Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 9

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 9
Siglfirðingablaðið 9 Þar geta gestir komið og skoðað húsgögnin sem voru smíðuð á blómatíma Siglufjarðar og séð húsmuni sem áður prýddu fjöldamörg hús á Siglufirði. Eins og flestir vita núorðið er starfræktur marokkóskur veitingastaður á Hótel Siglunesi og vakti það kátínu og gleði í sumar þegar starfsfólk í sal sá að franskir voru að lesa sér til í Michelin ferðabæklingnum um staðinn. Hvorki kokkurinn Jaouad Hbib né Hálfdán Sveinsson eigandi hótelsins höfðu hugmynd um að þeir væru komnir þar inn. Fyrir utan gæði matarins hafa sérinnflutt vín frá Ribera del Duero á Spáni vakið verð- skuldaða athygli gesta. Skemmst er frá því að segja að fullt var svo til öll kvöld á matsölu- staðnum í sumar og segja gárungar að vinsældir kokksins hafi kennt Íslendingum að panta borð fram í tímann. Ekki gleyma að panta borð áður en þú ferð norður næst því gestir hótelsins ganga fyrir og leiðinlegt að missa af því að fara í tveggja tíma þykjustu til Marokkó. Hótel Siglunes er ekki venjulegt Veit á vandaða lausn fastus.is VAKNAR ÞÚ UPP VIÐ AÐ SNÚA ÞÉR Í RÚMINU? Fastus býður upp á margar gerðir af lökum sem auðvelda snúning og hagræðingu í rúmi. Hafðu samband eða komdu og fáðu ráðgjöf við val á snúningslaki hjá sérhæfðu starfsfólki okkar. Kíktu á úrvalið í verslun okkar í Síðumúla 16 og í vefverslun fastus.is Hirðljósmyndari Siglfirðingafélagsins Thomas Fleckenstein á nokkur snilldarverk í Galleríinu, Skólavörðustíg. Þar er líka listakonan hún Gunnella að sýna. Thomas og Gunella í Galleríinu irðljósmyndari Siglfirðingafélag ins Thomas Flecke stein á nokkur snilldarverk í alleríinu, Skólavörðustíg. Þar er líka listakona hú Gunnella að sýna. as og Gunella í Galleríinu TAKTU FRÁ27DESEMBER DES Jólaball Siglrðingafélagsins verður haldið í sal KFUM&K við Holtaveg, föstudaginn 27. desember kl. 17:00 Hljómsveitin Fjörkarlarnir skemmtir og jólasveinar koma í heimsókn. Við bjóðum uppá heitt súkkulaði og vöur með og krakkarnir fá nammi frá sveinka. Allir velkomnir!Jólaballsnefndin

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.