur skýrt fram að við- mælendur töldu grunnskólann gera of litlar námslegar kröfur til nemenda. Í rannsókninni, sem kallast Við tökum ábyrgðina af þeim, kemur fram að allir viðmælendur töldu mikilvægt að efla sjálfsstjórn nem- enda í námi og stuðla þannig að því að efla ábyrgð þeirra á eigin námi. Námsráðgjafarnir voru á þeirri skoðun að þau börn sem sýna fram á góðan námsárangur væru nem- endur sem skipuleggja tíma sinn, leita eftir aðstoð þegar þörf er á og hafi oftast mikið á sinni könnu. Það megi því draga þá ályktun að daglegt líf þeirra ef li sjálfsstjórn þeirra í námi ásamt því að þau búi yfir þeim þroska að geta lagt mat á námsframvindu sína. ■ Of litlar kröfur í grunnskólanum Talið er mikilvægt að efla sjálfs- stjórn nemenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR lovisa@frettabladid.is FJÁRMÁL Listi yfir kaupendur í útboði Íslandsbanka 22. mars, er ríkið seldi samtals 22,5 prósenta hlut í bankanum, var birtur í gær. Meðal kaupenda er faðir fjár- málaráðherra, Benedikt Sveinsson, sem keypti hlut fyrir um 54 milljónir króna í gegnum félag sitt Hafsilfur. Á meðal stærri kaupenda er Eignar- haldsfélagið Steinn ehf. sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar í Sam- herja. Hann keypti fyrir tæpar 300 milljónir í útboðinu. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, aðal- eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyj- um og einn eigenda Morgunblaðsins, keypti fyrir tæpan hálfan milljarð króna. Raf kaup keypti fyrir um 270 milljónir króna en Sólveig Nanna Hafsteinsdóttir er skráður eigandi. Félagið Íshóll ehf. sem er í eigu fjár- festisins Stefáns Ákasonar keypti einnig fyrir um 270 milljónir í bank- anum. Pálmi Haraldsson í Fons keypti fyrir um 224 milljónir í gegnum fyrirtæki sitt Sólvelli. Jóhann Hall- dórsson keypti fyrir um 180 millj- ónir í gegnum félag sitt s8 ehf. Hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, sem eiga fyrirtækið Jóhann Rönning, keyptu fyrir tæplega 1.170 milljónir í gegn- um félag sitt Bóksal ehf. Þau eiga nú alls 2,5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þórður Már Jóhannesson fjárfestir keypti í gegnum tvö félög, Brekku Retail Ehf. og Fjárfestingarfélagið Brekku, fyrir alls um 108 milljónir. Meðal annarra kaupenda, sem alls voru 209 félög og einstaklingar, má nefna félagið Klambratún sem er í eigu Ólafs Andra Ragnarssonar, Íslenska tónlist ehf. sem er í eigu Sölva Blöndal og Sigurðar Reynis Harðarsonar, og fjárfestinn Halldór Karl Högnason sem keypti í gegnum félagið Valshöfða. Heildarsalan á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka færði ríkinu 52,7 milljarða króna. Ákveðið var að miða við gengið 117 krónur á hlut þó að verð hvers hluta í Kauphöll- inni væri þá 123 krónur. Síðan þá hefur gengið hækkað umtalsvert og var í lok dags í gær 129 krónur á hlut sem er ríflega tíu prósenta hækkun frá sölunni fyrir rúmum tveimur vikum. Hlutur þeirra sem keyptu þá hefur þannig alls hækkað um 5.300 milljónir króna. ■ Listi yfir þau sem græddu fimm milljarða á hálfum mánuði Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafs- dóttir keyptu hlut fyrir 1.170 milljónir sem nú er 1.287 milljóna virði. 4 Fréttir 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.