Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 11
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 21. júní 2022
Sigríður Rakel Ólafsdóttir er ánægð með breytingarnar sem hún og eiginmaðurinn hafa staðið í að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Féllu fyrir gamla sjarmanum
Hlíðahverfið í Reykjavík stendur í hjarta borgarinnar. Það er í senn sjarmerandi og fjöl-
skylduvænt og því ekki að undra að Hlíðarnar séu með vinsælli hverfum borgarinnar. 2
Leikhópurinn Spindrift Theatre.
sandragudrun@frettabladid.is
Spindrift Theatre sýnir leikverkið
THEM í Tjarnarbíói á miðviku-
daginn klukkan 20 og á Reykjavík
Fringe Festival 22. júní klukkan
21.30. THEM er einlæg kómedía
um sársaukann sem fylgir því að
passa ekki inn í, spennuna við að
uppgötva sitt eigið afl, skömmina
við að nota það rangt og sorgina
yfir því að geta ekki grátið. Verkið
fjallar um karla að díla við eitraða
karlmennsku og konur að díla við
karla – og öll að reyna bara að fá
að vera. Fjórar konur frá Íslandi og
Finnlandi kafa ofan í heim karla og
segja sögur af ást, stolti, föðurhlut-
verkinu og óttanum við að vera
öðrum byrði. Áhorfendur munu
hitta fyrir karlmenn að berjast
við að vera berskjaldaðir – og að
uppgötva hvers vegna það er þeim
nauðsynlegt.
Byggt á viðtölum við karla
Hætta á váhrifum (trigger warn-
ing); eftirfarandi er fjallað um í
sýningunni: kvenfyrirlitningu,
ofbeldi, kynferðisofbeldi, hinsegin
fordóma. Verkið er byggt á tugum
viðtala við karla frá mismunandi
löndum auk frásagna höfundanna
sjálfra af því að vera konur í
karllægum heimi. Leikstjóri er
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
og leikkonurnar eru Bergdís Júlía
Jóhannsdóttir, Tinna Þorvalds
Önnudóttir, Marjo Lahti og Anna
Korolainen Crevier. Verkið er sýnt
á ensku. ■
Berskjaldaðir
karlmenn