Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Side 5
5Siglfirðingablaðið
bæjarbúa fyrir mjólk og mjólkurvörur;
jafnframt hafði bærinn tryggt vörur
frá Akureyri, og síðar frá Sauðárkróki
„þó hún hafi stundum verið súr“, eftir
langan flutning, eins og segir í bréfi til
Hólsbúsnefndar árið 1940.
Uppbygging og aukin ræktun
Siglufjarðarkaupstaður keypti býlið
Hól af Þorleifi Bergssyni, sem þar
bjó, árið 1927. Búið byrjaði með 20
mjólkandi kýr. Það stækkaði svo smátt
og smátt; kýrnar voru orðnar um 40
um 1940; þær urðu flestar nálægt 70
um 1960. Ársframleiðslan fór hæst í
tæpa 200 þúsund lítra upp úr 1960.
Í fyrstu takmarkaðist landnýting
Hólsbúsins við heimatún Hóls, en
náði síðar einnig yfir Leyning, Saurbæ,
Skarðdalskot og Efri- og Neðri
Skútu. Áhersla var lögð á að stækka
ræktunarlandið með tilheyrandi
skurðgreftri og plægingum. Einn
síðasti túnbletturinn sem búið ræktaði
var á Leyningsmýrum, rétt norðan
við stíflu vatnsveitu bæjarins innst í
Hólsdalnum. Auk þessa leigði búið
af og til lönd til ræktunar, m.a. í
Haganesi í Haganesvík og í Vík í
Sæmundarhlíð.
Nýtingarlandið var lengi framan
af alltof lítið til að tryggja nægilegt
fóður fyrir gripi búsins. Því þurfti að
kaupa hey. Heykaupin stóðu í beinu
sambandi við stærð ræktarlandsins sem
búið hafði yfir að ráða, en réðust líka
af tíðarfari. Kaupin voru aðallega gerð
í Skagafirði, allt frá Austur-Fljótum
og upp í Sæmundarhlíð, en einnig
einu sinni í Hrísey. Þau fóru líklega
hæst í 2000 hesta á einu ári, 1949, en
urðu svo engin undir það síðasta. Þá
var framleiðsla búsins sjálfs orðin um
3000 hestar á ári.
Fyrsta hús Hólsbúsins var byggt árið
1928. Segja má að það standi enn, sem
kjarninn í miðhluta þeirrar húsalengju
sem nú prýðir Hólshlaðið. Syðsti
hlutinn var byggður fyrir bústjóra og
mötuneyti árið 1934, en nyrsti hlutinn
var byggður um 1960; hann kom í
stað timburhúss sem þar stóð en fauk
í ofviðri í nóvember 1959. Fjósið
og hlaðan, sem lengi settu stærstan
svip á staðinn, voru byggð í þremur
Heimilisfólkið á Hóli: Arnþór
Blöndal, Lúðvík Albertsson, Reynir
Sigurðsson, Gunnlaugur Sigurðsson,
Sigmar Magnússon, óþekkt, Svava
Aðalsteinsdóttir, Þorleifur Einarsson,
Magnús Sigmarsson, Stefán Sigmarsson,
Bára Stefánsdóttir, Marínó Magnússon,
Guðrún Sigmundsdóttir, Guðmundur
Jónasson, Margrét Jónsdóttir, Sæmundur
Kristjánsson, Guðrún Jónsdóttir. Myndin
líklega tekin 1953.