Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Síða 12
Siglfirðingablaðið12
víkur og Guðmundur Jónsson
leiddu saman hesta sína, hins
vegar kom út fimm laga 45 snún
inga plata árið 1959 sem hafði að
geyma Sigurð Ólafsson söngvara,
Tígulkvartettinn og Karlakórinn
Vísi, á vegum Íslenskra Tóna. Sú
upptaka var frá tímum stjórnar
tíðar Þormóðs.
Karlakórinn Vísir og
Karlakór Akureyrar
[78 sn.] Útgefandi:
Fálkinn árið 1933
1. Ég vil elska mitt land
2. Veiðimaðurinn
Flytjendur: Karlakórinn Vísir og
Karlakór Akureyrar
Karlakórinn Vísir og
blandaður kór [78 sn.]
Útgefandi: Fálkinn
árið 1933
1. Systkinin
2. Við börn þín Ísland
Flytjendur: Karlakórinn Vísir –
söngur undir stjórn Þormóðs Eyj
ólfssonar einsöngur Aage Schiöth
óþekktur blandaður kór – söngur
undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar
Karlakórinn Vísir [78 sn.]
Útgefandi: Fálkinn árið 1933
1. Ave María
2. Sunnudagsmorgun
Flytjendur: Karlakórinn Vísir,
einsöngur Aage Schiöth.
Plöturnar sem aldrei komu út.
Vísir tók upp lögin “Nú hnígur
sól” og “Vor í dal” þar sem Daníel
Þórhallsson söng einsöng, en sú
plata kom aldrei út þó svo að
“Vor í dal” hafi hljómað mjög oft
í útvarpinu.
Þá var búið að leggja drög að og
taka upp lög sr. Bjarna Þorsteins
sonar “Kirkjuhvoll” og “Ég vil
elska mitt land” þar sem Aage
Schioth söng einsöng, en sú plata
kom ekki út.
Að lokum var það lagið “Á vængj
um söngsins” í flutningi Karla
kórs Reykjavíkur og Guðmundar
Jónssonar, en hinum megin á
plötunni flutti Vísir lag sem heitir
“Inn um gluggann” og kom þessi
plata ekki heldur út frekar en
hinar tvær fyrrnefndu.
Alfaðir ræður.
Árið 1954 gáfu
Íslenskir Tónar út 78
snúninga hljómplötu
með Karlakórnum Vísi þar sem
kórinn flutti tónverkið Alfaðir
ræður, en verkið var það langt að
það þurfti að skipta því niður á
báðar hliðar plötunnar. Það hefur
þó greinilega verið á söngskránni
í nokkuð langan tíma því þess er
getið á tónleikum heilum áratug
áður eða árið 1944.
Það var Sigurður Eggerz sem
samdi ljóðið þegar hann var sýslu
maður Skaftfellinga, en kveikjan
að því var sjóslys sem átti sér stað
í Reynishöfn skammt frá Vík í
Mýrdal, þegar skipinu Vensyssel
hvolfdi þegar átti að afferma það
með þeim afleiðingum að fimm
menn sem allir voru úr Mýrdaln
um drukknuðu. Skipið var búið
að bíða fyrir utan ströndina í tvær
vikur en komst ekki inn vegna
brims, en það var lestað ýmsum
varningi sem fara áttu til versl
ana í Vík. Þegar brim minnkaði
lítillega einn daginn var ákveðið
að reyna löndun, en svo fór sem
fór. Síðar samdi Sigvaldi Kalda
lóns lag við ljóðið, Karlakórinn
Vísir hljóðritaði það og naut við
það undirleiks Emils Thoroddsen,
Daníel Þórhallsson söng einsöng
en stjórnandi var Þormóður
Eyjólfsson.
Ég bið að heilsa.
Árið 1959 kom út
svolítið sérkennileg
blanda af tónlist á
45 snúninga plötu sem Íslenskir
Tónar gáfu út. Þar fóru saman
Sigurður Ólafsson, Tígulkvartett