Fréttablaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 8
Við reynum að bjarga mannslífum, óháð því hver þarfnast aðstoðar- innar og hvar. Anne Poulsen, framkvæmda- stjóri Svæðisskrifstofu Mat- vælastofnunar SÞ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu eykur enn á neyð hungraðra íbúa sem berjast fyrir lífi sínu. Matvælakeðjur hafa rofnað. Hjálparsamtök segja mikla áskorun að koma mat til bágstaddra. bth@frettabladid.is ÚKRAÍNA Með stórfelldum árásum Rússa á austurhluta Úkraínu síð- ustu daga hefur neyð  úkraínskra íbúa aukist verulega og var ástandið þó slæmt fyrir. Anne Poulsen, hjá Svæðisskrif- stofu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, World Food Programme (WFP), segir að þrjár til fjórar millj- ónir Úkraínufólks búi nú við alvar- legan matvælaskort. Allt að helm- ingur Úkraínufólks hafi áhyggjur af því að finna ekki nóg að borða. Milljónir flóttamanna hafa flúið Úkraínu. Fleiri eru þó á faralds- fæti innan landsins án þess að hafa komist að landamærum. Enginn veit nákvæmlega umfang f lótta- mannavandans . Anne segir að fjórar til fimm milljónir Úkraínumanna, aðallega konur, börn og gamalmenni, hafi þegar f lúið land og leitað skjóls í nágrannalöndunum. Á sama tíma hafi 7-8 milljónir manna verið á ver- gangi innanlands. „Við veitum fólki í neyð mannúð- araðstoð. Við reynum  að bjarga mannslífum, óháð því hver þarfnast aðstoðarinnar og hvar,“ segir Anne. Að greina þarfir þess gríðarstóra hóps sem sé nú á ferðinni í Úkraínu í mjög óstöðugu ástandi er mikil áskorun fyrir WFP og samstarfsað- ila að sögn Anne. „Stærsta áskor- unin er á átakasvæðum, þar sem vantar upp á viðveru mannúðarað- ila til að dreifa mat og öðru.“ Einn liður í starfi WFP felst í við- ræðum við frjáls félagasamtök og kirkjur. Með því er hægt að auka líkur á að matvæli komist til þeirra sem helst þurfa á að halda. WFP taldi fyrir síðustu árásir Rússa að tæpur helmingur íbúa Úkraínu hefði áhyggjur af því að finna ekki nóg að borða. Líklegt er að sá hópur hafi stækkað. „Matur er eitt af þremur helstu áhyggjuefnum íbúanna. Hin tvö áhyggjuefnin eru öryggi og að finna eldsneyti til f lutninga,“ segir Anne. WFP áætlar að einn af hverjum fimm íbúum í Úkraínu hafi fækk- að máltíðum. Fullorðnir hafa víða þurft að borða minna svo börnin líði ekki skort. Matvælabirgða- keðja landsins er rofin. Kerfi sem áður sáu um að brauðfæða tugi milljóna eru að liðast í sundur, að sögn Anne. Vörubílar og lestir hafa verið  eyðilagðar, f lugvellir sprengdir í loft upp, margar brýr hafi fallið, matvöruverslanir hafa verið tæmdar sem og vöruhús. Mánaðarlegur viðbótarkostnað- ur WFP vegna þessa ástands er um fjórir milljarðar Bandaríkjadala. Kostnaður vex eftir því sem stríðið dregst. Árásir síðustu sólarhringa hafa enn aukið á vanlíðan íbúanna. Stuðningur íslenskra stjórn- valda hefur meðal annars falist í framlögum til mannúðarstarfs og neyðarviðbragða á vegum Samein- uðu þjóðanna og annarra alþjóða- stofnana. Borgaraþjónusta utan- ríkisráðuneytisins vinnur að því að aðstoða Íslendinga og fjölskyldur þeirra í Úkraínu, Rússlandi og nær- liggjandi löndum. n Helmingur Úkraínumanna segist hræðast hungursneyð Frá hjálparstarfi í Medyka þar sem meðal annars var boðið upp á mat og drykk. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Því fyrr sem krabbamein greinist, því betri eru batahorfur. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin. Hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum með góðri fræðslu og öflugum forvörnum, sem Velunnarar gera Krabbameinsfélaginu kleift að sinna með stuðningi sínum. Takk, kæri Velunnari. Með þér getum við gert svo ótalmargt. krabb.is/velunnari Fríar forskoðanir fyrir laseraðgerðir út apríl Tímapantanir 414 7000 /Augljos tsh@frettabladid.is BÓKMENNTIR Linda Ólafs dóttir, Sverrir Nor land og Kristín Helga Gunnars dóttir hlutu Barna bóka- verð lau n Reyk ja v í k u r bor g a r 2022 fyrir bækurnar Reykja vík barnanna, Eld hugar: Konurnar sem gerðu að eins það sem þær vildu og Ó temjur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verð launin við há tíð lega at- höfn Höfða í gær. Barnabókaverðlaun Reykja víkur- borgar eru veitt í þremur flokkum bóka fyrir börn og ung menni, flokki bóka frumsaminna á íslensku, flokki myndlýsinga og flokki þýðinga. Um er að ræða elstu barnabókverð laun landsins, en þau voru fyrst veitt 1973 sem Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykja víkur. n Barnabókaverðlaun Reykjavíkur veitt Tinna Ásgeirsdóttir, formaður dómnefndar, og Dagur B. Eggertsson ásamt verðlaunahöfunum Kristínu Helgu, Sverri og Lindu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kristinnpall@frettabladid.is HÚSDÝR Vigdís Hauksdóttir var eini fulltrúi umhverfis- og heilbrigðis- ráðs Reykjavíkur sem hafnaði beiðni um leyfi til hænsnahalds á heimili í Skerjafirði. Vigdís telur að það sé verið að bjóða hættunni heim í ljósi frétta af fuglaflensusmitum. Leyfisbeiðnin um að halda fjórar hænur var lögð fyrir ráðið í vikunni ásamt samþykki frá nágrönnum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög óábyrgt að sam- þykkja þessa tillögu. Nú geisar skæð fuglaflensa í landinu og þegar hefur þurft að drepa hænur á Suðurlandi. Hér er verið að bjóða hættunni heim í að viðhalda þessum bráðhættu- lega sjúkdómi í landinu. Í raun ríkir neyðarástand í landinu vegna sjúk- dómsins, “ kom meðal annars fram í bókun Vigdísar. n Andvíg hænum í bænum í faraldrinum Vigdís Hauks- dóttir, fulltrúi Miðflokksins í Reykjavík 8 Fréttir 21. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.