Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 9
Kannski gæti aukin
gjaldtaka forðað for-
svarsmönnum greinar-
innar frá axarsköftum
sem kalla á rannsóknir
erlendra saksóknara?
Framkvæmdastjóri Rannsóknar-
miðstöðvar um samfélags- og
efnahagsmál sakar fyrrverandi
ríkisskattstjóra og undirritaðan um
öfund og af brýði í innsendri grein
í Fréttablaðinu daginn fyrir þjóð-
hátíðardaginn 2022.
Eins og heimasíða Rannsóknar-
miðstöðvarinnar ber með sér er
aðstandendum hennar annt um
hag útgerðar og útgerðarmanna.
Ætla mætti að aðstandendur telji
útgerðarmenn sérstaklega þurfa
á umhyggju og náungakærleik að
halda.
Tilefni tilskrifa framkvæmda-
stjórans til okkar Indriða er að 31.
maí birtist frétt í Fréttablaðinu um
að hagnaður nokkurra sjávarút-
vegsfyrirtækja hafi aukist um 100
milljarða króna milli áranna 2020
og 2021. Árið 2020 nam veiðigjalda-
reikningur útgerðarinnar tæpum
5 milljörðum króna. Veiðigjaldið
er ekki skattur heldur afgjald sem
útgerðinni er gert að greiða fyrir
aðgang að auðlind sem er skil-
greind sem eign íslensku þjóðar-
innar. Ég benti blaðamanninum á
að ef beitt væri svipuðum reglum
við skattlagningu á náttúruauð-
lindum í almenningseigu á Íslandi
(fiskistofnar) og í Noregi (olía) yrði
greiðsla útgerðarinnar til ríkissjóðs
55-60 milljarðar króna vegna ársins
2021. Að sjálfsögðu að því gefnu að
spár um afkomu ársins 2021 stæð-
ust. Degi fyrr hafði Indriði nefnt
40-60 milljarða sem eðlilegt veiði-
gjald miðað við gefnar forsendur
í viðtali við sama blaðamann. Ég
bið lesanda að finna öfundina og
afbrýðina í þessari frásögn!
Annars er röksemdafærsla fram-
kvæmdastjórans full þversagna-
kennd fyrir aðila sem stjórnar stofn-
un sem kennir sig við rannsóknir á
samfélags- og efnahagsmálum. Í
upphafsorðum greinarinnar full-
yrðir hann að sjávarútvegur sé
eina atvinnugreinin íslensk sem
skarar fram úr á alþjóðavísu! Undir
lok greinarinnar fullyrðir fram-
kvæmdastjórinn svo að afkoma í
sjávarútvegi sé lakari en í öðrum
íslenskum atvinnugreinum! Hvern-
ig í ósköpunum getur sama atvinnu-
greinin borið af öðrum íslenskum
atvinnugreinum og verið í andar-
slitrunum á sömu stundu? Rann-
sóknarstofnunarforstjórinn verður
að endurskoða rannsóknaraðferðir
sínar er ég hræddur um!
Rannsóknarstofnunarforstjórinn
kvartar undan því að ISAT-flokkun
Hagstofunnar sé illa fallin til að
einangra sjávarútveg sem atvinnu-
grein. Það virðist hafa farið fram hjá
forstjóranum að Hagstofan hefur
um langt árabil unnið sérstaka
vinnslu, byggða á rekstrar- og efna-
hagsreikningum sjávarútvegsfyrir-
tækja. Þessi vinnsla byggir á grunni
sem varð til hjá Þjóðhagsstofnun,
en sú stofnun gegndi mikilvægu
hlutverki varðandi verðlagningu
Framúrskarandi atvinnugrein í andarslitrunum?
Þórólfur
Matthíasson
hagfræðipró-
fessor við Háskóla
Íslands
sjávarafla á árum áður. Í samantekt
(á ensku) síðustu útgáfu þessarar
úttektar Hagstofunnar segir m.a:
Samanlagðar eignir veiða og vinnslu
námu 830 milljörðum ISK, skuldir
námu 496 milljörðum og eiginfé var
333 milljarðar króna. (Aggregated
balance sheet of fishing and fish
processing shows that the total
worth of assets of the fisheries are
830 billion ISK, liabilities are worth
of 496 billion ISK and equity 333 bil-
Hluthafafundur hjá Festi hf.
Stjórn Festi hf. boðar til hluthafafundar sem haldinn verður fimmtudaginn 14. júlí
2022 klukkan 10.00 árdegis í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.
Á dagskrá fundarins verður eitt mál: Stjórnarkjör. Í upphafi
fundarins mun stjórn félagsins segja af sér til að tryggja að
stjórnarkjör fari fram. Tilgangur fundarins er að gefa hluthöfum
færi á að kjósa nýja stjórn, eftir atvikum að endurnýja umboð
sitjandi stjórnar, eða kjósa nýja eða breytta stjórn, allt eftir því
hvað hluthöfum sýnist og hverjir gefa kost á sér til stjórnarstarfa.
