Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2017, Page 9

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2017, Page 9
9Siglfirðingablaðið Fögnum 100 ára afmælinu 2018 ldarafmælis kaupstaðarréttinda á Siglufirði verður fagnað á næsta ári. Siglufjörður hlaut kaupstaðarréttindi 20. maí 1918 og hundrað árum áður verslunarréttindi. Það er því ærið tilefni til að fagna nú 100 ára kaupstaðarafmælinu og 200 ára verslunarafmælinu. En það eru ekki einu afmælin sem við ætlum að fara í á árinu! 1. desember fögnum við 100 ára fullveldi Íslands. Alþingi ætlar að gera þeim stóru tímamótum góð skil og við Siglfirðingar, hvort sem við erum búsett í Fjallabyggð eða utan, ætlum að gera afmæli okkar góða bæjar góð skil. Bæjarstjórn Fjallabyggar hefur sett á laggirnar afmælisnefnd sem hefur það verk með höndum að setja saman dagskrá fyrir afmælishátíðina. Undirrituð situr í nefndinni fyrir hönd Siglfirðingafélagins og liggja nú drög að dagskrá hátíðarinnar fyrir. Það helsta sem mætti nefna nú á þessu stigi er að stefnt er að því að hápunktur afmælisársins verði á afmælisdeginum sjálfum 20. maí en þá verði slegið upp veglegri afmælisveislu og þangað boðið Siglfirðingum nær og fjær. Fólk ætti því að merkja við daginn í dagatalinu og gera ráðstafanir til að vera fyrir norðan um Hvítasunnu 2018 en 20. maí 2018 ber upp á Hvítasunnudag. Næsta sumar má síðan búast við hinum ýmsu uppákomum tengdum afmælinu í tengslum við hinar ýmsu hátíðir á Siglufirði eins og til dæmis Þjóðlagahátíðina, Trilludaga og Norræna strandmenningarhátíð, sem til stendur að halda í júlí. Við hjá Siglfirðingafélaginu ætlum að sjálfsögðu að halda upp á afmælið einnig hér sunnan heiða og hefur sunnudagurinn 27. maí 2018 orðið fyrir valinu. Þetta er daginn eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 sem gerir daginn vonandi bara enn betri. Hefð er fyrir því að halda hið árlega Siglfirðingakaffi í kringum afmælisdaginn 20. maí og því upplagt að slá saman kaffideginum og stórafmælinu 2018 í eina heljarinnar stórafmælisveislu. Afmælið hér sunnan heiða verður haldið í Grafarvogskirkju sunnudaginn 27. maí og hefst með messu kl. 14. Dagskráin verður auglýst síðar. Nú, afmælisbörnum viljum við gefa afmælisgjöf. Ekkert er meira viðeigandi fyrir þetta fallega afmælisbarn en 100 ára saga þess í máli og myndum. Vildarvinir Siglufjarðar, með þá Guðmund Stefán Jónsson, Gunnar Trausta Guðbjörnsson, Jónas Skúlason og Árna Jörgensen í broddi fylkingar, hafa undarfarnar vikur og mánuði unnið ötullega að því að fjármagna gerð sjónvarpsþátta um 100 ára sögu Siglufjarðar. Samningar hafa náðst við RÚV um gerð 4 -5 þátta og er gert ráð fyrir að þeir verði sýndir í vetrardagskrá RÚV 2018/2019. Þættirnir verða gjöf okkar allra til Fjallabyggðar og verða þeir formlega afhentir afmælisbarninu að gjöf í afmælisveislunni heima á Sigló 20. maí 2018. Við hvetjum ykkur til að taka þessa daga frá, sunnudaginn 20. maí 2018 á Siglufirði og sunnudaginn 27. maí 2018 í Grafarvogskirkju . Frekari dagskrá fyrir báða viðburði verður auglýst síðar. Rakel Fleckenstein Björnsdóttir Formaður Siglfirðingafélagsins A

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.