Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2018, Side 12

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2018, Side 12
Siglfirðingablaðið því. Ég byrjaði snemma að taka til hendi í atvinnulínu. Vann á síldar- plönum, var sendill á Símstöðinni og vann hjá Alþýðuokknum, bæði á skrifstofunni í Aðalgötu og við að bera út Alþýðublaðið. Sú at- vinna var á vegum Haraldar Gunn- laugssonar og þegar ég kvartaði yr því að hjólið mitt væri gamalt og þreytt taldi hann lítið mál að lána mér nýja sænska hjólið sitt. Náungakærleikurinn var ráðandi. Á Hótel Siglurði voru margir sér- kennilegir karakterar sem gaman var að fylgjast með og vera samferða í línu. Eftirminnilegastur er líklega Frans Jónatansson, kenndur við Málmey, en þar hafði hann verið stórbóndi og útvegsbóndi. Hann hafði ætlað að færa út kvíarnar í út- veginum og gera út frá Bæ á Höfða- strönd. Hann skildi eiginkonuna eftir í Málmey með margt fólk í vinnu og vegna þrengsla þurfti einn piltanna að sofa í hjónaherberginu. Sá piltur gerðist full heimakominn. Frans ætlaði að reyna að bjarga hjónabandinu með því að þau hjónin yttu til Sigluarðar en ekki tókst það og einn fór hann þangað og bjó á Hótel Siglurði í mörg ár. Lífssögurnar skrifast oft merkilega. Hann var sjálfsagður gestur öl- skyldunnar í jólamatnum og það er sérstaklega eftirminnilegt að hann spilaði á orgel jólalögin eftir nótum. Uppvaxtarárin og myndlistin Við snúum næst talinu að mynd- listinni sem varð stærsti hluti ævi- starfs Ragnars Páls, mun stærri hluti en tónlistin sem við komum síðar að. Heimild um myndlistaráhuga hans nnst m.a. í minningargrein sem frænka hans, Elín Haraldsdóttir, skrifaði um Ölmu móður hans: „Hún minnti mig ávallt á Elínu ömmu og það líf sem ég átti hjá afa og ömmu í gamla húsinu á Sigló, ömmu við gömlu kolavélina en nýja Rafha-eldavélin stóð ónotuð hinum megin, því það var einhver nýjung sem amma kunni ekki að meta, Ragnar Páll að teikna á móðuna á gluggunum, a að fara í Skipaverslun Víkings, kötturinn að leika sér á gólnu, og Jói sovét í ka. Á þeim tíma skiptu mínútur ekki máli." Gefum honum orðið: Áhugi minn á teikningu byrjaði snemma. Ég var síteiknandi hafði gaman af að teikna andlitsmyndir og ýmis mótíf til dæmis brakka, bryggjur og báta sem hurfu með tímanum og litlar sem engar heim- ildir eru til um nema þessar teikn- ingar. Ég var á unglingsaldri feng- inn til að teikna og mála, ásamt Ragnari Sveinssyni, u.þ.b. 8 fermetra planka fyrir 17. júní hátíðarhöldin 1955. Myndefnið var fornmenn og Sigluörður. Ég sá um menn- ina en nafni minn um öllin. Máln- ingu snöpuðum við saman, sumt fékkst hjá Georg Fanndal og Kaup- félaginu en að lokum leituðum við til Egils Melsted sem átti til reið- hjólalakk í öllum litum regnbogans. Vinnan við þetta fór fram í ænga- plássi karlakórsins Vísis þar sem voru stífar ængar fyrir hátíðar- höldin og terpentínulyktin og guf- urnar fóru bara ágætlega í kórfélagana og okkur. Við fórum allir eldhressir út í sumarnóttina. Ég ákvað að það að teikna og mála væri það sem mig langaði til að gera í framtíðinni. Ég hafði hitt Kjarval þegar ég bjó hjá foreldrum mínum á Klaustri í eitt ár, 8 ára gamall. Þar birtist allt í einu hár og grannur maður með hatt á höfði. Röddin var djúp og eftirminnileg. Hann bjó í tjaldi og eldaði á prímus en hafði brennst á hendi og það var ástæða komu hans til föður míns, læknisins. Hann gaf svo föður mínum að launum fyrir læknis- verkið stórt málverk af Keldunúpi, málverk sem ég hreifst af. Altaris- taa Sigluarðarkirkju, málverk Gunnlaugs Blöndal af sjómönnum í sjávarháska, hafði líka alltaf heillað mig og ég sá í þeirri mynd m.a. svip af Páli í Lindarbrekku. Uppástunga um nám í arkitektúr var tekin til umhugsunar en að loknu gagnfræða- pró skráði ég mig í Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík, einn langan vetur. Lúðvíg Guðmunds- son var skólastjóri og Sigurður Sigurðsson yrkennari. Kennarar voru m.a. Sverrir Haraldsson, Sigur- jón Ólafsson, Björn . Björnsson 12 Síldin kemur. Málverk: Ragnar Páll. 90x125 cm

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.