Fréttablaðið - 07.04.2022, Side 6
Níu sátu inni fyrir
nauðgun og þrettán
fyrir önnur kynferðis-
brot.
Föngum hefur fækkað í
íslenskum fangelsum sem
og annars staðar í Evrópu.
Faraldurinn spilar þar stóra
rullu. Hlutfall fíknifanga
hækkar hins vegar enn á
Íslandi.
kristinnhaukur@frettabladid.is
FANGELSISMÁL Hlutfall íslenskra
fanga sem sitja inni vegna fíkniefna
brota hækkar milli ára úr 35 í 37,4
prósent. Ísland er enn með næst
mesta fjölda fíknifanga í Evrópu,
samkvæmt úttekt Evrópuráðsins, á
eftir Lettlandi. Fjöldi fíknifanga er
nú meira en tvöfalt meðaltal allra
Evrópuríkja og umtalsvert meiri en
á hinum Norðurlöndunum.
Þróun refsinga og v iðhor f
almennings hafa ekki farið saman
þegar kemur að fíkniefnamálum
undanfarin ár. Aukin refsiharka
hefur færst í málaflokkinn og hlut
fall fíknifanga hækkað. Samkvæmt
könnunum Félagsvísindastofnunar
telja hins vegar færri fíkniefnabrot
þau alvarlegustu en áður. Fleiri telja
of beldisbrot, einkum kynferðis
ofbeldi, alvarlegri.
Tveir síðustu heilbrigðisráð
herrar, Svandís Svavarsdóttir og
Willum Þór Þórsson, hafa stefnt að
afglæpavæðingu neysluskammta
og þingflokkur Pírata hefur einnig
lagt fram slík frumvörp. Í lok mars
hætti Willum við að leggja fram
slíkt frumvarp á yfirstandandi þingi
og fékk hann mikla gagnrýni fyrir.
Í skýrslunni, sem nær til alls
ársins 2021, kemur fram að föngum
hafi fækkað á Íslandi, úr 164 í 150,
þegar gæsluvarðhaldsfangar eru
teknir með í töluna. Þetta er alþjóð
leg þróun í faraldrinum og skýrist
af ýmsum þáttum. Meðal annars
fækkun afbrota sem tengjast flutn
ingi milli landa, svo sem smygli,
mansali og f leiri af brotum. Einn
ig minni umsvifum dómstóla og
átaksverkefnum í mörgum löndum
þar sem föngum var sleppt fyrr
vegna vissra glæpa til að reyna að
minnka smithættu.
Þrátt fyrir mikla fækkun fanga
á Íslandi fækkaði fíkniföngum
hins vegar aðeins um 1, úr 47 í 46.
Af alvarlegustu glæpunum sátu 14
inni fyrir morð eða morðtilraun, 14
fyrir líkamsárás, 9 fyrir nauðgun og
13 fyrir önnur kynferðisbrot. Hlut
fall kynferðisbrotamanna sem sitja
inni er með því hærra í álfunni en
Norðmenn eru með langhæsta hlut
fallið, samanlagt 28 prósent.
Mesta fækkunin hefur orðið hjá
þeim sem sitja inni fyrir umferðar
lagabrot. Árið 2020 voru þeir 19
talsins en aðeins 5 ári seinna. 4 sátu
inni fyrir rán, 11 fyrir þjófnað og 1
fyrir annars konar fjármálamisferli.
Hlutfall útlendinga hækkar milli
ára úr 19 í 23 prósent, og þar af er
fjórðungur frá löndum utan ESB
og EESsvæðisins. Meðal dóma
lengdin er rúmlega hálft ár og 16
fangar afplánuðu utan fangelsa,
svo sem í barnaverndarúrræðum,
heilbrigðisstofnunum og á Vernd.
