Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2019, Page 22
Siglfirðingablaðið22
Poppað á Sigló
- fimmti hluti
Prímus
Ævintýrið hófst upp í Gagga
árið 1977, eða var það ´76? Það
breytir svo sem ekki öllu máli
hvort árið það var, en upphaf
lega fengu drengirnir að æfa í
kjallaranum í Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar við hliðina á íbúðinni
þar sem Jónas Tryggvason bjó
ásamt fjölskyldu sinni. Þetta voru
þeir Baldur Jörgen, Dúi Ben og
Lárus Ingi sem þarna byrjuðu að
fikra sig áfram á tónlistarbraut
inni, nýlega búnir að eignast sín
fyrstu hljóðfæri og þannig gekk
það um nokkurra mánaða skeið.
Það var bara æft og æft og tíminn
leið, en svo var farið að hugsa
stærra. Það gengu fljótlega fleiri
til liðs við þennan nýtilkomna
hljómsveitarsprota, sem hefur
líklegast þá verið 1978 eða ´79 og
í framhaldinu flutti hljómsveitin
sig í rúmbetra húsnæði sem var að
Gránugötu 14. Hún samanstóð
nú af Guðmundi Gunnarssyni,
Lárusi Inga Guðmundssyni,
Kristbirni Bjarnasyni, Dúa Bene
diktssyni, Guðlaugu Sverrisdóttir,
Steinunni Marteinsdóttir, Baldri
Jörgen Daníelssyni og Viðari
Jóhannssyni.
Þetta var orðið nokkuð fjölmennt
band og enn var æft og æft, en
þar kom að farið var að huga að
einhveri spilamennsku og til að
byrja með var stefnt á að koma
fram í pásu hjá Miðaldamönn
um á dansleik sem halda átti
að Hótel Höfn. Þegar gera átti
auglýsinguna fyrir ballið kom
það auðvitað í ljós sem enginn
hafði hugsað út í, að hljómsveit
inni hafði ekki verið gefið nafn.
Enginn tími var til að leggja
höfuðið í bleyti vegna þess og
Biggi Inga sem sá um auglýsinga
gerð fyrir Miðaldamenn, varð
að bjarga málinu í snarhasti og
nefndi bandið “Indíánarnir” sem
var síðan notað fyrst um sinn.
Síðar var einnig komið fram
í pásu hjá Miðaldamönnum í
Tjarnarborg og svo stóð til að
spila á nýjársballi í Grímsey, en
þegar að því kom varð allt koló
fært og Grímseyingar urðu að
bjarga sér með einhverjum öðrum
hætti þau áramótin.
Sennilega kom hljómsveitin fram
í fleiri skipti þó svo að meðlimun
um gangi ekki vel að muna hvar
það gæti hafa verið. Kannski
það hafi verið í Höfðaborg á
Hofsósi, því það er Baldri Jörgen
og Steinunni í fersku minni að
í sjoppunni á Hofsósi var hið
endanlega nafn fundið. Þar voru
hljómsveitarmeðlimirnir alla vega
staddir eitt sinn og ræddu sín á
milli að þetta Indíánanafn væri
nú svolítið hallærislegt. Einhverj
um þeirra varð þá litið upp á efstu
hillu í sjoppunni og sá þar bláan
prímus og varð þá að orði; hvað
um Prímus? Það var í beinu fram
haldi samþykkt þarna á staðnum
og upp frá því hét hljómsveitin
Prímus það sem hún átti eftir
ólifað sem voru næstu tvö árin
eða svo. Aðal lögin á prógramm
inu voru t.d. Proud Mary, Jungle
too the zoo, Hungy heart, You
may be right, Standing at the end
of the line og Sweet little rock svo
dæmi sé tekið. Viddi byrjaði lagið
I´m beliver með mikilfenglegri
bassasóló og Guðlaug söng Xana
du með mikilli innlifun.
Aftur fékk hljómsveitin nýtt
æfingahúsnæði sem var að þessu
sinni KS húsið að Suðurgötu.
Kristbjörn og Guðlaug voru þá
hætt, en áfram var haldið að æfa
og þessi nýi staður varð eins kon
ar félagsmiðstöð fyrir meðlimina.
Þar var oft mætt snemma dags
og haldið út fram á kvöld, en það
hefur líklega verið 1981 eða ´82
sem hún hætti störfum. Hljóm
sveitin Prímus var til í u.þ.b.
fimm ár, kom nokkrum sinnum
fram opinberlega, lék þó aldrei á
heilum dansleik, en gaf meðlim
um sínum mikla lífsfyllingu og
ótal góðar stundir.
Miðaldamenn.
Árið 1977 byrjaði sá sem þetta
ritar að spila með Miðaldamönn
um, en þar voru þá fyrir Sturlaug
ur Kristjánsson, Magnús Guð
brandsson og Birgir Ingimarsson.
Upphaflega var stofnað til þeirrar
hljómsveitar um 1970 og þá
aðallega til að spila “eldrimanna
músik” á dansleikjum Hjóna og
paraklúbbsins, en það átti eftir
að þróast og útvíkkast eftir því
sem árin liðu. Aðspurður gaf
Magnús þá skýringu á nafninu að
í upphafinu hefðu tveir meðlim
irnir þegar verið orðnir miðaldra
þegar hljómsveitin var stofnuð,
en hinir tveir voru fæddir um
miðja öldina. Samstarfið gekk vel
og það var ágætt að gera, ég tók
fljótlega að mér umboðsmennsk
una, lagðist í framhaldinu í mikla
símavinnu og bættist þá talsvert
við í bókanirnar. Birgir sá um
auglýsingarnar og ekki er hægt