Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2022, Side 24
Siglfirðingablaðið24
Í haust náðist eftir covidfrestanir að halda aðalfund
Siglfirðingafélagsins. Breytingar urðu á stjórn á aðalfundi
félagsins. Um leið og við þökkum fráfarandi formanni
Jónasi Skúlasyni, Ásdísi Jónu Sigurjónsdóttur og Birgi
Gunnars syni fyrir dygg störf í þágu félagsins þá bjóðum
við nýja stjórnarmeðlimi velkomna, það eru Jóhann S.
Sigurðsson, Sigurður Tómas Björgvinsson og Gústaf Guð
brandsson. Nýr formaður er Hlöðver Sigurðsson.
Hlöðver Sigurðsson formaður
Ég er er fæddur á Siglufirði (1983) sonur hjónanna Sigurðar
Hlöðvessonar, byggingafræðings og Sigurleifar Brynju
Þorsteinsdóttur, Sillu, þroskaþjálfa. Systkini mín eru Björg
Baldvinsdóttir, sem gift er Valmundi Valmundssyni, Ari
og Þorsteinn Freyr, sem hefur stigið á stokk með mér og
sungið.
Nýkjörin stjórn Siglfirðingafélagsins:
Nýr formaður er
Hlöðver Sigurðsson
Nýkjörinn og fráfarandi formaður á aðalfundinum
sem haldinn var Bústaðakirkju í september.