Fréttablaðið - 19.04.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.04.2022, Blaðsíða 2
Gæsuð AðAlfundur verður haldinn í Origo höllinni að Hlíðarenda fimmtudaginn 28. apríl, kl. 17:00. Dagsskrá aðalfundar er samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Vals knattspyrnufélagsins Vals Talið er að 500 til 600 sjálfs­ vígstilraunir séu gerðar á Íslandi á hverju ári og að á milli 30 og 50 manns láti lífið. Eitthvað verulega mikið er að í samfélagi sem sættir sig við þessa staðreynd segir í kynn­ ingu á nýrri heimildarmynd. thorgrimur@frettabladid.is SJÁLFSVÍG „Þetta var að gerast kring­ um okkur í hverfinu okkar,“ sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson um viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar sinnar sem frum­ sýnd verður í Bíó Paradís í dag. „Þetta var að gerast í húsum þar sem við bjuggum, í kjallaranum, hjá nágrönnum, og í fjörunni fyrir framan húsið hjá okkur. Það var ekki annað hægt en að svara þess­ ari köllun, sem við höfum alltaf gert með okkar myndum.“ Myndin, sem Helgi gerði ásamt Titti Johnson, fjallar um sjálfsvíg á Íslandi. Að því er kemur fram í til­ kynningu um myndina hafa að minnsta kosti 211 einstaklingar fallið fyrir eigin hendi á Íslandi síðan gerð myndarinnar hófst árið 2017. Í henni er rætt við aðstandendur og ástvini fólks sem hefur fyrirfarið sér og reynt er að miðla reynslu þeirra „Fyrir nokkrum dögum sá ég skiltið fyrir ofan Litlu kaffistofuna á Suðurlandsveginum,“ segir Helgi. „Þar sá ég að tveir höfðu látist í umferðarslysum á árinu. Þá varð mér hugsað til þessarar myndar og að það eru mun fleiri en tveir sem hafa fallið á árinu fyrir eigin hendi. Það væri ágætis hugmynd að hafa sams konar skilti fyrir fólk sem hefur fyrirfarið sér. Það þarf að vekja meiri athygli á því og auka forvarnir í þessu.“ Helgi segir að mikil þöggun sé í kringum sjálfsvíg í íslensku sam­ félagi. Það tengir hann við alda­ gamla smánun á fólki sem fallið hefur fyrir eigin hendi og nefnir til dæmis að áður fyrr hafi ekki einu sinni mátt jarðsetja þennan hóp fólks í vígðri mold. Hann segist vona að myndin verði þeim sem sjá hana hugvekja. „Þetta er mikið umhugsunarefni. Sérstaklega fyrir stjórnvöld, með til­ liti til geðdeildanna og hvernig þær eru sveltar, hvernig þeim er lokað á ákveðnum tímum. Þetta er ekki aðgengilegt fyrir fólk sem þarf virki­ lega á hjálp að halda.“ Helst segir Helgi vilja halda sér­ staka á sýningu á myndinni fyrir ráðherra og annað áhrifafólk. „Nú virðist vera nóg til af öllu þegar í harðbakkann slær. En svo þegar varðar þessi mál er ekki hægt að gera nokkurn skapaðan hlut, heldur er lokað og fólk sett í svelti og lítið sem ekkert gert fyrir þessi samtök sem vilja breytingar, eins og Pieta og Sorgarmiðstöð.“ n Sjálfsvígin eru umlykjandi málefni en þögguð niður Helgi Felixson og Titti Johnson frumsýna nýja mynd sína um sjálfsvíg í Bíó Paradís í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þegar varðar þessi mál er ekki hægt að gera nokkurn skapaðan hlut, heldur er lokað og fólk sett í svelti. Helgi Felixson, kvikmyndagerðarmaður Fyrirtaksvorveður var í gær, annan í páskum, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík eins og víða um land. Menn og málleysingjar léku því við hvern sinn fingur og jafnvel hver við annan eins og þessi gæs. Hún lét vel að starfsmanni sem tekið hafði sér örlítið vinnuhlé í garðinum. Veðurstofan spáir áfram mildu veðri og jafnvel þrettán gráða hita í höfuðborginni á fimmtudag, sumardaginn fyrsta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kristinnpall@frettabladid.is FUGLAR Sigurborg Daðadóttir, yfir­ dýralæknir Matvælastofnunar, sagði í gærkvöld að ekki hefðu borist til­ kynningar um fleiri tilfelli fugla­ flensu um helgina. Sagði Sigurborg að vanda berast tilkynningar um dauða fugla víða en að ekkert bendi til fuglaflensu í þeim. Fyrir helgi var staðfest að fugla­ flensa hefði greinst í þremur villtum fuglum hér á landi. Ákveðið var að aflífa hænu sem var með einkenni flensunnar. Sigurborg tók undir að það gætu fleiri tilkynningar borist inn í dag þegar fólk hefur daglegt líf að nýju eftir páskafrí. n Ekki fleiri staðfest smit fuglaflensu um páskahelgina gar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA „Það er ekki þægi­ legt neinu sveitarfélagi að búa við umhverfi þar sem ráðuneyti kemur undanþágum frá kvöðum vegna sölu jarða yfir á viðkomandi sveitar­ félag,“ segir byggðarráð Húnaþings vestra í harðorðri bókun. Vísar ráðið til þess að matvæla­ ráðuneytið óskaði eftir því að Húna­ þing vestra staðfesti nýtingu jarðar Núpsdalstungu án búsetu. Ráðu­ neytið hafi áður samþykkt sölu Núpsdalstungu til kaupanda sem hafi átt yfir 1.500 hektara lands, gegn því að búseta yrði skylda. „Er því gagnrýnt að ráðuneytið reyni að fría sig ábyrgð og varpi henni yfir á sveitarfélagið eingöngu, sérlega þar sem þessi ákvarðana­ taka er samkvæmt lögum á herðum ráðuneytisins en ekki sveitarfélags­ ins. Vakin er athygli á að afstaða sveitarfélagsins snýr ekki sérstak­ lega að viðkomandi jörð heldur því viðhorfi sveitarstjórnar að jarðir eigi ekki að safnast á fárra manna hendur,“ bókar byggðarráðið og hefur endursent erindið í ráðu­ neytið. „Jafnframt þarf ráðuneytið að setja sér skýrari stefnu varðandi nýtingu lands til framtíðar og ákveða hvort það standi almennt til að fylgja jarðalögum varðandi jarðasöfnun eða hvort það eigi ein­ ungis við á tyllidögum,“ er ítrekað í bókun byggðarráðsins. n Ráðuneyti sagt fría sig Svandís Svavarsdóttir er matvæla- ráðherra. MYND/AÐSEND Jarðir eiga ekki að safnast á fárra manna hendur. Byggðaráð Húnaþings vestra 2 Fréttir 19. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.