Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Blaðsíða 14

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Blaðsíða 14
Siglfirðingablaðið14 lauk kennaranáminu eða í 28 ár og á orðið stóra fjölskyldu, vini og félaga hérna. Ég kenni krökkum á aldrinum 13 til 16 ára og t.d. kenni ég 14 ára krökkum matreiðslu og næringarfræði. Það er bæði gaman og gefandi og þau vaxa mikið á einu ári, þroskast og eru móttækileg. Kennslan hefur gefið mér mjög mikið og eftir öll þessi ár þá hlakka ég alltaf til að mæta til vinnu á ný eftir leyfi, fá nýja nemendur, hitta vinnufélagana og gera ný kennsluplön. Maður hefur nóg að vinna og snúast hér í Noregi. Fyrir utan kennsluna, starfa ég einnig í stéttarfélaginu Skolenes Landsforbund, er í stjórn LO-Sarpsborg og tek þátt í pólitíkinni, þá syng ég einnig í kór. Kórinn er samt svona meira tómstund og ventill fyrir mig, til að fá útrás og hugsa bara um tónlist. Þá gleymir maður pólitík og öllu öðru og slappar af. Ég hef einnig verið viðriðinn stéttarfélagsstörf, verið í stjórn stéttarfélags kennara, í landsstjórn, var héraðsformaður í nokkur ár og er ennþá starfandi í héraðsstjórn. Ég sit einnig í stjórn í Borgen Arbeiderlag hér í bænum og gerði það eftir stóru skotárásin í Utøya hér í Noregi. Þá ákvað ég að ganga í stjórnmálaflokkinn Arbeiderpartiet og stuttu eftir var ég kominn í stjórn LO- Sarpsborg. Þá tók ég þátt í bæjarstjórnarkosningum og sit nú í bæjarstjórn. Við þetta má bæta að ég starfa einnig í stjórn skóla og menntamála í Sarpsborg og er spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég hef reyndar ekki enn ákveðið hvort ég gef kost á mér annað kjörtímabil en það eru þrjú ár eftir af þessu, svo það er eiginlega of snemmt að segja nokkuð. Heimahagarnir Ég gæti ekki hugsað mér að flytja aftur heim, þ.e. að flytja aftur til Íslands. Það er þó gaman að koma í heimsóknir en ég á í dag fjögur börn í Noregi. Halldór er elstur fæddur 1975 og flutti sextán ára gamall til mín út til Noregs og er búsettur þar auk þriggja barna minna. Þannig að fjögur eru hér í Noregi og nú eru komin sex barnabörn. Ég er því kominn með stóra fjölskyldu hér í Noregi Það er því kannski skiljanlegt að ég get ekki hugsað mér að flytja í burtu héðan. Við Svala eigum einnig börn og barnabörn á Íslandi og þar á meðal Leikrit í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Björn Sveinsson, Jóel Kristjánsson, Pétur Halldórsson, Siggi Rikki og Lóa, Guðrún Blöndal og Jóhanna Ingimars. Pétur og Svala hafa komið sér vel fyrir í Solbakken með sína stóru fjölskyldu. Ég er Siglfirðingur sama hvað, af því að það er þar sem ræturnar liggja.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.