Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2017, Qupperneq 12

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2017, Qupperneq 12
Siglfirðingablaðið12 köllum sem kenndu manni ýmislegt. Ég vann þar eitt sumar, svo vann ég í frystihúsinu eitt sumar eða í Síldarverksmiðju Ríkisins. Menntun og atvinna Ég gekk náttúrulega í barna- og gagnfræðaskóla á Siglufirði og fór svo suður í nám í kjötiðnaði hjá Sláturfélagi Suðurlands. Ég tók sveinspróf rúmum fjórum árum eftir að ég kom suður en um leið tók ég kokkapróf í kvöldskólanum. Ég tók próf fyrir matsvein til sjós, fyrst sem matsveinn á fiskiskipum og síðan á farskipum, það hefur komið sér vel. Ég starfaði síðan í Reykjavík, bæði í Kjöthöllinni og Kjötbúðinni Víði. Eftir að ég flutti suður þá kom ég heim að sumri og fékk vinnu aftur í fyrstihúsinu sem eftirlitsmaður því ég var kominn í nám í Iðnskólanum og farinn að læra næringarefnafræði og um bakterírur, það þótti því gott að hafa mann í eftirlitinu. Þetta var nú allt gott ogt blessað nema hvað að framtíðin lá ekkert í þessu. Það var lítil uppbygging á Siglufirði og ég man eftir að þegar ég var búinn að læra og taka sveinsprófið, kom ég heim í sumarfrí, þá kom einn af „heldri“ mönnum bæjarins og bankaði heima. Hann vildi ræða við mig um að að ég startaði kjötiðnaðarstöð á Siglufirði. Hann gæti skaffað húsnæði og lagt til fjármagn í startið. Ég horfði bara á hann og sagði: Nei takk! . Ég hafði nefnilega ekki hugsað mér að setjast að á Siglufirði Ég fór síðan til Vestmannaeyja eina vertíð áður en ég ákvað að fara til Ísrael með kunningja mínum. Þar fór ég á Kibbutz (samyrkjubú) og dvaldi þar í þrjá mánuði. Þar kynntist ég fólki frá ýmsum þjóðum og nýrri menningu. Út um víðan völl Í Ísrael kynntist ég stúlku frá Noregi sem varð mér kær en ég ákvað samt að fara aftur heim til Siglufjarðar og vinna í nokkra mánuði við síldarbræðsluna. Síðan fékk ég einn af bræðrum mínum, Jónas Halldórsson, til að fara með mér til Noregs. Þegar Jónas fór heim varð ég eftir í Noregi hjá kærustunni og fékk fljótlega vinnu í kjötvinnslu. Ég flutti svo út í desember árið 1980 og eftir að hafa búið í um það bil einn mánuð í Sarpsborg í Noregi var ég orðinn deildarstjóri í stórri verslun Miranda matsenter í Rakkestad. Ég fór síðar að vinna við kjötskurð i Gylde en vorið 1982 ákváðum ég og þáverandi kona mín Úrsúla Halldórsson að fara aftur til Ísrael og dvöldum við þar í nokkra mánuði. Það breytti svolítið tilverunni fyrir mig, ég fann út að mér finnst mjög skemmtilegt að vinna með fólki. Við héldum svo til baka til Sarpsborg í Noregi og ég ákvað að fara í nám. Við komum heim í desember og því var of seint að sækja um skólavist. Við urðum því að taka okkur hálfs árs frí til að bíða eftir nýju skólaári. Þá fórum við til Íslands, til Akureyrar, þar sem við fengum vinnu og bjuggum hjá bróður mínum Jónasi Halldórssyni og Mary Halldórsson sem átti ættingja á Kibbutzinu (samyrkjubúinu) þar sem við höfðum dvalið áður. Má segja að það hafi haft áhrif á að við fórum enn og aftur út, og þá sem partur af þeirri fjölskyldu enda áttum við í góðum samskiptum við fólkið hennar þar. Heimili og fjölskylda Eftir dvölina í Ísrael fórum við til Pétur tekur á því á söngskemmtun með kórnum í Solbakken.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.