Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Síða 22

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Síða 22
Siglfirðingablaðið22 Bragi Magnússon, eða Bragi lögga eins og hann var gjarnan nefndur á Siglufirði, hefði orðið tíræður í janúar á þessu ári hefði hann lifað. Bragi setti svip sinn á Siglufjörð á sínum tíma vegna starfs síns og ríkra hæfileika á sviði teikninga og ritlistar. Hér verður fjallað um Braga í tilefni af þessum tímamótum og rætt við Þórdísi Völu, dóttur hans, sem minnist föður síns með mikilli hlýju. Undir handarjaðri ömmu sinnar Bragi Magnússon fæddist á Ísafirði í janúar 1917. Hann andaðist í apríl 2001. Bragi kvæntist Hörðu Guðmundsdóttur og áttu þau tvær dætur: Sigríði, Sirrý, sem var grafískur hönnuður, fædd 1943 en lést 2013; Þórdísi Völu, Systu, leikskólakennara og ritara, fædd 1947. Föðuramma Braga, Tormóna, tók hann í fóstur nýfæddan. Ólst hann upp undir handarjaðri hennar á heimili föður síns og stjúpmóður en þau fluttust til Siglufjarðar. Bragi átti fimm hálfsystkini sammæðra og jafnmörg samfeðra. Bragi stundaði ýmsa vinnu, var lengst af lögregluþjónn og varðstjóri á Siglufirði, gerðist gjaldkeri hjá bæjarfógetanum 1974 og gegndi því starfi til eftirlaunaaldurs. Heill og traustur „Við pabbi vorum mjög náin. Hann gerði fyrstu dúkkuna mína, smíðaði skíðin mín, bjó til bækur handa mér, kenndi mér að synda barnungri og ég fór margar veiðiferðir með honum í Fljótin. Hann var mjög ástríkur og umhugað um velferð okkar systra,“ segir Þórdís Vala í spjalli við Siglfirðingablaðið. „Ég man aldrei eftir því að hann hefði ekki tíma fyrir okkur. Hann setti sig mjög vel inn í það sem við vorum að gera, hvatti okkur áfram og lagði ríkt á við okkur að gera vel. Enda var hann sjálfur mjög vandvirkur. Hann var heill og traustur og stóð og féll með því sem hann var að gera. Hann var stolt æsku minnar. Pabbi var fjölhæfur og greindur en einnig gamansamur og skemmtilegur, bæði út á við og inni á heimilinu. Þrátt fyrir veikindi og erfiðleika ríkti gleði á heimilinu enda voru báðir foreldrar mínir spaugsamir.“ Smíðaði klukku, gítar og veiðistöng Sem dæmi um hve mikinn þátt Bragi tók í leik dætra sinna nefnir Þórdís Vala að hann hafi smíðað skuggamyndavél fyrir þær. „Við klipptum út myndir og myndasögur úr blöðum og límdum á karton og þessu var varpað á vegg. Krakkarnir á Hafnarhæðinni fengu að vera með. Stundum voru allir krakkarnir í hverfinu í bíó inni í stofu hjá okkur að sjá myndirnar og pabbi var sögumaður.“ Bragi var handlaginn og hafði gaman af að glíma við verk sem útheimtu nákvæmni og vandvirkni. Meðal þess sem hann smíðaði var gítar og forláta klukka þar sem sjálft verkið var úr tré. Einnig smíðaði hann sér veiðistangir. Hver þeirra var límd saman úr sex bambusrenningum. Þær eru mikil listasmíð. Snjall bakvörður Bragi var mikill íþróttamaður og lagði meðal annars stund á knattspyrnu, skíði og sund. Hann var í liði KS sem varð Norðurlandsmeistari í knattspyrnu árið 1946. Hann var bakvörður og þótti snjall í þeirri stöðu. Seinni árin spilaði hann golf af miklum áhuga. Bragi starfaði ötullega að íþrótta- og félagsmálum langt frameftir aldri. Hann var skíðadómari í mörg ár og gegndi formennsku eða var í stjórn margra félaga á Siglufirði, einkum á sviði íþrótta. Þórdís Vala dóttir Braga löggu rifjar upp með Kjartani Stefánssyni ævi föður hennar sem hefði orðið 100 ára á árinu. Hann var stolt æsku minnar

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.