Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 5

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 5
Siglfirðingablaðið 5 Svo var bækistöð yfirmanna, sem var staðsett í Bragga, sem ýmist hefur verið kallaður Rauði brakkinn eða Pólstjörnubragginn, en húsið stóð við Ránargötu á svæði sunnan við húsið þar sem Bás ehf. og fleiri er nú til húsa. (2011) Þennan stað og íbúana heimsótti ég reglulega á hernámsárunum þegar Bretarnir voru á Sigló. (Fyrsti hópurinn). Tungumálið var ekki upp á marga fiska, en með handapati komst margt ótrúlega „vel til skila.“ Ég og Indriði Helgi Einarsson, fórum oft með sumum þeirra, tveimur til þremur í göngutúra upp í Hvanneyrarskál og stundum hærra. Þeir laumuðu oft til okkar súkkulaði og fleiru góðgæti og stundum borðuðum við hjá þeim í hádeginu, þegar þeir vissu af mæðrum okkar í síld á Pólstjörnuplaninu. (Henning Bjarnason félagi okkar, kom ekki á þessar slóðir en móðir hans, sem var þýsk hafði orðið fyrir áreitni Bretanna). Einu sinni gerðu þeir mér skiljanlegt að þeir hefðu áhuga á að vita hver væri uppáhalds maturinn minn. Ég gat gert þeim skiljanlegt að það væri skyr með rjóma. Nokkuð viss er ég um, að þeir hafi ekki vitað hvað skyr var í raun og veru. Þeir létu mig fá pening og báðu mig að kaupa það sem mundi nægja fyrir fimm þeirra, en það voru viðkomandi yfirmenn sem þarna bjuggu. Þetta var að morgni til, ég hjólaði í mjólkurbúðina og keypti 1 kg af skyri og flösku með ½ líter af rjóma. Þeir gáfu mér afganginn af peningunum, sem var drjúgt í vasa gutta eins og ég var þá. Síðan hélt ég á braut í mat heim til mömmu. Eftir hádegið þennan sama dag kom ég við hjá þeim til að kanna hvernig þeim hefði líkað skyrið. Á móti mér kom ókennilegur þefur, sambland af bruna og einhverju sem ég ekki áttaði mig á. Svipurinn á vinum mínum var enn torkennilegri. Ástæðan var nokkuð brosleg þegar ég fékk staðfestingu á því af hverju þessi torkennilega lykt og svipir þeirra stafaði. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Á nyrsta hluta eyrinnar var Villimannahverfið. Herbraggarnir á Bretatúninu. 1. Hvanneyrarbraut 34 2. Sjúkrahúsið 3. Líkhúsið 4. Túngata 41 5. Ásgeirsbragginn 6. Túngata 39 7. Hvanneyrarbraut 36 8. Hvanneyrarbraut 35 9. Mjóstræti 2 10. Mjóstræti 1 11. Pólstjörnubragginn 12. Ásgeirshús skemma 13. Lúðuskúrinn 14. Hvanneyrarkrókur 15. Öskubryggja 16. Bæjarfógetabústaður 17. Laugi Gosa 18. Hólakot 19. Mjölhúsið í byggingu 20. Hvanneyrarbraut 30

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.