Fréttablaðið - 21.06.2022, Page 12

Fréttablaðið - 21.06.2022, Page 12
Sif Ásthildur Guðbjartsdóttir Sigríður Rakel Ólafsdóttir, mark- aðsstjóri bílaumboðsins Öskju, hefur búið sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili í Hlíðunum. Fjöl- býlishúsið sem fjölskyldan býr í er frá árinu 1957 og er íbúðin fjögurra herbergja og rúmir 95 fm að stærð. Það sem heillaði þau í upphafi var hversu opin og björt íbúðin var. Skipulag hennar var gott en það var eitt og annað sem þau vildu gera að sínu. „Það sem heillaði mig við hverfið á sínum tíma var þessi gamli sjarmi sem er einkennandi fyrir þetta svæði. Íbúðin sjálf var mjög sjarmerandi og við ákváðum strax að halda í sálina sem fylgdi henni. Þannig leyfðum við karakternum að skína í gegn á sama tíma og við uppfærðum íbúðina að nýjum tímum og okkar þörfum,“ segir Sig- ríður Rakel. Heimasmíðað borðstofuborð Hjarta íbúðarinnar er eldhúsið að hennar sögn. „Eldhúsið og stofan eru eitt rými og ég gæti ekki hugsað mér það öðruvísi. Upprunaleg hönnun íbúðarinnar er tvöföld stofa og eld- húsið var þar sem nú er barnaher- bergi. Þessi uppstilling er svolítið barn síns tíma þegar áherslan var á stórar stofur og lítil eldhús. Í dag er meiri áhersla á að eldhúsið sé í alrýminu. Ég eyði miklum tíma í eldhúsinu og finnst frábært að geta eldað matinn og á sama tíma verið í samskiptum við krakkana sem eru að horfa á barnaefnið eða gest- ina sem sitja í stofunni á meðan ég elda. Við eyðum langmestum tíma í þessu rými og því vildi ég líka stórt og fallegt borðstofuborð. Ég er svo heppin að eiga handlaginn mann sem smíðaði borðstofu- borðið að okkar þörfum,“ segir Sigríður Rakel. Héldu í sálina í íbúðinni „Við ákváðum að gera allt sjálf sem tók auðvitað lengri tíma en ég hef gott auga fyrir hönnun og uppsetningu og svo er maðurinn minn fær í f lestan sjó svo við unnum þetta verkefni saman. Við fengum því enga iðnaðarmenn en góða hjálp frá fjölskyldu og vinum. Þetta voru bara langir dagar og unnið oft fram eftir kvöldi. Ég held að þegar maður gerir allt sjálfur þá þyki manni oft meira vænt um það sem hefur verið gert í íbúðinni því maður veit hve mikil vinna fer í framkvæmdirnar,“ segir Sigríður. Þau ákváðu að halda í sálina í íbúðinni. „Við til dæmis hvítlökkuðum gömlu hurðirnar sem okkur finnst létta á rýminu en héldum gömlu hurðarhúnunum ásamt listunum bæði í kringum hurðirnar og í loftinu. Mér finnst djúpu glugga- kisturnar heillandi inni í stofu og pottofnarnir einnig, þó þeir séu barns síns tíma þá gefa þeir þessum gömlu íbúðum mikinn karakter. Meðan þeir lifa fá þeir að vera í íbúðinni.“ Innbyggðir fataskápar eru svolítið einkenni gamalla íbúða í Hlíðunum en þeir eru ekkert sér- lega praktískir. Djúpar hillur sem oft er erfitt að komast að. „Við ákváðum að rífa þá og setja nýstárlegri fataskápa sem miða betur að okkar þörfum og sköpum um leið meira rými. Mesta áskorunin við gamlar íbúðir er oft að skapa nægilegt geymslu- rými og því þarf mikið skipulag og útsjónarsemi til að koma öllu að, sérstaklega þegar maður er með lítil börn því þeim fylgir mikið dót, útiföt og fleira. Fólk á líka mun meira af fötum en þegar þessar íbúðir voru byggðar, svo það getur oft verið höfuðverkur að koma öllu fyrir,“ segir hún. Barn síns tíma Parið ákvað að taka allt baðher- bergið í gegn enda barn síns tíma. „Ég teiknaði sjálf upp baðher- bergið eins og ég sá það fyrir mér en aðal áskorunin fólst í smæð þess og var þetta mikil kúnst að koma öllu haganlega fyrir, hámarka geymslupláss og gera það stílhreint og fallegt á sama tíma. Við létum sérsmíða innréttinguna sem ég hannaði en maðurinn minn sá um uppsetninguna og flísalagði allt. Við ákváðum að skapa rými fyrir þvottavél og þurrkara og sé ég ekki eftir því enda mikill tími sem fer í að hlaupa upp og niður stigana með þvott í fjölbýli. Það er líklegast besta ákvörðunin sem hefur verið tekin í breytingunum að koma þeim fyrir inn á baðherbergi,“ bætir Sigríður Rakel við. „Mér finnst fátt meira róandi en að leggjast í bað eftir langan dag, en við ákváðum að halda baðkarinu í stað þess að setja upp sturtuklefa. Það er frábært að hafa baðkar þegar maður er með börn en þau geta dundað sér í baði tím- unum saman. Við vildum ná smá jarðtengingu inni á baðherbergi. Við erum með náttúrulegan lit á veggjum og í lofti, náttúruflísar á öllu og náttúrustein á baðborðinu. Við vorum baðlaus í þrjá mánuði og það var sannarlega skrautlegur tími en þá kom Sundhöllin sér vel og vorum við fastagestir þar sumarið 2018.“ Heimilið er griðastaður „Ég hef aldrei geta fylgt eftir ákveðnum stefnum eða straum- um þegar kemur að heildarútliti íbúðarinnar. Ég tek í raun bara það sem mér finnst fallegt. Það skiptir mig mestu máli að íbúðin sé hlý og heimilisleg. Það er eitt- hvað við gamalt húsnæði sem heillar mig, það er oft svo hlýlegur andi í því. Ég er frekar stílhrein og mínimalísk og þoli illa mikið af smádóti og hef reynt að fylgja því eftir bestu getu. Fyrir mér á heimili að vera griðastaður þar sem allir ná ró eftir langa og anna- sama daga,“ segir Sigríður Rakel að lokum. ■ Séð inn í fallega stofuna og eldhúsið, en þau hjónin opnuðu á milli rýmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stofan er björt og skemmtileg. Hver hlutur er valinn af kostgæfni og útkoman er hlýleg, flott og heimilisleg. Baðherbergið var allt gert upp enda var það orðið barn síns tíma. Endurbæturnar á baðinu eru einkar vel heppnaðar, lita- valið heillandi og spegla- skáparnir gefa rýminu enn meiri vídd. Gamli pottofn- inn undir glugg- anum gefur líka sjarmerandi karakter. Við vorum baðlaus í þrjá mánuði og það var sannarlega skrautlegur tími, en þá kom Sundhöllin sér vel og vorum við fastagestir þar sumarið 2018. Sigríður Rakel Ólafsdóttir 2 kynningarblað A L LT 21. júní 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.