Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 10

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 10
Siglfirðingablaðið10 Gylfi Ægis varð ætíð fyrir valinu, enda elstur. Þá kom helst til greina að fara niður á bryggjur, upp í fjall, gera at, smíða kajaka, smíða skúr eða lyfta járnum. Að fikta við reykingar kom seinna. Að eltast við stelpur sem aðalverkefni kom líka seinna, enda þótt það áhugamál hafi alltaf blundað grunnt í undirmeðvitundinni alveg frá 7 ára aldri minnir mig. Fjallaferðirnar urðu margar, en það var ekki farið víða. Helst var það Hvanneyrarskálin, Litli toppur Miðtoppur og Stóri toppur eins og við kölluðum fjallatoppana norðan Hvanneyrarskálar og svo Sauðanes vitanlega. Ferðir á Sauðanes voru svaðilfarir. Feigðarflan- eitt af mörgum Eitt sinn ákváðum við að reyna að ganga fjörurnar út (norður) fyrir „Stráka“ og þannig að Sauðanesi. Við vissum af kletti norðarlega undir Strákum, sem nefndur var Forvaðinn og stóð nokkuð út í sjó. Sjórinn skall á klettinum, en í útsoginu mátti grilla í fjöru framan við. Gylfi reið á vaðið og hljóp út fjöruna í útsoginu. Hann var varla kominn langt þar til aldan skall á aftur. Hann skolaðist í land. Þá var honum nóg boðið og vildi fara heim, sem hann og gerði. Við hinir vorum ekki á því að gefast upp. Við ákváðum að klifra upp klettinn í þeirri von að fara niður í fjöruna hinum megin. Þegar við vorum komnir um 10­20 metra upp, sáum við að það var enginn vegur að komast niður í fjöruna aftur norðan Forboðans. Það sem verra var, það virtist vonlaust að komast niður aftur sömu leið og við komum. Það var því ekki um annað að ræða en að halda áfram, skáhallt upp – yfir klettaskorninga og gil, en þau voru mjórri eftir því sem ofar dró. Þannig fikruðum við okkur áfram, með lífið í lúkunum bókstaflega­ ekki annað að gera en að halda áfram, hægt og varlega. Við vorum sem betur fer ekki mjög lofthræddir á þessum tíma, enda vanir klifri í síldartórunum. Yfir komumst við ­lífi og limum fegnir þegar við komumst til Trausta á Sauðanesi. Held að ég hafi hvorki fyrr né síðar komist í hann krappari en í þessari ferð. Við söfnuðum steinum í Sauðanesferðunum. Eitt sinn ákváðum við að ganga hefðbundna gönguleið frá Sauðanesi til Siglufjarðar, inn Dal (Dalabæ?) og þá væntanlega að koma niður Skjöld ofan fjárréttanna Siglufjarðarmegin. Á miðri leið upp fjallið ákváðum við hins vegar að fara norður fjallahrygginn og koma niður í Hvanneyrarskál. Fannst að það hlyti að vera stysta leiðin í Villimannahverfið. Þessi leið reyndist lengri og torfarnari. Það er ekki hægt að komast niður í skálina hvar sem er. Þessi gönguferð stóð fram á kvöld og komið kolniða myrkur. Leitarflokkar voru sendir út með Björn Friðbjörnsson í fararbroddi. En við komust þó sjálfir heilu og höldu heim þótt seint væri. Villimenn í afmæli hjá Jóhanni Ág. Sigurðssyni líklegast í feb. 1958. F.v. Valtýr, Ingi, Lýður, Ævar, Gunnar Pálsson, Friðbjörn, Hinrik Thorarensen og Gylfi Ægis.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.