Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Apr 2018, Page 31

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Apr 2018, Page 31
Siglfirðingablaðið Unglingahljómsveitin Hendrix. Frá vinstri talið: Viðar Jóhanns, Þórhallur Ben, Guðni Sveins, Óttar Bjarna og sá sem þetta ritar, Leó Ólason. Myndin er tekin 37 árum eftir að hún starfaði þegar bekkurinn hittist á árgangsmóti árið 2005. Heimildarmenn: Kristján Elíasson, Ingvar Björnsson, Guðmundur Ragnarsson, Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Sigurður Hólmsteinsson. 31 Leó R. Ólason keypta af Sigga Hólmsteins í fyrirfram gefna fermingargjöf, ásamt ágætum Teisco magnara og reyndust þessar græjur þegar frá leið mikill örlagavaldur í mínu lí. Land of the thousand dances ásamt eiri lögum sem þá voru komin á prógramm- ið. Þessi nýi maður var Guðni Sveins og mér var sagt að hann væri nú geng- inn í hljómsveitina sem rythmagítar- leikari, en Þórhallur yrði því héðan í frá sólógítarleikari Áður en ég komst í einhvern alvöru gang með bandinu var Guðni búinn að ná ágætum tökum á gamla Fender Jazzmasternum sínum sem hann púss- aði upp og lakkaði skínandi svartan. Mér fannst það samt pínulítið súrt í broti að inn kæmi maður á eftir mér sem spændi fram úr mér, en ég gat samt lítið annað en setið hjá og horft upp á þessi ósköp gerast. Ég er heldur ekki frá því að ég ha fundið fyrir örlitlum straumum öfundar og afbrýðisemi vegna þessarar þróunar, en það lagaðist samt allt þegar frá leið og ég var farinn að kunna eitthvað svolítið fyrir mér. Þökk sé Gerhard Schmidth þeim frá- bæra kennara, en hann vissi alveg hvað hann var að gera, þegar hann sendi mig heim með nótur með heitustu popp- lögunum í staðinn fyrir þurrar ngra- ængar, en ég drakk að sjálfsögðu þessi ængarverkefni í mig eins og lang- þyrstur maður. Um vorið vorum við komnir með ein þrettán lög og spiluð- um á balli í Æskó og fengum fyrir það nokkra hundraðkalla á mann. Það verður að teljast nokkuð gott að fá greitt fyrir allra fyrsta giggið sitt, og ekki síst þegar maður er aðeins 14 ára. Nokkrir drengir sem tímdu ekki að borga sig inn, estir fæddir árið ´53, norpuðu fyrir utan í kvöldsvalanum og hlustuðu.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.