Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr 2018, Qupperneq 29

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr 2018, Qupperneq 29
 29Siglfirðingablaðið Gerðu, Þorsteinn Guðmundsson, sá um að tilkynna áhorfendum hvenær þeir áttu að hlægja, á réttu augnabliki, að hans áliti, og var hann veifandi tilkynningaskiltum sínum í tíma og ótíma. Þessir tónleikar þóttu takast vel, þó ekki væru þeir neitt sérstaklega vel sóttir, en þeir sem fram komu og þeir sem borguðu sig inn gleyma þessu framtaki aldrei, þetta var svo hrikalega gaman. Svo mörg voru þau orð. Tramps, Rauðu varðliðarnir og Attack Gunnar Trausti Guðbjörnsson setti á síðasta ári inn eina af sín- um frábæru færslum á facebook um aðkomu sína að stórhljóm- sveitinni Tramps sem ég leyfði mér að "fá lánaða". "Um svipað leyti og e Beatles komu til Sigluarðar og Sverrir Jóns kom úr sveitinni með hár niður á herðar, stofnuðum við Nonni Baddi, Þolli, Jói Skarp og ég hljómsveit. Ég fórnaði næst- um 10 krónum í kaup á dægur- lagatextahefti vegna þess að í því voru bítlatextar við bítlalög. Eftir mikið japl, jaml og fuður kom- um við okkur niður á nafn. Ebba systir Jóa hafði lánað honum enska orðabók. Það er til marks um eljuna að við fundum ekki nothæft nafn fyrr en í T-unum: TRAMPS! - Það þýðir ækingar, sagði Jói. Tramps vann sér það helst til frægðar að syngja og spila heima hjá Nonna Badda þegar að Hadda og Hannes voru ekki heima. Nonni spilaði á potta með sleifum. Þolli söng í Óli Ægis, Siggi Hólmsteins, Nonni Baddi og Þolli. Ekki er vitað hvort einhverjir hafa fallið utan myndatarins og hvort þetta gæti hafa verið fyrsti vísirinn að Rauðu varðliðunum. Myndin er úr einkasafni Sigurðar. þeytaraspaða (hann var nefnilega bróðir Þorvaldar á sjó) og við Jói spiluðum á kúst og skrúbb og sungum í standlampa sem hægt var að hækka og lækka eins og hljóðnema. Vinsælasta lag þessar- ar geðþekku hljómsveitar var tvímælalaust Pretty woman eftir Roy heitinn Orbison. Tramps komu einu sinni fram opinber- lega í Æskulýðsheimilinu við gífurlegan fögnuð æstra ´53 ár- gangs grúppía og þaðan af yngri kvenna". Það hefur líklega liðið einhver tími frá því að Tramps andaðist og þar til stofnað var til Rauðu varðliðanna, en þar var Gunnar reyndar ekki með. Rauðu varðliðarnir eins og þeir voru skipaðir lengst af. Siggi Hólm- steins, Nonni Baddi, Gummi Ragnars og Sturlaugur. Myndin er úr einkasafni Sigurðar. Þá hljómsveit skipuðu þeir Siggi Hólmsteins, Sturlaugur Kristjáns, Jón Baldvin Hannesson eða Nonni Baddi og Guðmundur Ragnarsson, en eiri munu þó hafa komið eitt- hvað við sögu. Óli Ægis og Þolli (Þorleifur Halldórsson) í uppha, en einnig Guðjón, strákur frá Seyðis- rði módel 1951 sem var í Gaggan- um einn vetur. Kannski var sá síðast- nefndi bara gesta- eða aeysinga- spilari í fá skipti. Flestir voru fæddir 1953 og urðu jótlega hálfgerðar barnastjörnur á Sigló, enda ekki nema 12-13 ára gamlir. Þessir drengir spiluðu talsvert á unglingaböllum í Æskó en líka eitthvað í Gagganum. En eins og gjarnt er um unglinga-

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.