Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Side 25
Siglfirðingablaðið 25
ekki talist hafa elst mjög vel,
en Dr. Gunni skrifaði eftirfar
andi plötugagnrýni: “Stubbi og
Stuðkarlarnir var eitt af þessum
frábærlega hallærislegu böndum
sem Stúdíó Bimbó á Akureyri gaf
út örlí 80’s. Bandið var held ég
frá Siglufirði. Aðalmennirnir voru
Stubbi (Kristbjörn Bjarnason)
og Leó Ólason sem samdi bæði
lögin á smáskífunni sem kom út
1983. Ahliðin, Með kveðju til
þín, er Geirmundarleg ballaða,
en Bhliðin, Ég er táningur, er
skemmtilegt stuðpopp. Ekki
síst fer trommuheilinn “Þrusi” á
kostum”.
Cargo / Kargo
Hljómsveitin Cargo var stofnuð
í Sjálfstæðishúsinu árið 1986 og
starfaði til 1989. Í upphafi voru í
bandinu þeir Össi Arnars, Steini
Sveins, Jón Erlings sem fór síðan
í Sóldögg, Leifi Elíasar og Siggi
Ingi Þorleifs og Laufeyjar, en Jói
Abbýar tók þó fljótlega við af
Sigga. Í upphafi hét hljósveitin
Cargo með C, en vegna misprent
unar nafnspjalds var nafninu af
augljósum hagkvæmis ástæðum
snarlega breytt í Kargo með K.
Elías faðir Leifa útvegaði fullt af
græjum og drengirnir fengu að
æfa niður í Sjálfstæðishúsinu, en
þar var fyrsta ballið haldið með
diskótekinu Náttfríði. Kargo
strákarnir voru duglegir að halda
böll þegar fram í sótti, en komu
til að byrja með fram í pásum hjá
Gautum og Miðaldamönnum.
Með tímanum fóru þeir svo að
halda sín eigin böll eins og gengur
og spiluðu talsvert, en oft á mjög
óhefðbundnum stöðum. Þeir
fóru til dæmis tvisvar sinnum
til Grímseyar og voru þær ferðir
hinar mestu svaðilfarir, allavega
síðari ferðin. Einnig spiluðu þeir
á Þórshöfn á Langanesi, í Bjarna
firði á Ströndum og í Skeljavík
sem er skammt hjá Hólmavík,
en auðvitað líka í nærsveitum svo
sem á Ólafsfirði, Ketilási, í Al
þýðuhúsinu hjá Villa Friðriks og
á Síldarævintýrinu. Skeljavíkur
hátíðin sem Bítlavinafélagið stóð
fyrir, var haldin í tvö skipti og eitt
af númerunum var hljómsveitar
keppni sem Kargo tók þátt í og
sigraði. Verðlaunin voru nokkrir
tímar í Stúdíói Bítlavinafélagsins,
en þar voru tekin upp fjögur lög
og þar á meðal lagið Vodka family
sem margir þekkja. Svo var farið
til Reykjavíkur til að meika það
og tekið þátt í Músíktilraunum
1988, en árangurinn var ekki sá
sem væntingarnar stóðu til, en
þar var þó spilað í náttfötum sem
tekið var eftir.
Þetta voru stórhuga drengir sem
sést meðal annars á því að þeir
keyptu hljómsveitarbíl saman, en
Jónsi og Steini borguðu sína hluti
með sparimerkjunum. Ekki getur
fjárfestingin þó talist hafa verið
góð þegar upp var staðið, því
bíll inn bræddi úr sér í Staðarskála
í fyrstu ferðinni. Kargo var með
nokkuð af frumsömdu efni, lögin
að mestu eftir Jónsa en textarnir
eftir Steina. Annars var Jónsi und
ir aldri framan af, en fékk þó að
spila með því skilyrði að foreldrar
hans fylgdu honum eftir. Yfirleitt
var Erlingur faðir hans því með í
ferðum, en mamma hans mun þó
einnig hafa farið slíka gæsluferð.
Kargo héldu tónleika í SR.
46 síldarþrónni til styrktar
kvennaknattspyrnunni á Siglu
firði (KS) og gáfu stelpunum
innkomuna. Það verður einnig
að geta þess að Ásbjörn Ásgeirs,
Stebbi Sigmars og Sævar Björns
voru stoðir og styttur Kargo og
fylgdu þeim gjarnan eftir þar sem
þeir fóru. Hljómsveitin leystist
svo upp þegar Jónsi fór í skóla, en
Steini, Jói og Össi gengu Stur
laugi á hönd og gerðust meðlimir
í Miðaldamönnum.
Hljómsveitin Kargo hefur komið
saman nokkrum sinnum á liðn
um árum með eitthvað breyttum
mannskap. Þeir Össi, Jói og
Steini hafa þó myndað kjarnann
í bandinu, en eftirtaldir hafa
komið mismikið við sögu á mis
munandi tímum: Kiddi kennari
á bassa, Magnús Reykvíkingur á
hljómborð, Cecilia Magnúsdóttir
söngur, Þröstur Þorbjörnsson á
gítar, Kolbeinn Óttar Proppe á
hljómborð og Magnús Benóný
son á bassa.
Undirritaður flutti úr bænum
vorið 1986 og þekkir því öllu
minna til þeirra hræringa sem
urðu í tónlistarlífi bæjarins eftir
það. Það fer nú óðum að styttast
í sögulok í sögunni næstum því
endalausu, en við skulum engu að
síður sjá til hvort eitthvað dúkkar
ekki upp í næsta blaði.
Leó R. Ólason.
Heimildarmenn:
Baldur Jörgen Daníelsson,
Steinunn Marteinsdótti
og Þorsteinn Sveinsson.