Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2019, Qupperneq 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2019, Qupperneq 6
Siglfirðingablaðið6 en þær reyndust ekki margar, og reyndi að gera mér hugmyndir um hvernig þar væri umhorfs. Einnig talaði ég við prófessor Griesch, en hann var kennari Páls Ísólfssonar og þekkti hér eitthvað til af afspurn. Hvatti hann mig til að fara, því hér byggi gott fólk og örugglega engir Eskimóar, svo ég ákvað að reyna þetta og kom til Siglufjarðar 26. sept. 1961, eða haustið eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum og hefi starfað hér síðan. Þekktir þú enga Íslendinga áður en þú komst hingað? Í háskólanum stundaði nám í píanóleik Agnes Löve og einnig þekkti ég mann hennar, Ingimar Jónsson, sem stundaði íþróttanám í Leipzig. Hvernig hefur þér svo líkað við fólkið og starfið hér? Ég vil segja það fyrst, að ég gerði mér ekki rangar hugmyndir um landið eða fólkið, sem hér býr. Þetta hefur reynst nokkurn veginn í samræmi við það, sem ég var búinn að hugsa mér. Okkur hjónunum hefur ekki leiðst hér, við höfum kunnað vel við fólkið og mér hefur líkað vel að starfa að tónlistarmálum hér. Tónlist­ aráhugi virðist vera töluverður og tónlistarhæfileikar þeirra, sem ég hefi starfað með eru góðir, raddgæði söngfólksins sömuleiðis, en fyrsta skilyrði til að hægt sé að ná góðum árangri er að fólkið hafi ánægju af að syngja og leika á hljóðfæri og það þarf að hafa ákveðið mark að keppa að. Enn­ fremur er það ekki lítils virði að finna út hvers konar hljómlist og tónverk hrífa nemandann og þá jafnframt hvað er við hæfi áheyr­ endanna.Mér virðist að létt lög hafi hér almennasta hylli. Gætir þú hugsað þér að dvelja hér hjá okkur eitthvað framvegis? Um það er ekki svo gott að segja neitt ákveðið. Við hjónin erum bæði einkabörn foreldra okkar og að sjálfsögðu hefðu þau ekki á móti því að við kæmum heim til ættlandsins. Hinsvegar get ég sagt nokkuð ákveðið, að ég hefi ekki löngun til að skipta um dvalarstað á Íslandi, t. d. flytja til Reykjavík­ ur eða annað, svo vel hefur mér líkað hér, og vil ég nota tækifærið og bera fram einlægar þakkir til allra Siglfirðinga og þá sérstaklega til þeirra, sem ég hefi starfað með. Og undir þessi þakkarorð tekur frú Gisella og bætir við, að sér hafi fundist hún vera hér eins og heima hjá sér”. 40 ára afmælið. Í aprílmánuði 1964 flytur bæjar­ blaðið Mjölnir fréttir af kórstarf­ inu og getur þess að nú sé æft af miklu kappi undir stjórn Ger­ hards Schmidt, og síðustu vikurn­ ar hafi hinn ágæti söngkennari Vincenzo M. Demetz raddþjálfað kórmenn. Sl. laugardag hafi svo afmæliskonsert verið haldinn í Nýja bíó fyrir troðfullu húsi og við ágætar undirtektir áheyrenda. Á söngskránni voru íslensk og erlend lög og þar á meðal eitt eftir nýja söngstjórann. Einsöng­ varar voru þarna þeir Sigurjón Sæmundsson og Guðmundur Þorláksson. Við flutning seinni hluta söngskrárinnar naut kór­ inn svo aðstoðar kvennakórs, félaga úr Lúðrasveit Siglufjarðar og tónlistarnemenda á fiðlur, flautu og saxófóna. Einnig léku þeir Ragnar Páll Einarsson og Þórhallur Þorláksson með í tveim lögum á gítar og harmoniku en áheyrendur tóku þessari nýbreytni með þökk og fögnuði. Fjölmennt afmælishóf var síðan haldið á laugardagskvöldið. Morgunblaðaðið segir frá mikilli menningargrósku í Síldarbænum síðustu misserin og nefnir að þar séu starfræktir barnaskóli, gagn­ fræðaskóli, iðnskóli og tónlistar­ skóli, tómstundaheimili, leikfélag og lúðrasveit, en hátindur þessar­ ar menningarviðleitni hafi verið 40 ára afmælishátíð Vísis. Þar hafi sungið milli 70 og 80 söngmenn og konur, lúðraþeytarar og aðrir tónframleiðendur látið til sín heyra, en maðurinn að baki þessa tónlistarlífs sé Þjóðverji að nafni Gerhard Schmidt. Skemmtunin sem hann stjórnaði hafi verið „Mixtúra tóna og talaðs orðs”, blönduð með lúðraþyt og söng öllum til ánægju og skemmtunar sem mixtúruna tóku inn, enda var hinn kunni leikari Júlíus Júlíusson í hlutverki apótekarans sem framleiddi töfradrykkinn. Hún samanstóð af tónlistarsyrpu, umfjöllun um mixtúruna dular­ fullu, danssýningu, nautaatssýn­ ingu, þátt um Grettir og Glám, einn hlutinn hét Trylltar trommur (Rafn Erlendsson), hljómsveit og kór hafi verið stjórnað af Júlla Júll, Holdið er veikt (leikþáttur) og ýmislegt fleira. Þá lék Matta Rósa Rögnvaldsdóttir einnig tals­ vert hlutverk í sýningunni. Auðvitað voru Gautarnir þarna líka, en flest árin næsta áratuginn voru settir upp kabarettar þar sem sú ágæta danshljómsveit ásamt lúðrasveitinni, leikfélaginu, stundum kvennakórnum og ýmsu öðru tónlistafólki lögðu karlakórnum lið til að gera þessar skemmtanir sem best úr garði, að ógleymdum Hafliða Guðmunds­ syni og myndlistakonunni Höllu Haraldsdóttir sem sáu gjarnan um leiktjöldin. Söngferðalögin. Fyrsta söngförin mun hafa verið farin undir handleiðslu Þormóðs Eyjólfssonar sem var þá nýtekinn við sem söngstjóri eftir Tryggva Kristinsson þ. 24. júlí 1929, og var þá farið til Ólafsfjarðar. Mótorbáturinn Snorri var fenginn til að fara með kórinn, og kostaði hann 60 kr. fram og til baka. Árið 1928 gekk kórinn í Samband ís­

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.