Fréttablaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 20
Evrópska söngvakeppnin hefur verið haldin frá árinu 1956 og er einn af áhugaverð- ustu árlegu viðburðum sem fram fara í sjónvarpi. Margar skærustu stjörnur heimsins hafa komið fram á sjónar- sviðið í keppninni og nægir þar að nefna ABBA, Celine Dion og Cliff Richards. elin@frettabladid.is Eurovison er sá sjónvarpsvið- burður sem lengst hefur haldist á skjánum og nýtur ávallt mikillar eftirvæntingar. Írar hafa verið sigursælir í keppninni og hafa sex sinnum haldið hana. All Kinds of Everything með Dönu, sem vann keppnina árið 1970, varð gríðar- lega vinsælt og sömuleiðis lögin What's Another Year og Hold Me Now með Johnny Logan. Það fyrra vann árið 1980 og hið seinna 1987. Keppnin hefur einu sinni fallið niður en það var árið 2020 vegna Covid-19. Allt frá fyrstu tíð hafa klæðnaður, hárgreiðsla og förðun vakið mikla athygli áhorfenda. Mörg eftirminnileg atriði í keppninni hafa oft verið rifjuð upp, til dæmis söngvarinn Andriy Danylko frá Úkraínu sem er mikið uppáhaldsatriði margra. Hann kom fram í dragi undir nafninu Verka Serduchka og flutti lagið Dancing Lasha Tumbai sem lenti í öðru sæti í keppninni. Ísraelska söngkonan Dana International hristi einnig upp í keppninni þegar hún vann á sviðinu í Birmingham árið 1998 og var þar með fyrsta transkonan til að gera það. Hún var klædd í hátískukjól sem hannaður var af Jean Paul Gaultier. Conchita Wurst var sömuleiðis stórkostlegur sigurvegari Eurovisi- on, klæddur í drag og með skegg. Conchita, sem er frá Austurríki, bar sigur úr býtum árið 2014 í Kaupmannahöfn. Eurovision-undankeppnin 2022 fer fram í Tórínó á Ítalíu 10. og 12. maí en úrslitin verða laugardaginn 14. maí. Ítalski sjónvarpsmaðurinn Alessandro Cattelan, söngkonan Laura Pausini og söngvarinn Mika verða kynnar keppninnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ítalir halda keppnina, fyrst 1965 í Napólí og 1991 í Róm. Fjörutíu lönd keppa að þessu sinni í Pala Olimpico-höllinni en þar fóru fram Vetrarólympíuleikar í íshokkí árið 2006. Þótt Íslendingar hafi fyrst tekið þátt í keppninni árið 1986 var sýnt frá henni hér á landi allt frá árinu 1970 þótt ekki hafi það verið í beinni útsendingu í fyrstu. Keppnin varð engu að síður strax vinsæl hér á landi. n Eftirminnileg atriði úr Eurovision Þessar söng- konur frá Hvíta-Rússlandi þóttu íburðar- miklar með allt þetta vængja- haf þegar þær sungu lagið But- terflies í Euro- vision í Ósló árið 2010. Verka Serduchka frá Úkraínu vakti mikla athygli þegar hún kom fram í Helsinki í Finnlandi árið 2011. Það er óhætt að segja að Eurovision sé ekki bara söngkeppni heldur einnig mikil klæðasýning. Þessi tvö frá Þýskalandi, Oscar Loya og Dita Von Teese, vöktu mikla athygli í keppninni í Moskvu árið 2009. Allir muna þegar Lordi frá Finnlandi keppti í Eurovision. Þetta rauðklædda tvíeyki þótti ekki mjög smart. John og Edward eru tví- burar frá Írlandi en þeir kepptu í Þýskalandi 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ekki voru allir hrifnir af bláa kjólnum sem Jóhanna Guðrún bar í Eurovision árið 2009 í Moskvu. Hún söng sig þó inn í hjörtu fólks með laginu Is It True? sem hafnaði í öðru sæti. Einu sinni áður hafði Ísland náð þeim árangri, það var árið 1999 þegar Selma Björns- dóttir söng lagið All Out of Luck. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Þjáist af liðverkjum? Viðkvæmt ónæmiskerfi? - Of hár blóðþrýstingur? Arctic Star sæbjúgnahylki eru framleidd úr íslenskum sæbjúgum sem eru með: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Fjölbreytar amínósýrur • Taurín • Chondroitin súlfat • Peptíð • Vítamín og steinefni. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is 4 kynningarblað A L LT 21. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.