Meðalaldur fanga er rúmlega 37
ár, 30 fangar voru yfir fimmtugu
en aðeins 3 yfir sextugu. Aðeins 9
konur sátu inni, eða 6 prósent, en
12 konur sátu inni árið 2020. Eng
inn fangi f lúði og enginn lést bak
við lás og slá. n
Færri fangar en fíknifangar eru tvöfalt
fleiri miðað við önnur lönd í Evrópu
Föngum hefur
fækkað um
þrettán milli ára
en aðeins einn
er fíknifangi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ NEGLA
NIÐUR TÍMA Í DEKKJASKIPTI
Renndu við
Skútuvogur 2, Reykjavík
Fitjabraut 12, Njarðvík
Smiðjuvegur 34, Kópavogur
Hjallaraun 4, Hafnarfjörður
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Vegagerðin samþykkir
ekki breytingu flettiskiltis við Byko
í stafrænt skilti þar sem breytingin
sé til þess fallin að fanga athygli
ökumanna sem kunni að draga úr
umferðaröryggi.
HK hefur sótt um að breyta
gamla flettiskiltinu við Byko í staf
rænt skilti en sambærileg umsókn
barst varðandi breytingar á f letti
skiltum við Fífuna og Múlalind þar
sem skilti var breytt í ljósaskilti og
sagði Vegagerðin svipað í erindi
sínu gegn þeim skiltum. Kópavogs
bær tók ekki mark á rökum Vega
gerðarinnar.
Reykjavíkurborg og Samgöngu
stofa gera ekki athugasemdir við
breytingarnar á skiltinu. n
Vegagerðin á móti
stafrænu skilti
benediktboas@frettabladid.is
LÝ Ð H E I L S A Br it ish A mer ican
Tobacco Denmark, eða BAT, einn
stærsti tóbaksframleiðandi í Evr
ópu, hefur sent inn umsögn vegna
frumvarps Willums Þórs Þórssonar
heilbrigðisráðherra um nikótín
vörur, rafrettur og áfyllingar fyrir
rafrettur.
Þar segir að fyrirtækið styðji í
grundvallaratriðum stefnumark
mið ríkisstjórnarinnar um að koma
í veg fyrir reykingar og notkun
barna á nikótínvörum sem eru
ætlaðar fullorðnum. BAT fagnar
úrræðum eins og heilsuviðvör
unum fyrir nikótínpúða, aldurs
takmörkum og banni við notkun
púðanna á svæðum eins og skólum
án þess þó að draga úr mikilvægi
púðanna sem skaðaminnkunar
úrræðis.
Það eru þó nokkur atriði frum
varpsins sem BAT er andvígt, eins
og að það nikótín sem innihaldi
nammi og ávaxtabragð verði
bannað. Þetta segir BAT að geti
grafið undan lýðheilsumarkmiðum
frumvarpsins frekar en að efla þau.
„Bragðefni gegna lykilhlutverki í
að auðvelda reykingamönnum að
skipta yfir í minna skaðlegan val
kost. Nikótínvörur og rafsígarettur
með bragðefnum geta þannig skipt
sköpum í baráttunni gegn tóbaks
notkun og stutt reykingamenn við
að slökkva í sígarettunni,“ segir í
umsögninni. n
Bragðbann grafi undan lýðheilsumarkmiðum
Nikótínpúðar hafa tekið við íslenska
bagginu í munni ungmenna.
georg@frettabladid.is
KÍNA Nokkrar af stærstu olíu
hreinsistöðvum Kína hafa nýverið
dregið úr viðskiptum sínum við
r ússneska olíuf ramleiðendur.
Talið er að fyrirtækin, sem öll eru
ríkisrekin, séu að bregðast við til
mælum stjórnvalda þar í landi
sem hafa kallað eftir því að gætt sé
varúðar í viðskiptum við rússnesk
fyrirtæki.
Kínversk stjórnvöld hafa þurft
að endurskilgreina samband sitt
við Rússland í kjölfar innrásarinn
ar í Úkraínu. Það er vegna þrýst
ings frá Vesturveldunum sem hafa
lagst í umfangsmiklar refsiaðgerðir
gegn Rússlandi. Ríkin hafa ræktað
með sér náið samband á síðustu
árum en nú gæti bandalag þeirra
verið komið í uppnám. n
Kínversk félög
kaupa minna af
olíu frá Rússum
Forsetar Rússlands og Kína.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
6 Fréttir 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