Dagskrá fundarins
1. Stjórnarkjör.
Aðrar upplýsingar:
Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir hluthafafundinn verður
að finna á vefsíðu félagsins www.festi.is/r/adalfundir Þar má
einnig finna skýrslu Tilnefningarnefndar þegar hún verður tilbúin,
sbr. það sem síðar segir. Hluthöfum stendur einnig til boða að
nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14,
Kópavogi, virka daga milli klukkan 9:00-16:00. Fundurinn fer
fram á íslensku og verða fundargögn jafnframt á íslensku.
Hluthafar geta látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir
sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð.
Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á
fundinum. Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um mál
sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka
atkvæðagreiðslu hafa borist skrifstofu félagsins eða á netfangið
hluthafar@festi.is eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn, þ.e.
fyrir kl. 10.00 laugardaginn 9. júlí 2022.
Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á
hluthafafundi ef þeir gera um það skriflega eða rafræna kröfu.
Óski hluthafi eftir að koma máli eða tillögu á dagskrá
hluthafafundarins skal slík beiðni hafa borist skrifstofu félagsins
eða á netfangið hluthafar@festi.is eigi síðar en tveimur vikum
fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 10.00 fimmtudaginn 30. júní 2022.
Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn.
Tilnefningarnefnd tekur við framboðum til stjórnar til kl. 10
þriðjudaginn 28. júní 2022. Tilnefningarnefnd mun skila skýrslu
sinni og tillögu um stjórnarmenn eigi síðar en kl. 10 þriðjudaginn
5. júlí 2022.
Fráfarandi stjórn Festi hf. hefur lagt til við Tilnefningarnefnd að
hún geri tillögu um fleiri stjórnarmenn en fimm í þetta sinn svo
tryggt sé að hluthafar geti kosið á milli frambjóðenda og ekki
verði sjálfkjörið. Fulltrúi stjórnar í Tilnefningarnefnd mun ekki að
þessu sinni taka þátt í störfum nefndarinnar.
Tillaga Tilnefningarnefndar takmarkar ekki frekari framboð til
stjórnar. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 ber að
tilkynna um framboð til stjórnar skriflega með minnst fimm
sólarhringa fyrirvara fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 10.00
laugardaginn 9. júlí 2022. Framboðum skal skila á skrifstofu Festi
hf., Dalvegi 10-14, Kópavogi, eða á netfangið hluthafar@festi.is.
Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar
en þremur sólarhringum fyrir aðalfund. Hluthafar eiga rétt á að
krefjast hlutfallskosningar eða margfeldiskosningar við
stjórnarkjör í tvo sólarhringa frá því að stjórn kunngerir
niðurstöður framboða til stjórnar, ef ekki er sjálfkjörið.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða
afhent frá klukkan 9.30 á fundardegi.
Stjórn Festi hf.
Framboð til stjórnar Festi hf.
Tilnefningarnefnd Festi hf. auglýsir hér með eftir tilnefningum
eða framboðum til stjórnar félagsins vegna hluthafafundar Festi
sem haldinn verður 14. júlí næstkomandi.
Hlutverk tilnefningarnefndar er að undirbúa og gera tillögu um
frambjóðendur við kjör stjórnar félagsins. Skal að því stefnt að
stjórnin sé á hverjum tíma þannig samsett að hún búi yfir
fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem nýtist félaginu við
stefnumótun og eftirlit í því umhverfi sem félagið starfar í á
hverjum tíma. Við gerð tillögu um kosningu stjórnarmanna í
Festi skal tilnefningarnefndin horfa til hæfni, reynslu og
þekkingar, m.a. með tilliti til leiðbeininga um stjórnarhætti
fyrirtækja og niðurstöðu árangursmats stjórnar.
Stjórnarmenn þurfa jafnframt að fullnægja þeim skilyrðum sem
fram koma í samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög sbr.
ákvæði 66. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Starfsreglur
tilnefningarnefndar, samþykktir félagsins og önnur gögn eru
aðgengileg á heimasíðu Festi.
Athygli er vakin á því að sérstök skilyrði eiga við um
stjórnarmenn í Festi vegna sáttar félagsins við
Samkeppniseftirlitið dags. 30. júlí 2018. Geta frambjóðendur
kynnt sér skilyrðin á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins þar sem þau
eru aðgengileg án trúnaðarupplýsinga.
Þess er óskað að tilnefningum eða framboðum sé skilað til
tilnefningarnefndar á sérstökum eyðublöðum ásamt ferilskrá
fyrir kl. 10 þann 28. júní 2022 á netfangið
tilnefningarnefnd@festi.is.
Nálgast má gögnin á www.festi.is/r/adalfundir
Festi | Dalvegi 10-14 | 201 Kópavogi | festi.is
lion ISK.). Samkvæmt blaðafréttum
munu bætast allt að 100 milljarðar
við á árinu 2021. Þá er ótalið það
sem kann að vera geymt í skatta-
skjólum á Kýpur og Maldíveyjum.
Af þessu má draga þá ályktun að
greinin geti vel greitt eðlilegt gjald
fyrir aðgang að þjóðarauðlindinni.
Kannski gæti aukin gjaldtaka forð-
að forsvarsmönnum greinarinnar
frá axarsköftum sem kalla á rann-
sóknir erlendra saksóknara? ■
ÞRIÐJUDAGUR 21. júní 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