Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Síða 11

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Síða 11
11Siglfirðingablaðið Hver er maðurinn? Ég heiti Pétur Halldórsson og er fæddur 1. águst 1956 á Siglufirði. Foreldrar mínir eru Ása Jónasdóttir og Halldór Þorleifsson. Við erum alls átta systkinin, þar af einn hálfbróðir, sjö ólust upp saman á heimili foreldra okkar á Siglufirði og er ég yngstur. Ég flutti svo þaðan þegar ég var að verða 17 ára til Reykjavíkur. Uppvöxtur og bernska Við vorum kannski ekkert svo vel fjáð á þessum tíma enda fjölskyldan stór og því var maður sendur í sveit þegar maður var ekki í skólanum. Ég var sex ára þegar ég var fyrst sendur í sveit og fór síðan öll sumur þar til ég varð 12 ára. Það voru því frekar fáar tómstundir sem maður var í s.s. fótbolti og slíkt, sumaríþróttir duttu alveg uppfyrir hjá mér. Ég stundaði aðeins skíði yfir vetrartímann, það var gaman en ég æfði ekki skíði. Söngur og leiklist í skólanum þótti mér mjög skemmtilegt og tók þátt í slíku félagsstarfi. Sumrin á Siglufirði, þeim man ég lítið eftir nema að skólinn var búinn og ég fór í sveitina og kom svo heim í endaðan ágúst.Ég fékk til að mynda ekki leyfi fyrr en ég var 12 ára til að fara að vinna á síldarplani. Það var líka síðasta síldarárið eða 1968, þá vann ég hjá Hinriksen. Á unglingsárunum neitaði ég að fara í sveitina, ég fékk þá m.a. vinnu í verslun hjá Gesti Fanndal, ég vann við löndun hjá Stúarafélaginu, en við lönduðum úr togurum og vorum líka í því skipa út frystum fiski úr frystihúsunum í borð um skip og þess háttar. Stúrarafélagið var mjög merkilegt, þar voru gamlir harðjaxlar og þetta var skemmtileg vinna, það var þroskandi að vinna með þessum Ég er og verð Siglfirðingur, því það er þar sem ræturnar liggja -segir Pétur Halldórsson, sem situr nú í bæjarstjórn Sarpsborgar í Noregi. Systkinin á Kirkjustíg. Standandi: Valla og Sigga. Sitjandi: Þorleifur, Þorvaldur með Pétur þá Leifur og Jónas Halldórsbörn. Æskuheimilið Kirkjustígur 5.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.