Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2022, Síða 31

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2022, Síða 31
Siglfirðingablaðið 31 Halldór telur ekki miklu logið þó að sagt sé að um 1000 manns hafi verið mættir til að sjá Íslandsmeistarana etja kappi vipð KS. Í Þjóðviljanum segir að meira en 500 manns frá Siglufirði og næsta nágrenni hafi fylgst með hörkuspennandi viðureign í norðlenskri sumarblíðu. „Það kom okkur Valsmönnum á óvart hvað Siglfirðingarnir voru sterkir. Valsliðið var skipað landsliðsmönnum í flest­ um stöðum, Atli Eðvaldsson, Ingi Björn Albertsson, Albert Guðmundsson, Grímur Sæmundsson, Guðmundur Þor­ björnsson og Sigurður Haraldsson landsliðsmarkvörður milli stanganna.” Valur vann KS á Siglufirði í gær eins og allir bjuggust við, en það væri lygi að segja að sigurinn hafi verið öruggur, þvert á móti var leikur­ inn í algjöru jafnvægi allt fram á síðustu 15­20 mínúturnar, er Valsmenn höfðu loks­ ins skorað. Atli Eðvaldsson skor­ aði með þrumu skoti af um 30 metra færi. Ómar Guðmunds son hefði hendur á knett inum en það reyndist ekki nóg. Áður en Atli skoraði höfðu Siglfirðingar átt góð færi og voru nær því að skora er Sigurður Haraldsson varði meistaralega langskot frá Sigurjóni Erlendssyni. Einnig var Jakob Kárason nálægt því að skora fyrir heimamenn. Eftir mark Atla tóku Valsmenn leikinn í sínar hendur og fengu dæmda vítaspyrnu sem Ómar markvörður KS varði glæsilega en dómarinn ákvað að hann hefði hreyft sig og því var spyrnan endurtekin og Ingi Björn skoraði þá og innsiglaði sigurinn. „Þegar kom að uppgjörinu eftir leikinn virtist hafa orðið mikið “mannfall!, segir Halldór.“ Ekki höfðu reynst nema um 100 manns boegað sig inn á völlinn!. Ég kaus að vera ekki neitt uppsteyt og kjaft enda hafði 2­0 sigur unnist og blessuð blíða úti. Í þann mund sem ég er að smeygja mér út úr þröngri kompunni sem uppgjörið fór fram í. Finn ég að fitlað er við frakkavasa minn. Ég fann svo mér til undrunar þegar ég komst út undir bert loft að einhver Siglfirðingurinn hafði laumað wískýfleyg í vasa minn! Ef þetta hefur átt að bæta upp mannfall áhorfendanna þá mun þetta vera einhver dýrasti dropi sem um getur” segir Halldór sem búinn er að standa vaktina hjá HENSON við framleiðslu og merkingar íþróttafatnaðar í meira en hálfa öld. INNLEND FRAMLEIÐSLA MEÐ EPD UMHVERFISYFIRLÝSINGU SAUÐÁRKRÓKI • Sími 455 3000 • steinull@ steinull.is • www.steinull.is YFIRLAGSPLATA Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök þar sem einangrun er hulin með þakdúk eða pappa. ÞÉTTULL Steinullareinangrun með áföstum vindpappa sem ætluð er á þök. ÞÉTTULL ÞÉTTULL PLÚS Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í milliveggi eða grindur útveggja að innan úr tré eða stáli. SÖKKULPLATA Steinullareinangrun sem ætluð er utan á sökkla og undir botnplötu á fyllingu. ÞÉTTULL Steinullareinangrun í veggi og gólf þar sem einangrunin verður ekki fyrir álagi. VEGGPLATA Steinullareinangrun sem ætluð er undir loftræstar klæðningar, utan á þétt burðar- virki. ÍMÚR Steinullareinangrun sem ætluð er fyrir Til notkunar á steypta eða hlað- na veggi utanhúss eða að innanverðu. UNDIRLAGSPLATA Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök undir einangrunin er hulin með þakdúk eða pappa. LOFTSTOKKAPLATA Bruna- og hljóðeinangrun á loftstokka. STOKKAEINANGRUN Steinullareinangrun með Einangrun ætluð til notkunar utan á sívala loftræstistokka sem bruna-, hita- og hljóðeinangrun.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.