Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2019, Qupperneq 7
Siglfirðingablaðið 7
lenskra karlakóra sem var stofnað
það árið og eftir því sem næst
verður komist var hann einn að
stofnendum þess. Aðdragandinn
að stofnuninni var sá, að söng
málanefnd vann að undirbúningi
Alþingishátíðarinnar 1930 og
var þetta fyrsta viðfangsefni hins
nýstofnaða sambands. Var Vísir
því einn þeirra kóra sem stóð að
“Landskórinu” svokallaða, en það
var sameinaður kór sem hafði það
hlutverk að syngja á Alþingis
hátíðinni á Þingvöllum sumarið
1930. Kórarnir sem tóku þátt í
samsöngnum á Alþingishátíðinni
voru: Vísir, Siglufirði (19 söng
menn), Karlakór Reykjavíkur
(35), Stúdentakórinn (14), Karla
kór KFUM (37), Geysir (26)
og Karlakór Ísafjarðar (19), eða
alls 150 söngmenn. Aðrar heim
ildir segja þó að Vísir hafi verið
minnsti kórinn með aðeins 15
söngmenn þarna á Þingvöllum og
enn aðrir 14. Árið 1934 fór Vísir
á söngmót Sambands íslenskra
karlakóra og sjálfstæðar söngferðir
til Reykjavíkur árin 1937 og 1944
og auðvitað fékk hann alltaf góðar
viðtökur og frábæra dóma. Því
miður eru mjög strjálar upplýs
ingar um söngferðir kórsins næstu
árin, en vitað er að hann fór
nokkuð reglulega í tónleikaferðir
um landið, bæði norðanlands og
sunnan. Í 25 ára afmælisgrein
kórsins í Einherja árið 1949 segir
að Vísir hafi þá alls verið búinn að
fara 15 söngferðir út um land og
sungið á 24 stöðum.
Að morgni Hvítasunnudags árið
1955 lagði Karlakórinn Vísir upp
í söngferðalag og hélt fyrstu tón
leikana á Akureyri síðdegis þann
sama dag og aftur á Sauðárkróki
um kvöldið, en daginn eftir voru
haldnir tónleikar á Akranesi.
Næsta dag lá leiðin til Reykjavík
ur og þaðan á Selfoss, en óhætt er
að segja að ekki hafi verið slegið
slöku við þar sem haldnir voru
fimm tónleikar á fjórum dögum í
ýmsum landshlutum. Söngstjóri
í þessari ferð var Haukur Guð
laugsson en honum til aðstoðar
var Siglfirðingurinn Þorsteinn
Hannesson óperusöngvari sem
dvaldist á Siglufirði tvo mánuðina
fyrir ferðina við raddþjálfun kór
félaga. Undirleikari var Guðrún
Kristinsdóttir píanóleikari, en
einsöngvarar Daníel Þórhallsson
og Sigurjón Sæmundsson.
Veruleg breyting verður á eftir að
Gerhard Schmidt tekur við kórn
um, en hann kemur til Siglufjarð
ar 1961 og hefur þá kennslu í
nýsameinuðum tónskóla Vísis og
verkalýðsfélaganna. Fyrst sem
kennari en þó fljótlega sem skóla
stjóri hans, og gerist síðan söng
stjóri kórsins árið 1963. Upp úr
því tók við nýtt skeið í sögu Vísis,
en kórinn heimsótti Ólafsfjörð
í maímánuði á afmælisárinu og
verður ekki séð annað en að þetta
hafi verið fyrsta söngferð hans út
úr bænum undir stjórn Gerhards.
Hann söng þá í Tjarnarborg
ásamt einsöngvurunum Guð
mundi Þorlákssyni og Sigurjóni
Sæmundssyni, 26 hljóðfæraleikar
ar aðstoðuðu kórinn síðari hluta
skemmtunarinnar auk þess sungu
tíu konur með í tveimur síðustu
lögunum.
Ógleymanleg kvöldstund sagði
fréttamaður Tímans á Ólafsfirði.
Um haustið er svo auglýst eftir
söngmönnum, því til stóð að
fjölga í kórnum og stækka hann
umtalsvert.
Á árinu 1965 var ekki mikið um
tónleikaferðir því að sögn stjórn
andans skyldi tíminn notaður
til æfinga, því stefnt væri að
því að gera víðreist næsta árið á
eftir og þá væri gott að koma vel
undirbúinn til leiks. Þó var ekki
alveg hægt að sitja heima, því í
maímánuði var haldið af stað upp
á Sauðárkrók þ. 14. maí. ásamt
Lúðrasveitinni, kvennakórnum
og sennilega Gautunum þó þeirra
hafi ekki verið getið í neinum
heimildum sem ég hef aðgang
að. Mun hópurinn hafa verið
með þeim allra fyrstu sem fóru
um Siglufjarðarskarð eftir að það
var opnað það vorið. Kórinn hélt
söngskemmtun í félagsheimil
inu Bifröst, en söngstjórar voru
Gerhard Schmidt og Sigurður
Demetz Franzson. Einsöngvarar
voru Guðmundur Þorláksson,
Sigurjón Sæmundsson og Þórður
Kristinsson. Húsið var þéttskipað
og áheyrendur tóku kórnum með
svo mikilli hrifningu að hann
varð að endurtaka flest lögin. Eft
ir skemmtunina lék lúðrasveitin
svo nokkur lög á flötinni fyrir
framan húsið.
Og Gerhard setti vissulega markið
hærra næsta ár og um vorið 1966
fór kórinn í vikulanga söngferð
til Herning í Danmörku, og söng
á þrennum tónleikum. Þess ber
að geta að það var ekki á hverjum
degi sem kórar fóru í ferðalög til
annarra landa á þessum tíma og
allra síst landsbyggðarkórar.
Um Danmerkurferðina má lesa í
Morgunblaðinu þ. 28. apríl 1966: