Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Síða 16
Siglfirðingablaðið16
eða Geirharðs Valtýssonar eins og
hann hét upp á íslensku, en hann
lést í september 2010.
Hann var mikilhæfur tónlista
maður, frábær trompetleikari og
vandvirkur útsetjari. Á konsertum
stjórnaði hann kórnum gjarnan
með annarri hendinni og spilaði á
trompetnum með hinni. Á diskn
um voru eingöngu lög frá þeim
tíma sem hann stjórnaði kórnum
og leikur á trompet í flestum
þeirra.
Að lokum.
Ýmsir munir og skjöl sem tilheyra
Karlakórnum Vísi og því starfi
sem unnið var og honum tengd
ist er nú varðveitt á Bókasafni
Siglufjarðar, en til sendur að setja
upp sýningu í Salthúsinu sem er
nýjasta viðbótin við Síldarminja
safnið, þar sem kórinn kemur
mikið við sögu. Aðspurð sagði
Aníta Elefsen safnstjóri nýju sýn
inguna ekki komin nægilega langt
í hönnun og skipulagi til að hún
geti sagt nokkuð um hver stór
hlutur kórsins verður, en hann
komi þó til með að fá verðugan
sess í henni.
Meginþemað verður veturinn í
síldarbænum og þá væntanlega
þeir afþreyingarkostir sem íbúum
hans stóð til boða í vetrartepptu
og að miklu leyti lokuðu samfé
lagi sem Siglufjörður var eftir að
snjóa festi að hausti.
Karlakórinn Vísir á Siglufirði var
einstakur kór í sinni röð og naut
fádæma vinsælda á sínum tíma
og útgáfusaga hans er ennfremur
lengri eða alla vega miklum mun
fjölbreytilegri en flestra ef ekki
allra annarra hérlendra kóra fyrr
og síðar.
Hann jók hróður Siglufjarðar út
á við, og fyrir það á hann og allir
þeir sem að honum stóðu miklar
þakkir skildar. Ef til vill hefur ein
angrunin í vetrarríkinu á Siglu
firði líka þjappað kórfélögum
saman og gert þá viljugri til stífra
æfinga sem leiddi til betri kórs og
hins fádæma góða árangurs sem
raunin varð á.
Heimildir:
Magnús Guðbrandsson,
Morgunblaðið,
Tíminn,
Alþýðublaðið,
Þjóðviljinn,
Glatkistan,
Heimilisblaðið Frækorn,
Tímaritið Tónlistin,
Alþýðumaðurinn,
Mjölnir,
Einherji,
Siglfirðingur,
Neisti,
Leó R. Ólason