Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr 2018, Qupperneq 27
27Siglfirðingablaðið
Félagarnir Bjössi Birgis og Kristján með lúkkið á hreinu.
Svo fengum við að æfa í Sjálf-
stæðishúsinu og tókum það svo
á leigu eitt sumar. Það var mikið
brallað og þá voru Gummi
Ingólfs og Guðmundur Ragnars-
son komnir í stað Stjána Hauks
og Jóa Skarp og spilastíllinn
orðinn öllu þyngri; ”Here comes
the sun” og allskonar blúsar og
Anna Lára í ska-takti og svoleiðis
stö. Böll voru haldin um hverja
helgi, reyndar misvel sótt.
Stundum voru tveir eða þrír en
stundum alveg stappað, fór vita-
skuld eftir því hvað annað var
um að vera í bænum.
Svo kom Hiroshima og þá
ætlaði nú allt um koll að keyra,
eða þannig. Það vorum við
Gummi Ingólfs, Sigurður Hólm-
steinsson og Gummi Ragnars
sem stóðum að því bandi og
æfðum í Borgarka. Þetta var
býsna vanmetið band. Hólm-
steinsson á Rickerbackerinn var
magnaður og Gummi Ingólfs
gat nú bara sungið allt!!!
Við spiluðum ekkert voðalega
mikið, svona eitt og eitt skólaball.
Það var allt í lagi að spila á skóla-
böllunum en djöfullegt að fá
borgað fyrir það enda Kristján
Lúðvík sem sá um þá fáu aura
sem inn komu og sat fast á þeim.
Það kom fyrir að þessar hljóm-
sveitir sem ég var í spiluðu á jóla-
böllum og er það einhver hall-
ærislegasta vinna sem ég hef
innt af hendi og alltaf hét ég því
að gera þetta aldrei aftur, en það
var borgað fyrir þetta og mann
vantaði alltaf aur.
Af einhverjum ástæðum vorum
við beðnir um að spila á balli í
Menntaskólanum á Akureyri
og þótti okkur talsvert til þess
koma að þurfa að leggjast í ferða-
lög. Ingólfur í Höfn, pabbi
Gumma, átti þá Landrover, sem
Gummi fékk stundum lánaðan
og við rúntuðum á mörg kvöldin
og á sama tíma var Gunnar
Júlíusson á rúntinum á jeppa
sömu tegundar sem Júlíus
Gunnlaugsson pabbi hans átti
og þegar kom að því að koma
hljómsveitinni inn á Akureyri var
kominn vetur og engum fært
nema vel búnum Landrover-
jeppum. Með herkjum tókst
okkur að troða græjunum og
mannskapnum inn í Ingólfs-
og Júlíusartröllin ásamt því að
binda hluta tólanna upp á þök
þeirra. Við vorum a.m.k. átta,
ef ekki níu, sem fórum þessa
ferð, sumir voru að taka kjéll-
ingarnar með og svona. Það
gekk ljómandi í fyrstu eða þar
til við vorum að komast upp á
Öxnadalsheiðina. Snjóföl á veg-
inum, skítakuldi og næs og sem
við ökum þarna sjáum við, í
Ingólfströllinu hvar hjól undan
bíl skoppar á fullri ferð fram úr
okkur og þótti það mjög fyndið,
þar til kom í ljós stuttu seinna
að þetta var hægra afturhjólið
undan okkar bíl. Svo vel var
bíllinn lestaður að hann hélt
fullu jafnvægi á þremur hjólum.
Þarna rétt hjá var bóndabær og
er mér ógleymanlegt hvað bænd-
urnir þar voru hjálpsamir. Eftir
nokkurra klukkutíma töf héld-
um við síðan áfram ferð en
vegna tafarinnar náðum við
ekki að prófa hljóðfærin eða
stilla þau saman neitt að ráði
áður en ballið hófst. Hvort það
var þessvegna eða bara vegna
þess hvernig við spiluðum sem
skólameistarinn kom til okkar
og bað okkur vinsamlegast að
lækka, veit ég ekki, en allavega,
honum varð ekki kápan úr því
klæðinu; við spiluðum eitt rólegt
lag og þrusuðum svo öllu í botn,
það bara varð að vera í botni!!
Heimleiðis komumst við síðan
klakklaust, eða þannig. Á þaki
Ingólfströllsins vorum við með
forláta hátalarasúlur, sem við
höfðum smíðað sjálr og voru
”dúndur” fínar, grænar og gular,
minnir mig. Nema hvað að við