Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 5

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 5
Siglfirðingablaðið 5 hægjast um, en starfaði þó undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar um tíma og m.a. árið 1977 þegar hann tók þátt í kóramóti Heklu sem haldið var um sumarið. Guðjón Pálsson organisti stjórn­ aði kórnum 1981 og 82, Andrew Hurel 1983 og síðan aftur Elías við einhver tækifæri eftir það. Það mun hafa verið árið 1980 sem síðasta stjórn kórsins var formlega kosin á aðalfundi þó að hann starfaði nokkur ár til viðbótar, en mér er ekki kunnugt um að hann hafi í sjálfu sér verið leystur upp. ­ Enn er því von. Einherji spjallar við Gerhard. Í desemberblaði Einherja árið 1963 er viðtal við Gerhard Schmidt sem var þá nýtekinn við sem skólastjóri hinna sameinuðu tónlistarskóla á Siglufirði eftir að Sigursveinn D. Kristinsson flutti úr bænum. Það fer hér á eftir óstytt. “Í síðasta tbl. Einherja er sagt frá þeim breytingum, sem átt hafa sér stað, viðkomandi tónlistarmálum í Siglufirði, stofnun tónlistarráðs og sameiningu hinna tveggja tónlistarskóla, sem starfað hafa undanfarin ár. Þar voru og einnig taldir upp þeir kennarar, sem ráðnir hafa verið að skólanum yfirstandandi skólaár. Einherji vill nú gefa lesendum sínum kost á að kynnast einum þeirra lítillega, skólastjóranum sjálfum, þjóðverj­ anum Gerhard Schmidt. Heima á hinu aðlaðandi heimili skóla­ stjórahjónanna, að Hólavegi 37, svaraði Gerhard Schmidt eftirfar­ andi spurningum, á meðan frú Gisella Schmidt bar fram ágætar veitingar. Hvenær og hvar ert þú fæddur? Ég er fæddur 14. sept. 1929 í Romeburg í Thuringen í Mið­ ­Þýzkalandi, en það er um það bil 15 þúsund íbúa bær. Þar stundaði faðir minn hljómlistarstörf m.a stjórnaði hljómsveit. Hvað um nám þitt? Ég byrjaði snemma að spila á hljóðfæri, en þó var víst ekki meiningin að ég gerði það að lífsstarfi mínu, því ég varð útlærður vefari, áður en ég hóf reglulegt tónlistarnám, en þá fór ég í tónlistarskólann í Gera, sem er allstór borg, 8 km frá fæðingar­ bæ mínum. Síðan fór ég á tónlist­ arskólann í Erfurt og lauk þaðan atvinnumannaprófi í músik árið 1954. Síðan innritaðist ég i tón­ listar háskólann í Leipzig, og lauk prófi þaðan vorið 1961, og var trompetleikur aðal námsgreinin. Hvernig bar það svo til, að þú réðst að flytjast til Siglufjarðar? Í skólanum hékk svört auglýs­ ingatafla. Einn daginn var þar auglýst eftir tónlistamanni til Siglufjarðar, sem kenna skyldi við tónskólann þar og stjórna lúðrasveit. Ég fór að íhuga, hvort tiltækilegt væri fyrir mig að sækja um þetta starf. Útvegaði ég mér allar þær bækur, sem hægt var að fá um Ísland,

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.