Fréttablaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Alvarleiki málsins er jafn ein- faldur og hann er sár. Seljendur bankans handvöldu kaup- endur. Þeir hnipptu í vini sína svo þeir gætu hagn- ast ríkulega yfir nótt á eigin þjóð. Það eina sem erfitt er að skilja í stöðunni er afstaða ríkis- stjórnar- flokkanna til málsins. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is ser@frettabladid.is Báknið burt Allt frá því stuttbuxnadeildin í þáverandi frjálshyggjuþenkjandi Sjálfstæðisflokki hamraði á slagorðinu Báknið burt á áttunda áratug síðustu aldar, eða fyrir bráðum hálfri öld, hefur lítið sem ekkert borið á efndum í þeim efnum, enda hefur reynslan kennt hinum dæmigerða hægri­ manni sem breytist í íhalds­ mann með árunum, að báknið verður að hafa pláss fyrir hann í þægilega innivinnu sem meira er borgað fyrir en sem nemur við­ verunni. Þess vegna fór báknið aldrei burt, af því að ráðningar­ þjónusta pilsfaldakapítalismans var bara einfaldlega þægilegri en niðurskurðurinn. Nýja leiðin En nú hafa sömu hægrimenn komið sjálfum sér á óvart og hnotið um alveg einstaklega frumlega leið til að efna loksins inntakið í gamla slagorðinu. Hún gengur í stuttu máli út á það að leggja niður þær stofnanir sem geta tekið höggið af skandölum sinna ráðherra. Bankasýsla ríkisins hlýtur að gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Og hið líflega og einstaklega spennandi Félag forstöðumanna ríkisstofn­ ana verður fyrir vikið að kalla til almennilega langs fundar um þann augljósa ótta að stofn­ anir þeirra verði hver af annarri lagðar niður um leið og ráðherr­ arnir renna til á svellinu. n Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlar að freista þess að bíða af sér söluklúð­ ur á rösklega tuttugu prósenta hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka. Pólitískri ábyrgð á góðvinavæðingu sölunnar á til skamms tíma að velta yfir á opinbera starfsmenn Bankasýslunnar, en til langs tíma á að fresta henni fram yfir langdregna úttekt Ríkisendurskoðunar á innanbúðarspillingunni. Íslenskara getur það ekki orðið. En þjóðin hefur séð í gegnum gjörninginn. Og þótt hún sé orðin ýmsu vön af ábyrgðarleysinu í íslenskri pólitík lætur hún ekki lengur blindast svo auðveldlega af þeim orðavaðli að allt sé þetta öðru fólki að kenna. Bankasalan er á ábyrgð ríkjandi stjórnvalda. Undirbúningur sölunnar og aðferðafræði henn­ ar er byggð á vitneskju og samþykki fjármála­ ráðherra og forsætisráðherra – og eftir atvikum annarra ráðherra við ríkisstjórnarborðið. Það er ekki öðru valdi til að dreifa. Og það sem hér hefur gerst er reginhneyksli, en þó raunar svo gamalkunnug spilling af ein­ beittari gerðinni, að öllu sæmilega þenkjandi fólki hlýtur að sárna það mjög að valdhafar hafi lítið sem ekkert lært af fyrri tíma klambri í sölu á ríkisbönkum. Alvarleiki málsins er jafn einfaldur og hann er sár. Seljendur bankans handvöldu kaupendur. Þeir hnipptu í vini sína svo þeir gætu hagnast ríkulega yfir nótt á eigin þjóð. Það eina ánægjulega við þennan átakanlega skussahátt er að þjóðin er svo til öll á sama máli og lýsir andúð sinni á sölunni. Annað verður ekki ráðið af skoðanakönnuninni sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var á útsíðu þess í gærdag. Alls 83 prósent þjóðarinnar eru óánægð með fyrirkomulag sölunnar, en aðeins sjö prósent ánægð með hana – og þótt Sjálfstæðismenn séu kannski eðli málsins samkvæmt mest upp með sér yfir viðskiptunum, eru þó 44 prósent þeirra óánægð með söluna. Það eru tíðindi, ekki síður en þau að aðeins fimm prósent Framsóknar­ manna eru ánægð með söluna og eitt prósent fylgjenda Vinstri grænna. En ráðherrarnir yppa öxlum og eru raunar svo upplitsdjarfir að þeir sjá enga ástæðu til þess að einn mikilvægasti þáttur þingstarfanna, eftir­ litshlutverkið, sé virkjaður vegna þessa hörmu­ lega háttalags við sölu á ríkiseignum. Í staðinn á að veðja á Ríkisendurskoðun, sem mun aldrei geta tengt saman alla þá þræði sem nauðsynlegt er í þessu máli, svo sem að upplýsa um hlutverk milliliðanna í sölunni. En til þess er leyndin líklega valin. n Pólitísk ábyrgð Íslendingar hafa slæma reynslu af einkavæðingu banka. Í ljósi hennar var á Alþingi lagt kapp á að setja eignarhaldi ríkisins á bönkum skýra lagaumgjörð, m.a. með stofnun Bankasýslu og setningu sérstakra laga um það hvernig skuli staðið að sölu eignarhluta ríkisins – almennings – í bönkum. Nú er þetta fyrir­ komulag í uppnámi og krafan um rannsókn á sölu 22,5% hlutar ríkisins í Íslandsbanka skýr og skiljanleg. Það eina sem erfitt er að skilja í stöðunni er afstaða ríkisstjórnarflokkanna til málsins. Alþingi getur lögum samkvæmt sett á fót rann­ sóknarnefndir sem hafa víðtækar heimildir til gagna­ og upplýsingaöflunar. Einstaklingum, lögaðilum og stofnunum er skylt að afhenda rannsóknarnefnd gögn, og lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki rétt rannsóknarnefnda til upplýsinga. Þær hafa einnig heimildir til þess að kalla einstaklinga til skýrslu­ gjafar og úrræði til þess að fá einstakling kallaðan fyrir dóm, verði hann ekki við ósk um skýrslugjöf. Lögin hafa einnig að geyma ákvæði um réttarstöðu einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd og vernd upp­ ljóstrara. Rannsóknarnefnd er sjálfstæð í störfum sínum og lýtur ekki fyrirmælum neinna. Skoðunarheimildir ríkisendurskoðanda afmarkast við þá aðila sem falla undir starfssvið hans. Hann skal í störfum sínum hafa eftirlit með nýtingu tekna ríkisins og meðferð fjárheimilda og að ráðstöfun þeirra sé hagkvæm og í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis. Í svari sínu við beiðni fjármála­ og efnahagsráðherra um úttekt á bankasölunni vísaði Ríkisendurskoðun ekki til lagaákvæða um meginverk­ efni stofnunarinnar, heldur til greinar þar sem vísað er til sérstakra ástæðna og heimildar til gjaldtöku. Heimildir rannsóknarnefnda eru víðtækari og ann­ ars eðlis en þær sem ríkisendurskoðandi býr yfir. Á þessu tvennu er grundvallarmunur og því mikilvægt að Alþingi setji á fót rannsóknarnefnd um banka­ söluna. Á það verður látið reyna strax og þing kemur saman á ný. n Rannsökum málið undanbragðalaust Þórunn Svein- bjarnardóttir formaður stjórn­ skipunar­ og eftirlitsnefndar Alþingis FRÉTTAVAKTIN kl. 18.30 Fréttaumfjöllun fyrir alla. í opinni dagskrá á virkum dögum á Hringbraut og frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 21. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.