Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Síða 23

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Síða 23
Siglfirðingablaðið 23 að segja annað en þær hafi verið býsna frumlegar á köflum. En það var auðvitað alltaf verið að hyggja að frekari markaðssetningu og eitt sinn þegar við vorum á leið heim eftir ágæta helgi, dúkkaði sú hugmynd upp að fara í felur um tíma, en birtast fáeinum dögum síðar og gefa þá skýringu að okk­ ur hefði verið rænt af geimverum. Ekki varð þó af því að hug­ myndinni yrði hrint í framkvæmd þó okkur fyndist hún á þeim tíma verulega vænleg til árangurs. Snemma árs 1978 varð upp­ stokkun á bandinu og það rokkað talsvert upp. Magnús tók við ba­ ssanum, Sturlaugur fór, en í hans stað kom Guðmundur Ragnars­ son og Selma Hauks fór að syngja með okkur. Hún reyndist vera hinn mesti megafrontur og setti afgerandi svip á heildina. Varla hafa margar hljómsveitir verið mikið duglegri að æfa því fyrstu mánuðina voru ekki margir dagarnir sem hópurinn kom ekki saman og tók fyrir eitthvert lag og hamaðist á því þar til árangurinn varð ásættanlegur og útkoman verð ég að segja bara nokkuð góð. Það var allt stokkað upp, gamla lagalistanum var einfaldlega hent og nú léku ferskari vindar um bandið. Aldursmunur var nokkur í bandinu og fannst okkur það svolítið fyndið að elsti meðlimur­ inn var 100% eldri en sá yngsti sem var Selma. Hún var aðeins 15 ára og það fékkst einhvers konar undanþágu fyrir hana hjá lögreglu og barnaverndarnefnd, því allir vildu auðvitað vera alveg vissir um að hún yrði nú ekki sótt inn á dansleik af þar til bærum yfirvöldum. Maggi var hins vegar nýorðinn þrítugur og þótti okkur hinum það vera ansi hár aldur. Eftir sumarið fór Selma yfir í Gautana, Gummi í skóla og Maggi í sjálfskipaða pásu frá hljómsveitarbröltinu. Sturlaugur kom þá aftur og við ásamt Bigga héldum úti tríói næsta árið, en snemma vors 1980 bættist okkur góður liðsauki þegar Erla Guð­ finns og Stína Bjarna gengu til liðs við okkur og sungu með okk­ ur þá um sumarið. Um haustið sendi ég lag að gamni mínu í Sönglagakeppni Sjónvarpsins sem var haldin snemma árs 1981 og viti menn, það varð eitt af þeim 30 lögum sem kepptu til úrslita og endaði í 8. sæti, en alls bárust rúmlega 500 lög. Egill Ólafsson söngvari Stuðmanna kynnti svo keppnina á verulega eftirminni­ legan hátt, en þau Helga Möller, Ragnhildur Gísladóttir, Haukur Morthens, Pálmi Gunnarsson, Björgvin Halldórsson og Jóhann Helgason sungu lögin. Þetta reyndist mikið happ fyrir okkur og við reyndum að nýta okkur það eins vel og við höfðum vit til sem hefði að ósekju alveg mátt vera svolítið meira. Við vorum alveg reynslulausir á þessu sviði og útkoman varð nokkurn vegin eftir því þó verr hefði getað farið. Við reyndum að fá Ragnhildi Gísla­ dóttir sem söng lagið í keppninni til liðs við okkur því auðvitað var stefnt á að taka lagið upp og gefa það út. Hún reyndist ekki tilleið­ anleg til þess, svo að við fengum Erlu Stefánsdóttir sem hafði sung­ ið með Póló og Ingimar Eydal til að syngja það með okkur í Stúdíó Bimbó á Akureyri. Auk hennar lögðu okkur lið Þeir Leó Torfason gítarleikari, Snorri Guðvarðsson söngvari ættaður frá Sigló og Við­ ar Eðvarðsson saxófónleikari, en þau höfðu öll verið í fjölmörgum Akureyrarhljómsveitum. Útkom­ an varð fjögurra laga plata sem kom út í júni ´81 og verð ég að segja að fáar plötur hafa elst jafn illa og hún. Samt náði lagið “Eftir ballið” sem Hafliði Guðmunds­ son gerði textann við, 15. sæti yfir mest spiluðu íslensku lögin það árið. Þökk sé vinum okkar hjá RUV sem héldu því ákaflega vel í spil­ un. Það var hins vegar lagið !”Af litlum neista” sem stóð uppi sem sigurlag keppninnar, en það var samið af Guðmundi Ingólfssyni frá Hvammstanga. Það sem gerð­ ist í kjölfarið hjá okkur Miðalda­

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.