Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 18

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 18
Siglfirðingablaðið18 Hljómsveitin Gautar Frétt úr Vikunni 1968 Það var sannarlega tími til kom­ inn, að hljómsveitin Gautar frá Siglufirði sendi frá sér hljóm­ plötu. Að vísu hefur hljómsveitin látið í sér heyra á hljómplötum karlakórsins Vísis frá Siglufirði, en í ofanverðum desember kom út fjögurra laga plata, þar sem hljómsveitin er ein á ferðinni. Eitt þessara laga er nokkuð sér­ stætt og á eflaust eftir að vekja nokkra athygli: það er lagið Tvífarinn eftir Geirharð Valtýs­ son, og leikur hann lagið sjálfur á trompett eða réttara sagt: tvo trompetta. Geirharður er sem kunnugt er stjórnandi karla­ kórsins Vísis, en hann leikur einnig með Gautum, og er hann jafnvígur á öll þau hljóðfæri, sem hljómsveitin hefur yfir að ráða. Önnur lög á plötunni eru „Kysstu mig”, „Okkar dans” og „Öldur rísa”. — Tvö fyrstnefndu lögin syngur Baldvin Júlíusson, en Guð­ mundur Þorláksson syngur hið síðastnefnda. Þessi hljómplata Gauta er gefin út á vegum hljóm­ sveitarinnar sjálfrar og hefur Fálk­ inn hf. annast milligöngu, en um dreifingu plötunnar sér Júlíus Júlíusson í Föndurbúðinni á Siglufirði. Á plötuumslagi er mynd af Gautum, sem Júlíus hefur tekið í félagsheimilinu á Blönduósi, en á bakhlið skrifar Ólafur Ragnarsson um hljóm sveitina og segir m. a. „Það er víst tæpur aldarfjórðungur síðan tveir bræður í Skagafirði eignuðust sín fyrstu hljóðfæri. Það voru harmónikkur og þóttu heilmikil hljóðfæri í þann tíð. Piltarnir voru á fermingaraldri, hétu Guðmundur og Þórhallur, voru Þorlákssynir og áttu heima á Gautlöndum. Innan fárra ára voru þeir orðnir þekktir um allt Norðurland, og léku þar fyrir dansi við miklar vinsældir. Voru þeir kallaðir Gautlandsbræður. Árin liðu og bræðurnir fluttust til Siglufjarðar. Þeir eignuðust fleiri hljóðfæri og þeim bættust nýir liðsmenn. En þegar meðlimir hljómsveitarinnar voru orðnir fjórir, og bræðurnir á Gautlöndum því aðeins helmingur þeirra, gat hún ekki lengur borið nafnið Gautlandsbræður. Var því horfið að því ráði að stytta það niður í Gautar, og hefur hljómsveitin haldið því nafni síðan.” Af þessu má ráða, að hljómsveitin á langa sögu að baki, og víst er um það, að hún hefur jafnan notið mikilla vinsælda, ekki aðeins fyrir norðan heldur og um land allt, því að þeir félagar hafa ferðast víða og oft látið í sér heyra í út­ varpinu. Því mun mörgum þykja útkoma hinnar nýju plötu þeirra góð tíðindi. Þetta er plata með skemmtilegum lögum fyrir unga sem eldri. Hljómsveitin Gautar ásamt konum sínum. Fremri röð frá vinstri: Guðný Jónasdóttir, Sigurrós Arthúrsdóttir, Gísela Schmith, Svanhildur Eggertsdóttir og Erna Karlsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Jónmundur Hilmarsson, Ragnar Páll Einarsson, Gerhard Schmith, Guðmundur Þorláksson og Þórhallur Þorláksson.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.